Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 14:17 Sýklalyfjaónæmar bakteríus greindust í skimunarsýnum við slátrun svína. Vísir/MHH Sýklalyfjaónæmt afbrigði af bakteríunni Staphylococcus aureus (MÓSA) greindust í skimunarsýnum við slátrun svína sem tekin voru í síðustu viku. Er þetta í fyrsta sinn sem þessar bakteríur greinast á Íslandi en þær eru mjög útbreiddar í búfé í Evrópu og víðar. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar en þar segir að um sé að ræða búfjártengdan MÓSA af stofngerðinni CC398. Fram kemur að MÓSA sé ekki matarborið smit og því sé ekki talin hætta á neyslu á svínaafurðum. „Ekki er heldur um eiginlegan dýrasjúkdóm að ræða því smitið er almennt ekki talið valda veikindum í dýrum heldur verða þau einkennalausir berar. Fólk sem starfar í mikilli nálægð við dýrin er í aukinni áhættu að verða fyrir smiti.“ „Líkt og hjá dýrum veldur smit í fólki sjaldnast veikindum, nema ef það berst í fólk með skert ónæmiskerfi eða veldur sárasýkingum. Þá getur verið erfitt að meðhöndla slíkar sýkingar með hefðbundnum sýklalyfjum. Því er afar mikilvægt að MÓSA smit berist ekki inn á heilbrigðisstofnanir.“ Þá segir að síðustu vikur hafi Matvælastofnun skimað fyrir MÓSA við slátrun svína, en þær skimanir séu hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis 2025 - 2029. „Stroksýni eru tekin úr nefholi svína frá öllum svínabúum sem slátra eldisgrísum, samtals 15 búum. Nú þegar hefur verið skimað í svínum frá 13 búum og reyndust þrenn þeirra jákvæð í skimuninni. Þekkt er að MÓSA getur smitast á milli svína við flutning í sláturhús og því ekki hægt að útiloka krossmengun á milli svínanna, en þeim var öllum slátrað á svipuðum tíma í sama sláturhúsi.“ „Næstu skref miða að því að sannreyna hvort MÓSA sé að finna á þeim búum sem svínin komu frá, með sýnatökum á búunum sjálfum. Í framhaldi mun Matvælastofnun á næstu vikum fara í sýnatökur á öllum svínabúum landsins til að kanna frekari útbreiðslu, ásamt því að fara í viðeigandi aðgerðir til að hindra frekari smitdreifingu í þéttu samstarfi við hagaðila,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Fréttin hefur verið uppfærð Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar en þar segir að um sé að ræða búfjártengdan MÓSA af stofngerðinni CC398. Fram kemur að MÓSA sé ekki matarborið smit og því sé ekki talin hætta á neyslu á svínaafurðum. „Ekki er heldur um eiginlegan dýrasjúkdóm að ræða því smitið er almennt ekki talið valda veikindum í dýrum heldur verða þau einkennalausir berar. Fólk sem starfar í mikilli nálægð við dýrin er í aukinni áhættu að verða fyrir smiti.“ „Líkt og hjá dýrum veldur smit í fólki sjaldnast veikindum, nema ef það berst í fólk með skert ónæmiskerfi eða veldur sárasýkingum. Þá getur verið erfitt að meðhöndla slíkar sýkingar með hefðbundnum sýklalyfjum. Því er afar mikilvægt að MÓSA smit berist ekki inn á heilbrigðisstofnanir.“ Þá segir að síðustu vikur hafi Matvælastofnun skimað fyrir MÓSA við slátrun svína, en þær skimanir séu hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis 2025 - 2029. „Stroksýni eru tekin úr nefholi svína frá öllum svínabúum sem slátra eldisgrísum, samtals 15 búum. Nú þegar hefur verið skimað í svínum frá 13 búum og reyndust þrenn þeirra jákvæð í skimuninni. Þekkt er að MÓSA getur smitast á milli svína við flutning í sláturhús og því ekki hægt að útiloka krossmengun á milli svínanna, en þeim var öllum slátrað á svipuðum tíma í sama sláturhúsi.“ „Næstu skref miða að því að sannreyna hvort MÓSA sé að finna á þeim búum sem svínin komu frá, með sýnatökum á búunum sjálfum. Í framhaldi mun Matvælastofnun á næstu vikum fara í sýnatökur á öllum svínabúum landsins til að kanna frekari útbreiðslu, ásamt því að fara í viðeigandi aðgerðir til að hindra frekari smitdreifingu í þéttu samstarfi við hagaðila,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Fréttin hefur verið uppfærð
Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði