Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2025 13:15 Slagorð Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, er að gera „Bandaríkin heilbrigði aftur“. Fyrir honum þýðir það meðal annars að gera börn aftur berskjölduð fyrir ýmsum hættulegum smitsjúkdómum eins og mislingum sem hafði verið útrýmt með bólusetningum. AP/Morry Gash Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. Gavi er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila sem hefur greitt fyrir bólusetningarherferðir fyrir börn um allan heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Gates-sjóðurinn eru á meðal þeirra sem taka þátt í því. Bandaríkjastjórn hefur lagt milljarða dollara til samstarfsins á undanförnum árum en það er talið hafa bjargað um átján milljónum mannslífa. Fyrri ríkisstjórn Joes Biden hét Gavi milljarði dollara fram til ársins 2030. Þegar Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði fund Gavi í Brussel í myndskilaboðum á miðvikudag jós hann úr skálum reiði sinnar og sakaði samtökin um að hafa „hunsað vísindi“ og glatað trausti almennings. Bandaríkin ætluðu ekki að styrkja samtökin frekar. Sakaði hann Gavi ennfremur um að hafa þaggað niður í gagnrýnisröddum um bóluefni gegn Covid-19 á samfélagsmiðlum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Kennedy er ein helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefnin sem voru þróuð í heimsfaraldrinum. Bretar gefa milljarða Gavi brást við yfirlýsingum Kennedy með tilkynningu þar sem samtökin sögðu að það byggði ákvarðanir um hvaða bóluefni þau keyptu á ráðleggingum sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í bólusetningum. „Þetta tryggir að fjárfestingar Gavi byggist á bestu vísindum sem liggja fyrir og með lýðheilsu í öndvegi,“ sagði í tilkynningunni. Bresk stjórnvöld tilkynntu sama dag og Kennedy las yfir fundargestum Gavi að þau ætluðu að leggja 1,7 milljarða dollara til samstarfsins á milli 2026 og 2030. Það fé hjálpaði til við að verja um hálfan milljarð barna í sumum snauðustu ríkjum heims fyrir sjúkdómum eins og heilahimnubólgu, kóleru og mislingum. Byggir á löngu hröktum ósannindum um bóluefni Kennedy hefur helgað sig baráttu gegn bóluefnum en andstöðuna gegn þeim byggir hann á samsæriskenningum og löngu hröktum fullyrðingum um meinta skaðsemi þeirra. Þrátt fyrir það var hann skipaður heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum. Hann rak nýlega ráðgjafaráð Bandaríkjastjórnar um bólusetningar á einu bretti. Ráðið fundar í dag þrátt fyrir að aðeins hluti þess hafi verið skipaður síðan. Læknar og heilbrigðisvísindamenn hafa varað við því að fulltrúar sem Kennedy hefur skipað séu ekki sérfræðingar og hafi fordóma um bóluefni sem þeir eiga að ráðleggja stjórnvöldum um. Ráðgjafanefndin segist ætla að endurskoða bólusetningaáætlun bandarískra barna og bóluefni sem hafa þegar fengið opinbert samþykki. Bandaríkin Bólusetningar Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Sjá meira
Gavi er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila sem hefur greitt fyrir bólusetningarherferðir fyrir börn um allan heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Gates-sjóðurinn eru á meðal þeirra sem taka þátt í því. Bandaríkjastjórn hefur lagt milljarða dollara til samstarfsins á undanförnum árum en það er talið hafa bjargað um átján milljónum mannslífa. Fyrri ríkisstjórn Joes Biden hét Gavi milljarði dollara fram til ársins 2030. Þegar Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði fund Gavi í Brussel í myndskilaboðum á miðvikudag jós hann úr skálum reiði sinnar og sakaði samtökin um að hafa „hunsað vísindi“ og glatað trausti almennings. Bandaríkin ætluðu ekki að styrkja samtökin frekar. Sakaði hann Gavi ennfremur um að hafa þaggað niður í gagnrýnisröddum um bóluefni gegn Covid-19 á samfélagsmiðlum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Kennedy er ein helsti boðberi samsæriskenninga um bóluefnin sem voru þróuð í heimsfaraldrinum. Bretar gefa milljarða Gavi brást við yfirlýsingum Kennedy með tilkynningu þar sem samtökin sögðu að það byggði ákvarðanir um hvaða bóluefni þau keyptu á ráðleggingum sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í bólusetningum. „Þetta tryggir að fjárfestingar Gavi byggist á bestu vísindum sem liggja fyrir og með lýðheilsu í öndvegi,“ sagði í tilkynningunni. Bresk stjórnvöld tilkynntu sama dag og Kennedy las yfir fundargestum Gavi að þau ætluðu að leggja 1,7 milljarða dollara til samstarfsins á milli 2026 og 2030. Það fé hjálpaði til við að verja um hálfan milljarð barna í sumum snauðustu ríkjum heims fyrir sjúkdómum eins og heilahimnubólgu, kóleru og mislingum. Byggir á löngu hröktum ósannindum um bóluefni Kennedy hefur helgað sig baráttu gegn bóluefnum en andstöðuna gegn þeim byggir hann á samsæriskenningum og löngu hröktum fullyrðingum um meinta skaðsemi þeirra. Þrátt fyrir það var hann skipaður heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum. Hann rak nýlega ráðgjafaráð Bandaríkjastjórnar um bólusetningar á einu bretti. Ráðið fundar í dag þrátt fyrir að aðeins hluti þess hafi verið skipaður síðan. Læknar og heilbrigðisvísindamenn hafa varað við því að fulltrúar sem Kennedy hefur skipað séu ekki sérfræðingar og hafi fordóma um bóluefni sem þeir eiga að ráðleggja stjórnvöldum um. Ráðgjafanefndin segist ætla að endurskoða bólusetningaáætlun bandarískra barna og bóluefni sem hafa þegar fengið opinbert samþykki.
Bandaríkin Bólusetningar Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Sjá meira