„Erum sjálfum okkur verstir“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 14. júní 2025 22:01 Túfa í kvöld. Vísir/Diego „Fyrstu viðbrögð án þess að hafa séð leikinn aftur eru að við erum sjálfum okkur verstir,“ sagði Túfa - Srdjan Tufegdzic – þjálfari Vals eftir 3-2 tap liðsins gegn Stjörnunni í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. „Þeir skora mark eftir að við missum boltann á okkar vallarhelming á hættulegum stöðum þó við séum með vald á boltanum og ekki það mikil pressa. Það er svona mest svekkjandi. Fyrsta korterið var klárlega þeirra, góð byrjun hjá Stjörnunni. Við vorum í miklu basli en eftir það komum við inn í þetta og tökum yfir leikinn í lok fyrri hálfleiks.“ „Í seinni hálfleik var þetta aftur þeirra leikur. Áður en annað markið þeirra kemur fáum við dauðafæri til að komast yfir en eins og við þekkjum þá breyta mörk leikjum. Svekkjandi því við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Túfa að leik loknum. Um rauða spjaldið „Mjög (pirrandi). Verð að sjá atvikið aftur. Okkur á bekknum fannst eins og Örvar Eggertsson hefði sparkað í Bjarna (Mark Antonsson sem fékk rautt spjald) og dottið niður. Aftur á móti, manni færri hættum við ekki. Mikill karakter í liðinu. Fáum klárlega dauðafæri í blálokin til að jafna leikinn því menn gáfu allt í þetta.“ Rautt á loft.Vísir/Diego Um slaka byrjun í kvöld „Við ræddum í vikunni að Stjarnan væri eitt besta liðið í deildinni í byrjun leikja. Fyrsta korterið eru engin lið betri, sérstaklega á þeirra heimavelli. Þeir fengu skot og allt það en yfirleitt kom það eftir mistök í okkar varnarleik en ekki spilinu þeirra. Heilt yfir verðum við að bíta í það súra epli í dag. Gáfum hins vegar allt í þetta og verðum að halda áfram.“ Bæði Guðmundur Baldvin Nökkvason og Jökull Elísabetarson nefndu markspyrnur Vals og pressa Stjörnunnar í þeim hefði verið lykillinn að góðri byrjun. „Við erum búnir að spila út frá marki allt tímabilið svo það er ekkert nýtt fyrir okkur. Krafan á okkur er nú sú að gera betur í þessum atvikum þar sem við gerum mistök. Fótbolti er leikur mistaka og það þarf að læra af mistökum sem við ætlum að gera klárlega.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Þeir skora mark eftir að við missum boltann á okkar vallarhelming á hættulegum stöðum þó við séum með vald á boltanum og ekki það mikil pressa. Það er svona mest svekkjandi. Fyrsta korterið var klárlega þeirra, góð byrjun hjá Stjörnunni. Við vorum í miklu basli en eftir það komum við inn í þetta og tökum yfir leikinn í lok fyrri hálfleiks.“ „Í seinni hálfleik var þetta aftur þeirra leikur. Áður en annað markið þeirra kemur fáum við dauðafæri til að komast yfir en eins og við þekkjum þá breyta mörk leikjum. Svekkjandi því við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Túfa að leik loknum. Um rauða spjaldið „Mjög (pirrandi). Verð að sjá atvikið aftur. Okkur á bekknum fannst eins og Örvar Eggertsson hefði sparkað í Bjarna (Mark Antonsson sem fékk rautt spjald) og dottið niður. Aftur á móti, manni færri hættum við ekki. Mikill karakter í liðinu. Fáum klárlega dauðafæri í blálokin til að jafna leikinn því menn gáfu allt í þetta.“ Rautt á loft.Vísir/Diego Um slaka byrjun í kvöld „Við ræddum í vikunni að Stjarnan væri eitt besta liðið í deildinni í byrjun leikja. Fyrsta korterið eru engin lið betri, sérstaklega á þeirra heimavelli. Þeir fengu skot og allt það en yfirleitt kom það eftir mistök í okkar varnarleik en ekki spilinu þeirra. Heilt yfir verðum við að bíta í það súra epli í dag. Gáfum hins vegar allt í þetta og verðum að halda áfram.“ Bæði Guðmundur Baldvin Nökkvason og Jökull Elísabetarson nefndu markspyrnur Vals og pressa Stjörnunnar í þeim hefði verið lykillinn að góðri byrjun. „Við erum búnir að spila út frá marki allt tímabilið svo það er ekkert nýtt fyrir okkur. Krafan á okkur er nú sú að gera betur í þessum atvikum þar sem við gerum mistök. Fótbolti er leikur mistaka og það þarf að læra af mistökum sem við ætlum að gera klárlega.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira