Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir og Heimir Harðarson skrifa 4. júlí 2025 10:32 Í frumvarpi til laga um lagareldi frá 2024, sem náði ekki fram að ganga á sínum tíma, var lagt til að Eyjafjörður og Skjálfandi yrðu meðal þeirra friðunasvæða við strendur Íslands þar sem laxeldi í sjókvíum er óheimilt. Það var í takt við vilja heimamanna sem höfðu skorað á stjórnvöld þar að lútandi. Það var líka í takt við þá staðreynd að þar er að finna fyrsta og eina hafsvæði á Íslandi sem heyrir til svokallaðra Vonarsvæða. Hafsvæðið við Norðausturland – Eyjafjörður, Skjálfandi og Grímsey – hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem fyrsta Vonarsvæðið (e. Hope Spot) á Íslandi. Slík svæði eru skilgreind af Mission Blue á grundvelli líffræðilegrar sérstöðu og samfélagslegs mikilvægis og kalla á verndun til að tryggja heilbrigði hafsins til framtíðar. Svæðið er heimkynni fjölbreytilegs lífríkis, þar á meðal sjófugla, sela, hvala, smádýra og viðkvæmra vistkerfa; auðlinda sem ekki má fórna fyrir skammtímahagsmuni. Vonarsvæðin eru nú yfir 150 víða um heim og gegna á mörgum stöðum lykilhlutverki í opinberri stefnumótun og verndun hafsvæða, t.a.m. á Svalbarða, í Skotlandi og Svíþjóð, auk þekktra svæða á borð við Galápagos-eyjar og Great Barrier Reef. Þau eru mikilvægar vörður í átt að markmiði Sameinuðu þjóðanna um að vernda að minnsta kosti 30% hafsvæða fyrir árið 2030, markmið sem Ísland hefur skuldbundið sig til að ná. Í nýlegri yfirlýsingu staðfesti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að Ísland muni styrkja verndun vistkerfa í hafinu með innleiðingu vistkerfisnálgunar, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um plastmengun og líffræðilega fjölbreytni. Eyjafjörður og nærliggjandi hafsvæði eru nú þegar vettvangur sjálfbærrar atvinnustarfsemi eins og hvalaskoðunar, rannsókna, smábátaútgerðar, köfunar og náttúruferðamennsku; greina sem allar byggja á heilbrigðu vistkerfi og njóta trausts og þátttöku samfélagsins. Á svæðinu starfa einnig grasrótarsamtök á borð við SUNN, SVÍVS og Ocean Missions sem leggja grunn að fræðslu og verndarstarfi. Þrátt fyrir þessa sérstöðu og yfirlýsingar stjórnvalda liggja nú fyrir áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði – í beinni andstöðu við markmið Vonarsvæðisins og þá framtíðarsýn sem samfélagið hefur þegar hafið að móta. Sjókvíaeldi hefur víða reynst skaðlegt viðkvæmum vistkerfum; það stuðlar að mengun frá fóðri og úrgangi, erfðablöndun við villta stofna og eykur hættu á útbreiðslu sjúkdóma, auk þess sem slíkt inngrip í vistkerfið hefur áhrif á aðra villta stofna, eins og lundann, sem nú þegar hefur fækkað verulega við Íslandsstrendur á síðustu áratugum. Þessi iðnvæðing hafsins hefur einnig bein áhrif á ofantaldar atvinnugreinar sem treysta á sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og ímynd Íslands sem hreins og ósnortins lands. Þar með stendur sjókvíaeldi ekki aðeins náttúrunni fyrir þrifum, heldur dregur einnig úr langtímamöguleikum samfélagsins til sjálfbærrar atvinnusköpunar. Það er augljóst að sjókvíaeldi af þessu tagi gengur þvert á yfirlýsta stefnu Íslands og grefur undan trúverðugleika landsins í málefnum hafsins. Nýleg könnun sýnir að einungis 10% íbúa við Eyjafjörð hafa jákvæða afstöðu til sjókvíaeldis í Eyjafirði. Heimamenn hafa hafnað þeirri hugmynd að fórna náttúrunni fyrir framkvæmd sem hvorki stenst vistfræðileg rök né samfélagslega ábyrgð. Það er nú á ábyrgð stjórnvalda að hlusta. Hér er tækifæri til að ganga í takt við náttúruna, styðja sjálfbærar atvinnuleiðir og vernda það sem ekki verður endurheimt, ef það tapast. Vonarsvæðið á Norðausturlandi er ekki bara hugmynd, það er staðreynd. Spurningin er einföld: Ætlum við að standa vörð um það sem okkur hefur verið treyst fyrir eða fórna því fyrir skammtímahagsmuni og óafturkræf umhverfisspjöll? Undirrituð hvetja stjórnvöld eindregið til að friða Vonarsvæðið við Eyjafjörð, Grímsey og Skjálfanda fyrir sjókvíaeldi í nýju lagafrumvarpi sem unnið er að hjá Atvinnuvegaráðuneytinu um þessar mundir. Huld Hafliðadóttir formaður SVÍVS Heimir Harðarson einn af stofnendum Ocean Missions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til laga um lagareldi frá 2024, sem náði ekki fram að ganga á sínum tíma, var lagt til að Eyjafjörður og Skjálfandi yrðu meðal þeirra friðunasvæða við strendur Íslands þar sem laxeldi í sjókvíum er óheimilt. Það var í takt við vilja heimamanna sem höfðu skorað á stjórnvöld þar að lútandi. Það var líka í takt við þá staðreynd að þar er að finna fyrsta og eina hafsvæði á Íslandi sem heyrir til svokallaðra Vonarsvæða. Hafsvæðið við Norðausturland – Eyjafjörður, Skjálfandi og Grímsey – hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem fyrsta Vonarsvæðið (e. Hope Spot) á Íslandi. Slík svæði eru skilgreind af Mission Blue á grundvelli líffræðilegrar sérstöðu og samfélagslegs mikilvægis og kalla á verndun til að tryggja heilbrigði hafsins til framtíðar. Svæðið er heimkynni fjölbreytilegs lífríkis, þar á meðal sjófugla, sela, hvala, smádýra og viðkvæmra vistkerfa; auðlinda sem ekki má fórna fyrir skammtímahagsmuni. Vonarsvæðin eru nú yfir 150 víða um heim og gegna á mörgum stöðum lykilhlutverki í opinberri stefnumótun og verndun hafsvæða, t.a.m. á Svalbarða, í Skotlandi og Svíþjóð, auk þekktra svæða á borð við Galápagos-eyjar og Great Barrier Reef. Þau eru mikilvægar vörður í átt að markmiði Sameinuðu þjóðanna um að vernda að minnsta kosti 30% hafsvæða fyrir árið 2030, markmið sem Ísland hefur skuldbundið sig til að ná. Í nýlegri yfirlýsingu staðfesti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að Ísland muni styrkja verndun vistkerfa í hafinu með innleiðingu vistkerfisnálgunar, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um plastmengun og líffræðilega fjölbreytni. Eyjafjörður og nærliggjandi hafsvæði eru nú þegar vettvangur sjálfbærrar atvinnustarfsemi eins og hvalaskoðunar, rannsókna, smábátaútgerðar, köfunar og náttúruferðamennsku; greina sem allar byggja á heilbrigðu vistkerfi og njóta trausts og þátttöku samfélagsins. Á svæðinu starfa einnig grasrótarsamtök á borð við SUNN, SVÍVS og Ocean Missions sem leggja grunn að fræðslu og verndarstarfi. Þrátt fyrir þessa sérstöðu og yfirlýsingar stjórnvalda liggja nú fyrir áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði – í beinni andstöðu við markmið Vonarsvæðisins og þá framtíðarsýn sem samfélagið hefur þegar hafið að móta. Sjókvíaeldi hefur víða reynst skaðlegt viðkvæmum vistkerfum; það stuðlar að mengun frá fóðri og úrgangi, erfðablöndun við villta stofna og eykur hættu á útbreiðslu sjúkdóma, auk þess sem slíkt inngrip í vistkerfið hefur áhrif á aðra villta stofna, eins og lundann, sem nú þegar hefur fækkað verulega við Íslandsstrendur á síðustu áratugum. Þessi iðnvæðing hafsins hefur einnig bein áhrif á ofantaldar atvinnugreinar sem treysta á sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og ímynd Íslands sem hreins og ósnortins lands. Þar með stendur sjókvíaeldi ekki aðeins náttúrunni fyrir þrifum, heldur dregur einnig úr langtímamöguleikum samfélagsins til sjálfbærrar atvinnusköpunar. Það er augljóst að sjókvíaeldi af þessu tagi gengur þvert á yfirlýsta stefnu Íslands og grefur undan trúverðugleika landsins í málefnum hafsins. Nýleg könnun sýnir að einungis 10% íbúa við Eyjafjörð hafa jákvæða afstöðu til sjókvíaeldis í Eyjafirði. Heimamenn hafa hafnað þeirri hugmynd að fórna náttúrunni fyrir framkvæmd sem hvorki stenst vistfræðileg rök né samfélagslega ábyrgð. Það er nú á ábyrgð stjórnvalda að hlusta. Hér er tækifæri til að ganga í takt við náttúruna, styðja sjálfbærar atvinnuleiðir og vernda það sem ekki verður endurheimt, ef það tapast. Vonarsvæðið á Norðausturlandi er ekki bara hugmynd, það er staðreynd. Spurningin er einföld: Ætlum við að standa vörð um það sem okkur hefur verið treyst fyrir eða fórna því fyrir skammtímahagsmuni og óafturkræf umhverfisspjöll? Undirrituð hvetja stjórnvöld eindregið til að friða Vonarsvæðið við Eyjafjörð, Grímsey og Skjálfanda fyrir sjókvíaeldi í nýju lagafrumvarpi sem unnið er að hjá Atvinnuvegaráðuneytinu um þessar mundir. Huld Hafliðadóttir formaður SVÍVS Heimir Harðarson einn af stofnendum Ocean Missions
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun