Loftslagsváin bíður ekki Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 12. júní 2025 10:02 Umræða um loftslags- og umhverfismál hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin ár. Sú umræða var ekki aðeins leidd áfram af stjórnvöldum eða fræðasamfélagi heldur einnig almenningi. Orð eins og kolefnisspor, náttúruvernd, hringrásarhagkerfi og orkuskipti voru á allra vörum – sem betur fer enda hefur hættan sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar aldrei verið meiri. En eitthvað hefur breyst. Segja má að skrúfað hafi verið niður í hitanum á loftslagsumræðunni undanfarin misseri. Á meðan heldur jörðin áfram að hlýna. Í fyrra fór hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir 1,5 gráðu frá iðnbyltingu og sérfræðingar Alþjóða veðurstofunnar vara nú við því að hlýnunin gæti farið yfir 2 gráður á næstu árum – mun fyrr en áður var talið mögulegt. Í dag virðast heimsmálin öll snúast um annað: stríð, efnahagslega óvissu og tollamúra. Það er eins og athygli mannkyns ráði aðeins við einn vanda í einu – líkt og í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekkert annað komst að. Það er þó hættuleg þröngsýni, því loftslagsváin bíður ekki meðan athygli okkar beinist annað um stund. Þessu til viðbótar hefur gervigreindin numið land með gríðarlegum hraða. Hún leikur stórt hlutverk í almennri umræðu og á sama tíma hafa loftslags- og umhverfismál fengið sæti á varamannabekknum. Heildstæðar lausnir Þetta er ekki val um að gera eitt en ekki annað. Við þurfum ekki að velja á milli þess að leysa úr átökum stríðandi fylkinga og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki heldur á milli þess að nýta okkur gervigreind og að vernda náttúru. Vandamálin eru mörg og margslungin – og þau krefjast heildstæðra lausna. Þess vegna þurfa loftslags- og umhverfismálin að vera sýnileg áfram og í forgangi. Um þessar mundir eru teknar stórar ákvarðanir – fjárfestingar í orku, innviðum, nýrri tækni og öryggismálum. Ef við tökum þær ekki með sjálfbærni að leiðarljósi, þá er hætta á að við byggjum framtíð sem heldur áfram að ganga á auðlindir jarðar og stuðla að hnignun náttúru, jafnvel hraðar en áður. Loftslagsváin er ekki aukaatriði Loftslagsváin er ekkert aukaatriði – hún er undirliggjandi þáttur í efnahagslegu, félagslegu og jafnvel hernaðarlegu öryggi ríkja. Vatnsskortur, matvælaskortur, eyðimerkurmyndun og náttúruhamfarir – allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga sem reka fleira fólk á flótta, ýta undir fátækt og aukinn óstöðugleika. Umhverfismálin mega ekki víkja fyrir öðrum málum. Við verðum að samþætta þau í alla stefnumótun, fjárfestingar í innviðum, öryggismál og mótun tækniumhverfis framtíðarinnar. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Umræða um loftslags- og umhverfismál hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin ár. Sú umræða var ekki aðeins leidd áfram af stjórnvöldum eða fræðasamfélagi heldur einnig almenningi. Orð eins og kolefnisspor, náttúruvernd, hringrásarhagkerfi og orkuskipti voru á allra vörum – sem betur fer enda hefur hættan sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar aldrei verið meiri. En eitthvað hefur breyst. Segja má að skrúfað hafi verið niður í hitanum á loftslagsumræðunni undanfarin misseri. Á meðan heldur jörðin áfram að hlýna. Í fyrra fór hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir 1,5 gráðu frá iðnbyltingu og sérfræðingar Alþjóða veðurstofunnar vara nú við því að hlýnunin gæti farið yfir 2 gráður á næstu árum – mun fyrr en áður var talið mögulegt. Í dag virðast heimsmálin öll snúast um annað: stríð, efnahagslega óvissu og tollamúra. Það er eins og athygli mannkyns ráði aðeins við einn vanda í einu – líkt og í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekkert annað komst að. Það er þó hættuleg þröngsýni, því loftslagsváin bíður ekki meðan athygli okkar beinist annað um stund. Þessu til viðbótar hefur gervigreindin numið land með gríðarlegum hraða. Hún leikur stórt hlutverk í almennri umræðu og á sama tíma hafa loftslags- og umhverfismál fengið sæti á varamannabekknum. Heildstæðar lausnir Þetta er ekki val um að gera eitt en ekki annað. Við þurfum ekki að velja á milli þess að leysa úr átökum stríðandi fylkinga og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki heldur á milli þess að nýta okkur gervigreind og að vernda náttúru. Vandamálin eru mörg og margslungin – og þau krefjast heildstæðra lausna. Þess vegna þurfa loftslags- og umhverfismálin að vera sýnileg áfram og í forgangi. Um þessar mundir eru teknar stórar ákvarðanir – fjárfestingar í orku, innviðum, nýrri tækni og öryggismálum. Ef við tökum þær ekki með sjálfbærni að leiðarljósi, þá er hætta á að við byggjum framtíð sem heldur áfram að ganga á auðlindir jarðar og stuðla að hnignun náttúru, jafnvel hraðar en áður. Loftslagsváin er ekki aukaatriði Loftslagsváin er ekkert aukaatriði – hún er undirliggjandi þáttur í efnahagslegu, félagslegu og jafnvel hernaðarlegu öryggi ríkja. Vatnsskortur, matvælaskortur, eyðimerkurmyndun og náttúruhamfarir – allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga sem reka fleira fólk á flótta, ýta undir fátækt og aukinn óstöðugleika. Umhverfismálin mega ekki víkja fyrir öðrum málum. Við verðum að samþætta þau í alla stefnumótun, fjárfestingar í innviðum, öryggismál og mótun tækniumhverfis framtíðarinnar. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun