Var orðið að spurningu um líf og dauða Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. júlí 2025 07:02 Liv Benediktsdóttir fyrirsæta, tölvunarfræðingur og móðir ræddi á einlægan og opinskáan hátt við blaðamann um ferilinn, lífið og tilveruna, andleg veikindi, uppbyggingu, fallegt samband við sjálfa sig og fleira. Vísir/Lýður „Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ segir fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir. Liv hefur starfað sem fyrirsæta í níu ár og setið fyrir í risa verkefnum, þar á meðal fyrir alþjóðlega tískuhúsið Zöru og á forsíðu tímaritsins Elle. Hún elskar margar hliðar starfsins en finnst mikilvægt að ræða opinskátt dimmar hliðar bransans. Í dag á hún í fallegu og góðu sambandi við sjálfa sig og setur sér þá reglu að breyta sér ekki fyrir verkefni. Liv Benediktsdóttir hefur farið í gegnum lægðir og miklar hæðir á undanförnum árum og á í dag gríðarlega gott samband við sjálfa sig.Vísir/Lýður Í viðtalinu er fjallað um átröskun. Hér má lesa nánar um átröskun og úrræði sem eru í boði. Hér má kynna sér hagsmunasamtökin SÁTT . Bráðageðdeild er í síma 5431000. Uppgötvuð fimmtán ára Liv er 24 ára gömul og er í sambúð með fótboltamanninum Hólmberti Friðjónssyni en saman eiga þau dótturina Heru sem er eins árs. Þau búa í Þýskalandi um þessar mundir og í fyrra kláraði Liv tölvunarfræðigráðu frá HR. Liv er stórglæsileg, eldklár, jarðbundin, hlý og yfirveguð og það sést langar leiðir að á bak við þessa manneskju liggur mikil sjálfsvinna. „Ég fékk fyrsta módelverkefnið þegar ég var fimmtán ára og ég fann strax að mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Frænka mín var að opna veitingastað og ég var „scoutuð“ þar af tveimur stelpum sem voru búnar að vera rosa lengi að horfa á mig. Ég hélt að ég væri með eitthvað framan í mér,“ segir Liv hlæjandi og bætir við: „En svo komu þær að tala við mig. Þá voru þær frá Ey Agency módelskrifstofunni hér heima og vildu fá mig á skrá.“ Stöðug pressa að grennast Það fór fljótt að ganga vel hjá Liv í fyrirsætubransanum. „Mig langaði að prófa að fara út en ég fór í Verzló og vildi klára menntaskólann fyrst. Það var mjög þægilegt að taka að sér eitt og eitt módelverkefni hér heima með skólanum og þetta var góður auka peningur fyrir menntaskólanema. Ég sá alveg tækifæri í þessu þá og langaði að sjá hvert ég gæti farið með þetta.“ Eftir að Liv útskrifast úr Verslunarskóla Íslands flytur hún til Berlínar, þá nítján ára gömul, til að reyna fyrir sér í fyrirsætubransanum. Það kom þó fljótt í ljós að þarna myndi henni ekki líða vel. „Það var svo mikil pressa að grennast ef mig langaði að vinna úti. Ég ákvað að fara ekki út fyrr en eftir menntaskóla. Þegar ég svo fer ætla ég bara að fara alla leið með þetta. Ég fer til Berlínar, er þar í nokkra mánuði og það var mjög krefjandi.“ View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Liv var þá komin með umboðsskrifstofu í Berlín. Hún flytur út í september 2020 en á þessum tíma er allt lokað sökum Covid. „Vetur í Berlín getur líka verið mjög þungur og þetta var svolítið yfirþyrmandi. Í desember fer ég svo aftur til Íslands. Mig langaði rosalega mikið heim. Ég var eiginlega bara ein allan daginn nema þegar ég fór í tökur sem var ekki á hverjum degi.“ Velgengni beintengd við líkamann Að sama skapi var stöðug og gríðarlega skaðleg pressa um að grennast. „Það var einhvern veginn alltaf, sérstaklega í hátískunni. Maður var að fá spurningar á borð við: Heldurðu að þú getur losnað við einn cm af mjöðmunum fyrir þennan kúnna? Ég er með mjaðmir, ég er þannig bara byggð og þetta tók auðvitað á,“ segir Liv og bætir við að þetta hafi fljótt orðið hættulegt enda átröskun gríðarlega hættulegur sjúkdómur. „Ég var svo ung og þarna var algjörlega búið að beintengja velgengni mína við það að grennast,“ segir Liv og bætir við að í uppeldinu hafi hún fengið alltaf fengið uppbyggilega endurgjöf á borð við að vera dugleg, réttsýn, klár eða annað slíkt. Þarna var hún hins vegar komin í umhverfi þar sem allt gengur út á útlit og þessir persónueiginleikar sem eru henni mikilvægir fara allt í einu að skipta engu máli. „Ég hafði líka ekkert annað að gera þarna úti nema vera í þessum bransa þannig ég fékk bullandi átröskun.“ Áður en hún flutti út til Berlínar segir Liv að það hafi verið lítið átröskunarfræ innra með henni sem hún hafði þó reynt að ýta burt. „En þessar aðstæður ýttu rosalega undir þetta. Ég sé samt ekki eftir því að hafa farið út svona þegar allt kemur til alls. Þetta var lífsreynsla sem ég hef lært gríðarlega mikið af.“ View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) „Spurning um líf og dauða ef hún fer aftur út“ Glamúr hliðar fyrirsætustarfsins eru gjarnan í forgrunni í umfjöllunum og það er margt sem við sjáum ekki. „Það er svo auðvelt að sjá fyrirsætustarfið fyrir sér sem eitthvað draumalíf sem á að vera alveg stórkostlegt. Ég vildi ekki koma hingað og tala um módel lífið og hvað það sé geggjað án þess að tala um þetta, því þetta var óhjákvæmilegur fylgifiskur starfsins hjá mér. Það skiptir máli að geta rætt þetta upphátt.“ Við flutningana til Íslands í desember 2020 fer Liv strax að leita sér aðstoðar við átröskuninni. „Mamma fær bara áfall þegar hún sér mig og hún fer strax að reyna að leita að aðstoð fyrir mig og koma mér að hjá átröskunarteyminu. Hún þurfti að hafa mikið fyrir því að ná sambandi við teymið og þurfti smá að berjast fyrir mér. Ég veit ekki hvað hefði gerst annars,“ segir Liv. Stefnan var alltaf að vera bara heima um jólin og fara aftur út til Berlínar í janúar. „Ég vissi innst inni að ég væri með átröskun en ég hugsaði: „Þegar ég kem heim þá verður það í lagi, þá fer ég úr þessum aðstæðum og þá fer átröskunin.“ Það er svo sannarlega ekki raunin,“ segir Liv en átröskun er marglaga sjúkdómur sem nauðsynlegt er að fá viðeigandi aðstoð við. „Mamma nær loksins sambandi við dásamlega konu sem heyrir í henni eftir mikla fyrirhöfn. Og hún segir henni að það sé upp á líf og dauða ef ég færi aftur út til Berlínar. Hún segir þetta til að fá mig ofan af því að fara og ég hlæ bara. Það sem var líka svo ótrúlega brenglað að þegar ég pæli í því þá líður mér smá eins og því veikari sem ég varð því meira var að gera hjá mér.“ Tók pásu og fór í háskóla til að dreifa huganum Á meðan Liv var á biðlista hjá átröskunarteyminu komst hún að í meðferð hjá sálfræðingi. „Það bjargaði mér. Á þessum tímapunkti ákvað ég líka að skrá mig í háskólann bara því mig vantaði eitthvað að einbeita mér að. Ég var komin með nóg af hinu og mig langaði bara að gera eitthvað nýtt. Ég byrja í viðskiptafræði og ég held að það hafi hjálpað mér að dreifa huganum.“ View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Eftir eina önn í viðskiptafræðinni skiptir Liv yfir í tölvunarfræðina og kemst svo að lokum að hjá átröskunarteyminu. „Þetta var hópmeðferð einu sinni í viku sem mér fannst mjög fínt. Þetta hentaði mér mjög vel og ég var mjög móttækileg fyrir þessu. Ég fann bara að ég vildi gera allt til að ná bata. Svo er ég elst í systkinahópnum mínum, ég á litlar systur og ég vildi vera góð fyrirmynd fyrir þær.“ Í dag á Liv auðvelt með að ræða þetta opinskátt og finnst mikilvægt að geta það. „Ég skammaðist mín mjög mikið fyrst og ég vildi ekki segja neinum. Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti.“ Margt eitrað sagt undir rós Hún segir að þrátt fyrir að ástandið sé betra í dag með tilkomu líkamsvirðingarátaka og annars sé þetta enn í gangi en þó meira falið. „Þetta var auðvitað hræðilegast þarna á níunda og tíunda áratuginum en í dag er þetta meira falið, það er kannski verið að gefa til kynna að það væri gott fyrir þig að léttast og þú ert spurð undir rós. Kannski er sagt: Þetta er stærðin sem þau vilja vinna með. Við erum ekki að biðja um neitt en ef þú vilt vinna með þessu fyrirtæki þarftu að vera svona grönn.“ Liv tók sér góða pásu frá fyrirsætustörfunum og einbeitti sér að því að ná bata. Sömuleiðis var Covid enn í gangi og því lítið um verkefni. „Ég er samt alltaf með skrifstofuna úti og þau eru alltaf að senda mér möguleg verkefni. Ég sendi þeim tölvupóst og lét þau vita af stöðunni hjá mér. Þá sagði ég: „Ég vil bara vinna með kúnnum sem taka mér nákvæmlega eins og ég er“. Þannig fannst mér ég losa aðeins um þessa eitruðu pressu og það var alveg stórt skref. Það tók mig nokkur verkefni til að ná að lokum að detta ekki í sama vanann fyrir tökur.“ Vildi kynnast Berlín upp á nýtt Þegar Liv var farið að líða betur fann hún að Berlín kallaði á hana. „Mig langaði að breyta sambandi mínu við borgina og kynnast henni upp á nýtt. Þarna fór ég líka út um sumar og það er bókstaflega allt annað. Berlín er í raun tvær borgir, ein um sumar og önnur yfir vetur. Ég fór þarna út í nokkrar vikur til að vinna.“ Aðspurð hvernig fjölskyldu hennar hafi litist á það segir Liv: „Þau voru mjög stressuð. Ég held að mamma hafi ekki verið hrifin af þessu en ég fann að ég þurfti að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta. Þrátt fyrir að átröskunin hafi eflaust blundað í mér þá sökk ég ekkert og mér leið eins og ég væri góð. Ég veit samt að átröskunarteymið hefur ekki verið hrifið að því að ég væri að fara aftur í þessar aðstæður en mér fannst þetta eitthvað sem ég þurfti að gera.“ Varð ástfangin Þegar Liv kemur aftur heim kynnist hún fljótlega manninum sínum Hólmberti. „Hann sendi mér skilaboð sem ég hunsaði fyrst því ég var ekki viss um að þetta væri góð hugmynd. Hann er átta árum eldri og fótboltagaur og ég hugsaði fyrst bara nei,“ segir Liv og hlær. „Svo rakst ég á hann fyrir algjöra tilviljun niðri í bæ og við förum að spjalla. Hann náði að heilla mig nóg til þess að við færum á deit og þá var ekki aftur snúið,“ bætir hún við brosandi. View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Þau hafa verið saman í þrjú ár en Liv segir að þau upplifi bæði að þau hafi verið mikið lengur saman. Snemma í sambandinu flutti Liv til Þýskalands með honum þar sem hann var að spila fótbolta. „Ég var auðvitað með umboðsskrifstofuna mína úti þannig ég var að taka verkefni og ég var í fjarnámi í tölvunarfræði. Svo flaug ég heim ef það voru lokapróf eða stærri verkefni. Mér líður mjög vel erlendis og elska hversdagsleikann þar. Að geta labbað allt, farið á matarmarkaði og bændamarkaði og annað huggulegt. Ég hef alltaf fílað að búa erlendis og það er ekki á plani hjá okkur að flytja til Íslands.“ Langaði að verða ung mamma Móðurhlutverkið hafði alltaf kallað á Liv og segist hún að sama skapi alveg hafa séð fyrir sér að verða ung mamma. Þau Hólmbert eiga saman dótturina Heru Hólmbertsdóttur sem verður eins árs núna í júlí. View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) „Þetta var alveg smá sjokk að komast að óléttunni en þetta var samt mjög velkomið og kærkomið. Ég var 22 ára þegar ég varð ólétt og um leið og ég tók óléttuprófið reiknaði ég að ég næði að útskrifast úr tölvunarfræðinni áður en hún kæmi í heiminn,“ segir hin praktíska Liv hlæjandi. Hún segir að í fyrstu hafi hún verið smá feimin við að tilkynna óléttuna. „Mér fannst ég svo ung en ég fann þó algjörlega að ég var tilbúin. Ég var ólétt úti og svo fæði ég hérna heima. Það var algjörlega magnað að eignast hana og ég á mjög jákvæða upplifun af fæðingunni. Mér fannst það bara geggjað. Ég hef alltaf fundið að móðurhlutverkið kalli á mig. Ég held líka að mig hafi alltaf langað að vera ung mamma. Ég elska þetta en á sama tíma er þetta líka auðvitað ótrúlega krefjandi og oft erfitt. En ég finn mig rosalega mikið í þessu hlutverki.“ Glæsilegar mæðgur í risa herferð Liv elskar hversu mikið fyrirsætustarfið hjá henni hefur þróast í rétta og heilbrigða átt. Nýverið sátu mæðgurnar Liv og Hera sátu fyrir saman í risastórri herferð tískurisans Zöru. „Ég fékk skilaboð um þetta á Instagram sem ég sendi á umboðsmennina mína en það koma alls konar tækifæri í gegnum samfélagsmiðlana. Svo allt í einu vorum við Hera bara á leiðinni til London. Þetta var svo gaman og þetta var mjög stórt verkefni, það stærsta sem ég hef gert hingað til. Hera er enn á brjósti þannig ég er ekki búin að vera að taka nein verkefni að mér sjálf en ég get tekið verkefni með henni sem er svo skemmtilegt. Það er ekkert smá verðmætt að gera þetta saman og fá að deila þessu með henni.“ View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Hún segir að allt hafi verið mjög fagmannlegt og þægilegt. „Tökurnar voru algjörlega sniðnar að börnunum, hvenær þau vildu borða og taka lúr og svona. Við tókum líka bara tvö lúkk sem ég hef aldrei lent í áður því vanalega eru þau mjög mörg. Þetta var algjör draumur. Svo viku síðar vorum við mæðgur í aðra auglýsingaherferð sem ég má ekki segja frá akkúrat núna en það er mjög stórt verkefni sem ég hlakka til að segja frá!“ Önnur Liv tekið við Þetta voru því heldur betur ævintýraríkar tvær vikur hjá Liv og Heru þar sem verkefnið var sniðið að fyrirsætunum frekar en öfugt. „Þarna fékk ég að vera algjörlega ég sjálf, ég sem mamma. Seinna verkefnið var í Berlín og þetta var smá svona heill hringur eða full circle lífsreynsla. Eftir verkefnið eyddum við nokkrum dögum saman að snattast um Berlín. Ég fór með hana fyrir utan fyrrum heimilið mitt og við röltum um gömlu götuna og heimsóttum gamla staði. Það var mjög heilandi. Ég var búin að fara í gegnum erfiðustu tilfinningarnar þegar ég fór aftur að vinna um sumarið 2022. Þegar við Hera vorum þarna í Berlín þá fann ég svo sterkt að ég var alveg búin að sleppa tökum á gömlum erfiðleikum. Ég fann bara þessi kafli er bara búinn og önnur Liv hefur tekið við. Það var ótrúlega gott að upplifa þetta.“ Hlutlausara samband við líkamann Í dag finnur Liv að samband hennar við sjálfa sig er mjög gott. „Ég er búin að læra alveg ótrúlega mikið og hef unnið rosalega í sjálfri mér. Ég vildi líka gera það áður en ég eignaðist börn. Mig langaði sérstaklega að ná bata í átröskuninni og það er svo mikilvægt fyrir Heru og mig. View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Ég ber líka meiri virðingu fyrir líkamanum mínum sem líkama, meira hlutlaust mat en ekkert endilega eitthvað úber jákvætt. Þetta er meira svona ég ber virðingu fyrir því sem líkaminn minn gerir, ég þarf að næra hann og passa upp á hann, líkaminn gekk með barn og fæddi barn.“ Forritun og fyrirsætustörf Framtíðin er spennandi og óráðin hjá Liv. „Ég er náttúrulega með tölvunarfræðigráðu og ég hugsa að mig langi í forritun í framtíðinni. Ég er frekar skapandi og ég ætlaði alltaf í eitthvað skapandi nám. Ég veit ekki einu sinni hvernig ég endaði í tölvunarfræðinni en kemur á daginn að hún er mjög skapandi og skemmtileg og kemur sér mjög vel. Ég finn líka mikla gleði í fyrirsætustarfinu og þá sérstaklega skapandi verkefnum þar. Það er ótrúlega gaman að vinna á Íslandi, maður þekkir fólkið í bransanum svo vel og vinnur oft með þeim sömu, þannig myndast svo skemmtileg tenging. Í Berlín kynntist ég mjög fáum því ég vann eiginlega aldrei með sömu manneskju tvisvar. Þá er auðvelt að einangrast og eftir á að hyggja hefði verið gaman að fara meira út og reyna að kynnast fleirum, ég hugsa að það hefði hjálpað mér. Það var samt bara ekki stemningin, það var Covid og ég einangraði sjálfa mig rosalega, líka hér á Íslandi. Mér fannst bara svo næs að vera heima,“ segir Liv kímin. View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Ekki troða þér í box og passa að mennta sig Að lokum segist hún aldrei hafa hlustað jafn vel á innsæið sitt og segir mikilvægt fyrir fólk að fylgja því. „Maður þekkir sig svo vel og það er alltaf best að hlusta á sig. Ég er svo þakklát að ég hafi sett þessa línu að ég vilji vinna með kúnnum sem vilja mig fyrir mig sjálfa. Það er til svo mikið af alls konar fólki, ekki reyna að passa inn í eitthvað box sem getur verið ótrúlega skaðlegt fyrir þig. Fagnaðu því frekar hver þú ert og hvernig þú ert. Svo hvet ég þau sem hafa áhuga á fyrirsætustarfinu og öðru slíku að gera alltaf eitthvað með, passa að mennta sig. Ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Mér fannst sjúklega krefjandi að vera í tölvunarfræðinni í fjarnámi. Ég hef aldrei farið í Vísó eða tekið þátt í neinu félagslífi þarna og kem ekki úr háskóla með stóran vinahóp. Þetta var mjög óhefðbundið og alveg smá erfitt og ég þurfti aðeins að fórna en þetta var vel þess virði,“ segir þessi skapandi fyrirsæta að lokum sem fetar greinilega sína eigin braut, fer í gegnum lífið á sínum eigin takti og ætlar ekki að breyta sér eftir þörfum annarra. Geðheilbrigði Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Þýskaland Ástin og lífið Barnalán Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Liv hefur starfað sem fyrirsæta í níu ár og setið fyrir í risa verkefnum, þar á meðal fyrir alþjóðlega tískuhúsið Zöru og á forsíðu tímaritsins Elle. Hún elskar margar hliðar starfsins en finnst mikilvægt að ræða opinskátt dimmar hliðar bransans. Í dag á hún í fallegu og góðu sambandi við sjálfa sig og setur sér þá reglu að breyta sér ekki fyrir verkefni. Liv Benediktsdóttir hefur farið í gegnum lægðir og miklar hæðir á undanförnum árum og á í dag gríðarlega gott samband við sjálfa sig.Vísir/Lýður Í viðtalinu er fjallað um átröskun. Hér má lesa nánar um átröskun og úrræði sem eru í boði. Hér má kynna sér hagsmunasamtökin SÁTT . Bráðageðdeild er í síma 5431000. Uppgötvuð fimmtán ára Liv er 24 ára gömul og er í sambúð með fótboltamanninum Hólmberti Friðjónssyni en saman eiga þau dótturina Heru sem er eins árs. Þau búa í Þýskalandi um þessar mundir og í fyrra kláraði Liv tölvunarfræðigráðu frá HR. Liv er stórglæsileg, eldklár, jarðbundin, hlý og yfirveguð og það sést langar leiðir að á bak við þessa manneskju liggur mikil sjálfsvinna. „Ég fékk fyrsta módelverkefnið þegar ég var fimmtán ára og ég fann strax að mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Frænka mín var að opna veitingastað og ég var „scoutuð“ þar af tveimur stelpum sem voru búnar að vera rosa lengi að horfa á mig. Ég hélt að ég væri með eitthvað framan í mér,“ segir Liv hlæjandi og bætir við: „En svo komu þær að tala við mig. Þá voru þær frá Ey Agency módelskrifstofunni hér heima og vildu fá mig á skrá.“ Stöðug pressa að grennast Það fór fljótt að ganga vel hjá Liv í fyrirsætubransanum. „Mig langaði að prófa að fara út en ég fór í Verzló og vildi klára menntaskólann fyrst. Það var mjög þægilegt að taka að sér eitt og eitt módelverkefni hér heima með skólanum og þetta var góður auka peningur fyrir menntaskólanema. Ég sá alveg tækifæri í þessu þá og langaði að sjá hvert ég gæti farið með þetta.“ Eftir að Liv útskrifast úr Verslunarskóla Íslands flytur hún til Berlínar, þá nítján ára gömul, til að reyna fyrir sér í fyrirsætubransanum. Það kom þó fljótt í ljós að þarna myndi henni ekki líða vel. „Það var svo mikil pressa að grennast ef mig langaði að vinna úti. Ég ákvað að fara ekki út fyrr en eftir menntaskóla. Þegar ég svo fer ætla ég bara að fara alla leið með þetta. Ég fer til Berlínar, er þar í nokkra mánuði og það var mjög krefjandi.“ View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Liv var þá komin með umboðsskrifstofu í Berlín. Hún flytur út í september 2020 en á þessum tíma er allt lokað sökum Covid. „Vetur í Berlín getur líka verið mjög þungur og þetta var svolítið yfirþyrmandi. Í desember fer ég svo aftur til Íslands. Mig langaði rosalega mikið heim. Ég var eiginlega bara ein allan daginn nema þegar ég fór í tökur sem var ekki á hverjum degi.“ Velgengni beintengd við líkamann Að sama skapi var stöðug og gríðarlega skaðleg pressa um að grennast. „Það var einhvern veginn alltaf, sérstaklega í hátískunni. Maður var að fá spurningar á borð við: Heldurðu að þú getur losnað við einn cm af mjöðmunum fyrir þennan kúnna? Ég er með mjaðmir, ég er þannig bara byggð og þetta tók auðvitað á,“ segir Liv og bætir við að þetta hafi fljótt orðið hættulegt enda átröskun gríðarlega hættulegur sjúkdómur. „Ég var svo ung og þarna var algjörlega búið að beintengja velgengni mína við það að grennast,“ segir Liv og bætir við að í uppeldinu hafi hún fengið alltaf fengið uppbyggilega endurgjöf á borð við að vera dugleg, réttsýn, klár eða annað slíkt. Þarna var hún hins vegar komin í umhverfi þar sem allt gengur út á útlit og þessir persónueiginleikar sem eru henni mikilvægir fara allt í einu að skipta engu máli. „Ég hafði líka ekkert annað að gera þarna úti nema vera í þessum bransa þannig ég fékk bullandi átröskun.“ Áður en hún flutti út til Berlínar segir Liv að það hafi verið lítið átröskunarfræ innra með henni sem hún hafði þó reynt að ýta burt. „En þessar aðstæður ýttu rosalega undir þetta. Ég sé samt ekki eftir því að hafa farið út svona þegar allt kemur til alls. Þetta var lífsreynsla sem ég hef lært gríðarlega mikið af.“ View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) „Spurning um líf og dauða ef hún fer aftur út“ Glamúr hliðar fyrirsætustarfsins eru gjarnan í forgrunni í umfjöllunum og það er margt sem við sjáum ekki. „Það er svo auðvelt að sjá fyrirsætustarfið fyrir sér sem eitthvað draumalíf sem á að vera alveg stórkostlegt. Ég vildi ekki koma hingað og tala um módel lífið og hvað það sé geggjað án þess að tala um þetta, því þetta var óhjákvæmilegur fylgifiskur starfsins hjá mér. Það skiptir máli að geta rætt þetta upphátt.“ Við flutningana til Íslands í desember 2020 fer Liv strax að leita sér aðstoðar við átröskuninni. „Mamma fær bara áfall þegar hún sér mig og hún fer strax að reyna að leita að aðstoð fyrir mig og koma mér að hjá átröskunarteyminu. Hún þurfti að hafa mikið fyrir því að ná sambandi við teymið og þurfti smá að berjast fyrir mér. Ég veit ekki hvað hefði gerst annars,“ segir Liv. Stefnan var alltaf að vera bara heima um jólin og fara aftur út til Berlínar í janúar. „Ég vissi innst inni að ég væri með átröskun en ég hugsaði: „Þegar ég kem heim þá verður það í lagi, þá fer ég úr þessum aðstæðum og þá fer átröskunin.“ Það er svo sannarlega ekki raunin,“ segir Liv en átröskun er marglaga sjúkdómur sem nauðsynlegt er að fá viðeigandi aðstoð við. „Mamma nær loksins sambandi við dásamlega konu sem heyrir í henni eftir mikla fyrirhöfn. Og hún segir henni að það sé upp á líf og dauða ef ég færi aftur út til Berlínar. Hún segir þetta til að fá mig ofan af því að fara og ég hlæ bara. Það sem var líka svo ótrúlega brenglað að þegar ég pæli í því þá líður mér smá eins og því veikari sem ég varð því meira var að gera hjá mér.“ Tók pásu og fór í háskóla til að dreifa huganum Á meðan Liv var á biðlista hjá átröskunarteyminu komst hún að í meðferð hjá sálfræðingi. „Það bjargaði mér. Á þessum tímapunkti ákvað ég líka að skrá mig í háskólann bara því mig vantaði eitthvað að einbeita mér að. Ég var komin með nóg af hinu og mig langaði bara að gera eitthvað nýtt. Ég byrja í viðskiptafræði og ég held að það hafi hjálpað mér að dreifa huganum.“ View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Eftir eina önn í viðskiptafræðinni skiptir Liv yfir í tölvunarfræðina og kemst svo að lokum að hjá átröskunarteyminu. „Þetta var hópmeðferð einu sinni í viku sem mér fannst mjög fínt. Þetta hentaði mér mjög vel og ég var mjög móttækileg fyrir þessu. Ég fann bara að ég vildi gera allt til að ná bata. Svo er ég elst í systkinahópnum mínum, ég á litlar systur og ég vildi vera góð fyrirmynd fyrir þær.“ Í dag á Liv auðvelt með að ræða þetta opinskátt og finnst mikilvægt að geta það. „Ég skammaðist mín mjög mikið fyrst og ég vildi ekki segja neinum. Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti.“ Margt eitrað sagt undir rós Hún segir að þrátt fyrir að ástandið sé betra í dag með tilkomu líkamsvirðingarátaka og annars sé þetta enn í gangi en þó meira falið. „Þetta var auðvitað hræðilegast þarna á níunda og tíunda áratuginum en í dag er þetta meira falið, það er kannski verið að gefa til kynna að það væri gott fyrir þig að léttast og þú ert spurð undir rós. Kannski er sagt: Þetta er stærðin sem þau vilja vinna með. Við erum ekki að biðja um neitt en ef þú vilt vinna með þessu fyrirtæki þarftu að vera svona grönn.“ Liv tók sér góða pásu frá fyrirsætustörfunum og einbeitti sér að því að ná bata. Sömuleiðis var Covid enn í gangi og því lítið um verkefni. „Ég er samt alltaf með skrifstofuna úti og þau eru alltaf að senda mér möguleg verkefni. Ég sendi þeim tölvupóst og lét þau vita af stöðunni hjá mér. Þá sagði ég: „Ég vil bara vinna með kúnnum sem taka mér nákvæmlega eins og ég er“. Þannig fannst mér ég losa aðeins um þessa eitruðu pressu og það var alveg stórt skref. Það tók mig nokkur verkefni til að ná að lokum að detta ekki í sama vanann fyrir tökur.“ Vildi kynnast Berlín upp á nýtt Þegar Liv var farið að líða betur fann hún að Berlín kallaði á hana. „Mig langaði að breyta sambandi mínu við borgina og kynnast henni upp á nýtt. Þarna fór ég líka út um sumar og það er bókstaflega allt annað. Berlín er í raun tvær borgir, ein um sumar og önnur yfir vetur. Ég fór þarna út í nokkrar vikur til að vinna.“ Aðspurð hvernig fjölskyldu hennar hafi litist á það segir Liv: „Þau voru mjög stressuð. Ég held að mamma hafi ekki verið hrifin af þessu en ég fann að ég þurfti að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta. Þrátt fyrir að átröskunin hafi eflaust blundað í mér þá sökk ég ekkert og mér leið eins og ég væri góð. Ég veit samt að átröskunarteymið hefur ekki verið hrifið að því að ég væri að fara aftur í þessar aðstæður en mér fannst þetta eitthvað sem ég þurfti að gera.“ Varð ástfangin Þegar Liv kemur aftur heim kynnist hún fljótlega manninum sínum Hólmberti. „Hann sendi mér skilaboð sem ég hunsaði fyrst því ég var ekki viss um að þetta væri góð hugmynd. Hann er átta árum eldri og fótboltagaur og ég hugsaði fyrst bara nei,“ segir Liv og hlær. „Svo rakst ég á hann fyrir algjöra tilviljun niðri í bæ og við förum að spjalla. Hann náði að heilla mig nóg til þess að við færum á deit og þá var ekki aftur snúið,“ bætir hún við brosandi. View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Þau hafa verið saman í þrjú ár en Liv segir að þau upplifi bæði að þau hafi verið mikið lengur saman. Snemma í sambandinu flutti Liv til Þýskalands með honum þar sem hann var að spila fótbolta. „Ég var auðvitað með umboðsskrifstofuna mína úti þannig ég var að taka verkefni og ég var í fjarnámi í tölvunarfræði. Svo flaug ég heim ef það voru lokapróf eða stærri verkefni. Mér líður mjög vel erlendis og elska hversdagsleikann þar. Að geta labbað allt, farið á matarmarkaði og bændamarkaði og annað huggulegt. Ég hef alltaf fílað að búa erlendis og það er ekki á plani hjá okkur að flytja til Íslands.“ Langaði að verða ung mamma Móðurhlutverkið hafði alltaf kallað á Liv og segist hún að sama skapi alveg hafa séð fyrir sér að verða ung mamma. Þau Hólmbert eiga saman dótturina Heru Hólmbertsdóttur sem verður eins árs núna í júlí. View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) „Þetta var alveg smá sjokk að komast að óléttunni en þetta var samt mjög velkomið og kærkomið. Ég var 22 ára þegar ég varð ólétt og um leið og ég tók óléttuprófið reiknaði ég að ég næði að útskrifast úr tölvunarfræðinni áður en hún kæmi í heiminn,“ segir hin praktíska Liv hlæjandi. Hún segir að í fyrstu hafi hún verið smá feimin við að tilkynna óléttuna. „Mér fannst ég svo ung en ég fann þó algjörlega að ég var tilbúin. Ég var ólétt úti og svo fæði ég hérna heima. Það var algjörlega magnað að eignast hana og ég á mjög jákvæða upplifun af fæðingunni. Mér fannst það bara geggjað. Ég hef alltaf fundið að móðurhlutverkið kalli á mig. Ég held líka að mig hafi alltaf langað að vera ung mamma. Ég elska þetta en á sama tíma er þetta líka auðvitað ótrúlega krefjandi og oft erfitt. En ég finn mig rosalega mikið í þessu hlutverki.“ Glæsilegar mæðgur í risa herferð Liv elskar hversu mikið fyrirsætustarfið hjá henni hefur þróast í rétta og heilbrigða átt. Nýverið sátu mæðgurnar Liv og Hera sátu fyrir saman í risastórri herferð tískurisans Zöru. „Ég fékk skilaboð um þetta á Instagram sem ég sendi á umboðsmennina mína en það koma alls konar tækifæri í gegnum samfélagsmiðlana. Svo allt í einu vorum við Hera bara á leiðinni til London. Þetta var svo gaman og þetta var mjög stórt verkefni, það stærsta sem ég hef gert hingað til. Hera er enn á brjósti þannig ég er ekki búin að vera að taka nein verkefni að mér sjálf en ég get tekið verkefni með henni sem er svo skemmtilegt. Það er ekkert smá verðmætt að gera þetta saman og fá að deila þessu með henni.“ View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Hún segir að allt hafi verið mjög fagmannlegt og þægilegt. „Tökurnar voru algjörlega sniðnar að börnunum, hvenær þau vildu borða og taka lúr og svona. Við tókum líka bara tvö lúkk sem ég hef aldrei lent í áður því vanalega eru þau mjög mörg. Þetta var algjör draumur. Svo viku síðar vorum við mæðgur í aðra auglýsingaherferð sem ég má ekki segja frá akkúrat núna en það er mjög stórt verkefni sem ég hlakka til að segja frá!“ Önnur Liv tekið við Þetta voru því heldur betur ævintýraríkar tvær vikur hjá Liv og Heru þar sem verkefnið var sniðið að fyrirsætunum frekar en öfugt. „Þarna fékk ég að vera algjörlega ég sjálf, ég sem mamma. Seinna verkefnið var í Berlín og þetta var smá svona heill hringur eða full circle lífsreynsla. Eftir verkefnið eyddum við nokkrum dögum saman að snattast um Berlín. Ég fór með hana fyrir utan fyrrum heimilið mitt og við röltum um gömlu götuna og heimsóttum gamla staði. Það var mjög heilandi. Ég var búin að fara í gegnum erfiðustu tilfinningarnar þegar ég fór aftur að vinna um sumarið 2022. Þegar við Hera vorum þarna í Berlín þá fann ég svo sterkt að ég var alveg búin að sleppa tökum á gömlum erfiðleikum. Ég fann bara þessi kafli er bara búinn og önnur Liv hefur tekið við. Það var ótrúlega gott að upplifa þetta.“ Hlutlausara samband við líkamann Í dag finnur Liv að samband hennar við sjálfa sig er mjög gott. „Ég er búin að læra alveg ótrúlega mikið og hef unnið rosalega í sjálfri mér. Ég vildi líka gera það áður en ég eignaðist börn. Mig langaði sérstaklega að ná bata í átröskuninni og það er svo mikilvægt fyrir Heru og mig. View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Ég ber líka meiri virðingu fyrir líkamanum mínum sem líkama, meira hlutlaust mat en ekkert endilega eitthvað úber jákvætt. Þetta er meira svona ég ber virðingu fyrir því sem líkaminn minn gerir, ég þarf að næra hann og passa upp á hann, líkaminn gekk með barn og fæddi barn.“ Forritun og fyrirsætustörf Framtíðin er spennandi og óráðin hjá Liv. „Ég er náttúrulega með tölvunarfræðigráðu og ég hugsa að mig langi í forritun í framtíðinni. Ég er frekar skapandi og ég ætlaði alltaf í eitthvað skapandi nám. Ég veit ekki einu sinni hvernig ég endaði í tölvunarfræðinni en kemur á daginn að hún er mjög skapandi og skemmtileg og kemur sér mjög vel. Ég finn líka mikla gleði í fyrirsætustarfinu og þá sérstaklega skapandi verkefnum þar. Það er ótrúlega gaman að vinna á Íslandi, maður þekkir fólkið í bransanum svo vel og vinnur oft með þeim sömu, þannig myndast svo skemmtileg tenging. Í Berlín kynntist ég mjög fáum því ég vann eiginlega aldrei með sömu manneskju tvisvar. Þá er auðvelt að einangrast og eftir á að hyggja hefði verið gaman að fara meira út og reyna að kynnast fleirum, ég hugsa að það hefði hjálpað mér. Það var samt bara ekki stemningin, það var Covid og ég einangraði sjálfa mig rosalega, líka hér á Íslandi. Mér fannst bara svo næs að vera heima,“ segir Liv kímin. View this post on Instagram A post shared by Liv Benediktsdóttir (@livbenedikts) Ekki troða þér í box og passa að mennta sig Að lokum segist hún aldrei hafa hlustað jafn vel á innsæið sitt og segir mikilvægt fyrir fólk að fylgja því. „Maður þekkir sig svo vel og það er alltaf best að hlusta á sig. Ég er svo þakklát að ég hafi sett þessa línu að ég vilji vinna með kúnnum sem vilja mig fyrir mig sjálfa. Það er til svo mikið af alls konar fólki, ekki reyna að passa inn í eitthvað box sem getur verið ótrúlega skaðlegt fyrir þig. Fagnaðu því frekar hver þú ert og hvernig þú ert. Svo hvet ég þau sem hafa áhuga á fyrirsætustarfinu og öðru slíku að gera alltaf eitthvað með, passa að mennta sig. Ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Mér fannst sjúklega krefjandi að vera í tölvunarfræðinni í fjarnámi. Ég hef aldrei farið í Vísó eða tekið þátt í neinu félagslífi þarna og kem ekki úr háskóla með stóran vinahóp. Þetta var mjög óhefðbundið og alveg smá erfitt og ég þurfti aðeins að fórna en þetta var vel þess virði,“ segir þessi skapandi fyrirsæta að lokum sem fetar greinilega sína eigin braut, fer í gegnum lífið á sínum eigin takti og ætlar ekki að breyta sér eftir þörfum annarra.
Geðheilbrigði Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Þýskaland Ástin og lífið Barnalán Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira