Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir og Heimir Harðarson skrifa 4. júlí 2025 10:32 Í frumvarpi til laga um lagareldi frá 2024, sem náði ekki fram að ganga á sínum tíma, var lagt til að Eyjafjörður og Skjálfandi yrðu meðal þeirra friðunasvæða við strendur Íslands þar sem laxeldi í sjókvíum er óheimilt. Það var í takt við vilja heimamanna sem höfðu skorað á stjórnvöld þar að lútandi. Það var líka í takt við þá staðreynd að þar er að finna fyrsta og eina hafsvæði á Íslandi sem heyrir til svokallaðra Vonarsvæða. Hafsvæðið við Norðausturland – Eyjafjörður, Skjálfandi og Grímsey – hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem fyrsta Vonarsvæðið (e. Hope Spot) á Íslandi. Slík svæði eru skilgreind af Mission Blue á grundvelli líffræðilegrar sérstöðu og samfélagslegs mikilvægis og kalla á verndun til að tryggja heilbrigði hafsins til framtíðar. Svæðið er heimkynni fjölbreytilegs lífríkis, þar á meðal sjófugla, sela, hvala, smádýra og viðkvæmra vistkerfa; auðlinda sem ekki má fórna fyrir skammtímahagsmuni. Vonarsvæðin eru nú yfir 150 víða um heim og gegna á mörgum stöðum lykilhlutverki í opinberri stefnumótun og verndun hafsvæða, t.a.m. á Svalbarða, í Skotlandi og Svíþjóð, auk þekktra svæða á borð við Galápagos-eyjar og Great Barrier Reef. Þau eru mikilvægar vörður í átt að markmiði Sameinuðu þjóðanna um að vernda að minnsta kosti 30% hafsvæða fyrir árið 2030, markmið sem Ísland hefur skuldbundið sig til að ná. Í nýlegri yfirlýsingu staðfesti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að Ísland muni styrkja verndun vistkerfa í hafinu með innleiðingu vistkerfisnálgunar, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um plastmengun og líffræðilega fjölbreytni. Eyjafjörður og nærliggjandi hafsvæði eru nú þegar vettvangur sjálfbærrar atvinnustarfsemi eins og hvalaskoðunar, rannsókna, smábátaútgerðar, köfunar og náttúruferðamennsku; greina sem allar byggja á heilbrigðu vistkerfi og njóta trausts og þátttöku samfélagsins. Á svæðinu starfa einnig grasrótarsamtök á borð við SUNN, SVÍVS og Ocean Missions sem leggja grunn að fræðslu og verndarstarfi. Þrátt fyrir þessa sérstöðu og yfirlýsingar stjórnvalda liggja nú fyrir áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði – í beinni andstöðu við markmið Vonarsvæðisins og þá framtíðarsýn sem samfélagið hefur þegar hafið að móta. Sjókvíaeldi hefur víða reynst skaðlegt viðkvæmum vistkerfum; það stuðlar að mengun frá fóðri og úrgangi, erfðablöndun við villta stofna og eykur hættu á útbreiðslu sjúkdóma, auk þess sem slíkt inngrip í vistkerfið hefur áhrif á aðra villta stofna, eins og lundann, sem nú þegar hefur fækkað verulega við Íslandsstrendur á síðustu áratugum. Þessi iðnvæðing hafsins hefur einnig bein áhrif á ofantaldar atvinnugreinar sem treysta á sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og ímynd Íslands sem hreins og ósnortins lands. Þar með stendur sjókvíaeldi ekki aðeins náttúrunni fyrir þrifum, heldur dregur einnig úr langtímamöguleikum samfélagsins til sjálfbærrar atvinnusköpunar. Það er augljóst að sjókvíaeldi af þessu tagi gengur þvert á yfirlýsta stefnu Íslands og grefur undan trúverðugleika landsins í málefnum hafsins. Nýleg könnun sýnir að einungis 10% íbúa við Eyjafjörð hafa jákvæða afstöðu til sjókvíaeldis í Eyjafirði. Heimamenn hafa hafnað þeirri hugmynd að fórna náttúrunni fyrir framkvæmd sem hvorki stenst vistfræðileg rök né samfélagslega ábyrgð. Það er nú á ábyrgð stjórnvalda að hlusta. Hér er tækifæri til að ganga í takt við náttúruna, styðja sjálfbærar atvinnuleiðir og vernda það sem ekki verður endurheimt, ef það tapast. Vonarsvæðið á Norðausturlandi er ekki bara hugmynd, það er staðreynd. Spurningin er einföld: Ætlum við að standa vörð um það sem okkur hefur verið treyst fyrir eða fórna því fyrir skammtímahagsmuni og óafturkræf umhverfisspjöll? Undirrituð hvetja stjórnvöld eindregið til að friða Vonarsvæðið við Eyjafjörð, Grímsey og Skjálfanda fyrir sjókvíaeldi í nýju lagafrumvarpi sem unnið er að hjá Atvinnuvegaráðuneytinu um þessar mundir. Huld Hafliðadóttir formaður SVÍVS Heimir Harðarson einn af stofnendum Ocean Missions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til laga um lagareldi frá 2024, sem náði ekki fram að ganga á sínum tíma, var lagt til að Eyjafjörður og Skjálfandi yrðu meðal þeirra friðunasvæða við strendur Íslands þar sem laxeldi í sjókvíum er óheimilt. Það var í takt við vilja heimamanna sem höfðu skorað á stjórnvöld þar að lútandi. Það var líka í takt við þá staðreynd að þar er að finna fyrsta og eina hafsvæði á Íslandi sem heyrir til svokallaðra Vonarsvæða. Hafsvæðið við Norðausturland – Eyjafjörður, Skjálfandi og Grímsey – hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem fyrsta Vonarsvæðið (e. Hope Spot) á Íslandi. Slík svæði eru skilgreind af Mission Blue á grundvelli líffræðilegrar sérstöðu og samfélagslegs mikilvægis og kalla á verndun til að tryggja heilbrigði hafsins til framtíðar. Svæðið er heimkynni fjölbreytilegs lífríkis, þar á meðal sjófugla, sela, hvala, smádýra og viðkvæmra vistkerfa; auðlinda sem ekki má fórna fyrir skammtímahagsmuni. Vonarsvæðin eru nú yfir 150 víða um heim og gegna á mörgum stöðum lykilhlutverki í opinberri stefnumótun og verndun hafsvæða, t.a.m. á Svalbarða, í Skotlandi og Svíþjóð, auk þekktra svæða á borð við Galápagos-eyjar og Great Barrier Reef. Þau eru mikilvægar vörður í átt að markmiði Sameinuðu þjóðanna um að vernda að minnsta kosti 30% hafsvæða fyrir árið 2030, markmið sem Ísland hefur skuldbundið sig til að ná. Í nýlegri yfirlýsingu staðfesti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að Ísland muni styrkja verndun vistkerfa í hafinu með innleiðingu vistkerfisnálgunar, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um plastmengun og líffræðilega fjölbreytni. Eyjafjörður og nærliggjandi hafsvæði eru nú þegar vettvangur sjálfbærrar atvinnustarfsemi eins og hvalaskoðunar, rannsókna, smábátaútgerðar, köfunar og náttúruferðamennsku; greina sem allar byggja á heilbrigðu vistkerfi og njóta trausts og þátttöku samfélagsins. Á svæðinu starfa einnig grasrótarsamtök á borð við SUNN, SVÍVS og Ocean Missions sem leggja grunn að fræðslu og verndarstarfi. Þrátt fyrir þessa sérstöðu og yfirlýsingar stjórnvalda liggja nú fyrir áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði – í beinni andstöðu við markmið Vonarsvæðisins og þá framtíðarsýn sem samfélagið hefur þegar hafið að móta. Sjókvíaeldi hefur víða reynst skaðlegt viðkvæmum vistkerfum; það stuðlar að mengun frá fóðri og úrgangi, erfðablöndun við villta stofna og eykur hættu á útbreiðslu sjúkdóma, auk þess sem slíkt inngrip í vistkerfið hefur áhrif á aðra villta stofna, eins og lundann, sem nú þegar hefur fækkað verulega við Íslandsstrendur á síðustu áratugum. Þessi iðnvæðing hafsins hefur einnig bein áhrif á ofantaldar atvinnugreinar sem treysta á sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og ímynd Íslands sem hreins og ósnortins lands. Þar með stendur sjókvíaeldi ekki aðeins náttúrunni fyrir þrifum, heldur dregur einnig úr langtímamöguleikum samfélagsins til sjálfbærrar atvinnusköpunar. Það er augljóst að sjókvíaeldi af þessu tagi gengur þvert á yfirlýsta stefnu Íslands og grefur undan trúverðugleika landsins í málefnum hafsins. Nýleg könnun sýnir að einungis 10% íbúa við Eyjafjörð hafa jákvæða afstöðu til sjókvíaeldis í Eyjafirði. Heimamenn hafa hafnað þeirri hugmynd að fórna náttúrunni fyrir framkvæmd sem hvorki stenst vistfræðileg rök né samfélagslega ábyrgð. Það er nú á ábyrgð stjórnvalda að hlusta. Hér er tækifæri til að ganga í takt við náttúruna, styðja sjálfbærar atvinnuleiðir og vernda það sem ekki verður endurheimt, ef það tapast. Vonarsvæðið á Norðausturlandi er ekki bara hugmynd, það er staðreynd. Spurningin er einföld: Ætlum við að standa vörð um það sem okkur hefur verið treyst fyrir eða fórna því fyrir skammtímahagsmuni og óafturkræf umhverfisspjöll? Undirrituð hvetja stjórnvöld eindregið til að friða Vonarsvæðið við Eyjafjörð, Grímsey og Skjálfanda fyrir sjókvíaeldi í nýju lagafrumvarpi sem unnið er að hjá Atvinnuvegaráðuneytinu um þessar mundir. Huld Hafliðadóttir formaður SVÍVS Heimir Harðarson einn af stofnendum Ocean Missions
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun