Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2025 13:15 Slagorð Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, er að gera „Bandaríkin heilbrigði aftur“. Fyrir honum þýðir það meðal annars að gera börn aftur berskjölduð fyrir ýmsum hættulegum smitsjúkdómum eins og mislingum sem hafði verið útrýmt með bólusetningum. AP/Morry Gash Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. Gavi er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila sem hefur greitt fyrir bólusetningarherferðir fyrir börn um allan heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Gates-sjóðurinn eru á meðal þeirra sem taka þátt í því. Bandaríkjastjórn hefur lagt milljarða dollara til samstarfsins á undanförnum árum en það er talið hafa bjargað um átján milljónum mannslífa. Fyrri ríkisstjórn Joes Biden hét Gavi milljarði dollara fram til ársins 2030. Þegar Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði fund Gavi í Brussel í myndskilaboðum á miðvikudag jós hann úr skálum reiði sinnar og sakaði samtökin um að hafa „hunsað vísindi“ og glatað trausti almennings. Bandaríkin ætluðu ekki að styrkja samtökin frekar. Sakaði hann Gavi ennfremur um að hafa þaggað niður í gagnrýnisröddum um bóluefni gegn Covid-19 á samfélagsmiðlum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Kennedy er ein helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefnin sem voru þróuð í heimsfaraldrinum. Bretar gefa milljarða Gavi brást við yfirlýsingum Kennedy með tilkynningu þar sem samtökin sögðu að það byggði ákvarðanir um hvaða bóluefni þau keyptu á ráðleggingum sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í bólusetningum. „Þetta tryggir að fjárfestingar Gavi byggist á bestu vísindum sem liggja fyrir og með lýðheilsu í öndvegi,“ sagði í tilkynningunni. Bresk stjórnvöld tilkynntu sama dag og Kennedy las yfir fundargestum Gavi að þau ætluðu að leggja 1,7 milljarða dollara til samstarfsins á milli 2026 og 2030. Það fé hjálpaði til við að verja um hálfan milljarð barna í sumum snauðustu ríkjum heims fyrir sjúkdómum eins og heilahimnubólgu, kóleru og mislingum. Byggir á löngu hröktum ósannindum um bóluefni Kennedy hefur helgað sig baráttu gegn bóluefnum en andstöðuna gegn þeim byggir hann á samsæriskenningum og löngu hröktum fullyrðingum um meinta skaðsemi þeirra. Þrátt fyrir það var hann skipaður heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum. Hann rak nýlega ráðgjafaráð Bandaríkjastjórnar um bólusetningar á einu bretti. Ráðið fundar í dag þrátt fyrir að aðeins hluti þess hafi verið skipaður síðan. Læknar og heilbrigðisvísindamenn hafa varað við því að fulltrúar sem Kennedy hefur skipað séu ekki sérfræðingar og hafi fordóma um bóluefni sem þeir eiga að ráðleggja stjórnvöldum um. Ráðgjafanefndin segist ætla að endurskoða bólusetningaáætlun bandarískra barna og bóluefni sem hafa þegar fengið opinbert samþykki. Bandaríkin Bólusetningar Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Gavi er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila sem hefur greitt fyrir bólusetningarherferðir fyrir börn um allan heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Gates-sjóðurinn eru á meðal þeirra sem taka þátt í því. Bandaríkjastjórn hefur lagt milljarða dollara til samstarfsins á undanförnum árum en það er talið hafa bjargað um átján milljónum mannslífa. Fyrri ríkisstjórn Joes Biden hét Gavi milljarði dollara fram til ársins 2030. Þegar Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði fund Gavi í Brussel í myndskilaboðum á miðvikudag jós hann úr skálum reiði sinnar og sakaði samtökin um að hafa „hunsað vísindi“ og glatað trausti almennings. Bandaríkin ætluðu ekki að styrkja samtökin frekar. Sakaði hann Gavi ennfremur um að hafa þaggað niður í gagnrýnisröddum um bóluefni gegn Covid-19 á samfélagsmiðlum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Kennedy er ein helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefnin sem voru þróuð í heimsfaraldrinum. Bretar gefa milljarða Gavi brást við yfirlýsingum Kennedy með tilkynningu þar sem samtökin sögðu að það byggði ákvarðanir um hvaða bóluefni þau keyptu á ráðleggingum sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í bólusetningum. „Þetta tryggir að fjárfestingar Gavi byggist á bestu vísindum sem liggja fyrir og með lýðheilsu í öndvegi,“ sagði í tilkynningunni. Bresk stjórnvöld tilkynntu sama dag og Kennedy las yfir fundargestum Gavi að þau ætluðu að leggja 1,7 milljarða dollara til samstarfsins á milli 2026 og 2030. Það fé hjálpaði til við að verja um hálfan milljarð barna í sumum snauðustu ríkjum heims fyrir sjúkdómum eins og heilahimnubólgu, kóleru og mislingum. Byggir á löngu hröktum ósannindum um bóluefni Kennedy hefur helgað sig baráttu gegn bóluefnum en andstöðuna gegn þeim byggir hann á samsæriskenningum og löngu hröktum fullyrðingum um meinta skaðsemi þeirra. Þrátt fyrir það var hann skipaður heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum. Hann rak nýlega ráðgjafaráð Bandaríkjastjórnar um bólusetningar á einu bretti. Ráðið fundar í dag þrátt fyrir að aðeins hluti þess hafi verið skipaður síðan. Læknar og heilbrigðisvísindamenn hafa varað við því að fulltrúar sem Kennedy hefur skipað séu ekki sérfræðingar og hafi fordóma um bóluefni sem þeir eiga að ráðleggja stjórnvöldum um. Ráðgjafanefndin segist ætla að endurskoða bólusetningaáætlun bandarískra barna og bóluefni sem hafa þegar fengið opinbert samþykki.
Bandaríkin Bólusetningar Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira