Kveða orðróminn í kútinn: „Það eru engar deilur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 21:29 Rick og Chelsea eru meðal ríkisbubbanna sem fara í frí til Taílands í þriðju seríunni um Hvíta lótusinn. Aimee Lou Wood og Walton Goggins, sem léku hjónin Chelsea og Rick í þriðju seríunni um Hvíta lótusinn, neita því bæði að kastast hafi í kekki milli þeirra eftir að tökum lauk. Orðrómur þess efnis fór af stað eftir að Goggins hætti að fylgja Wood á samfélagsmiðlum. Wood og Goggins kváðu sögusagnirnar í kútinn í sameiginlegu viðtali þeirra tveggja í Variety í dag þar sem ræddu um þættina, hvernig samband þeirra þróaðist gegnum tökurnar og mikilvæga kynlífssenu sem var klippt út úr lokagerð þáttanna. „Það eru engar deilur,“ sagði Goggins í viðtalinu. „Ég elska þessa konu brjálæðislega mikið og hún er mér svo mikilvæg,“ sagði hann jafnframt og fékk grátstaf í kverkarnar. Leikarinn líkti Wood síðan við Hollywood-stjörnurnar Goldie Hawn og Meg Ryan og sagði að henni væru allir vegir færir. Ítrekaði hann svo að það væru engar deilur þeirra á milli og sagði að þeim þætti báðum mjög vænt hvort um annað. Drullusama um Instagram Wood kom einnig inn á þá staðreynd að þau skyldu ekki fylgja hvoru öðru á Instagram. Taldi hún þráhyggju fólks fyrir Instagram vera til marks um menningarlegt ástand nútímans. „Þetta kemur málinu ekkert við. Okkur er drullusama um Instagram,“ sagði Wood í viðtalinu. Aimee Lou Wood og Walton Goggins á frumsýningu þriðju seríu Hvíta lótussins en þau leika hjónin Chelsea og Rick í þáttunum.Getty Goggins útskýrði sömuleiðis að hann hefði hætt að fylgja Wood á Insagram til þess að kveðja karakterana tvo, Rick og Chelsea. Tengsl hans við tökustaðinn hafi líka spilað inn í hvernig hann brást við tökulokunum en Goggins ferðaðist til Tælands árið 2004 eftir að eiginkona hans tók eigið líf. „Ég vissi hvað við höfðum gengið í gegnum og ég viss hversu náin við vorum orðin. Ég þurfti að byrja að melta það að kveðja Rick og Chelsea,“ sagði Goggins í viðtalinu og klökknaði. „Og ég vissi að það myndi taka smá tíma fyrir mig svo ég lét hana vita: ,Þetta er það sem ég þarf að gera' Hún var ótrúlega stuðningsrík með það.“ Wood hafi skilið af hverju Goggins hætti að fylgja henni en viljað bregðast við orðróminum um deilurnar. Á endanum hafi hún sleppt því af ótta við að orð hennar yrðu rangtúlkuð eða tekin úr samhengi. Samfélagsmiðlar hafi þá fengið frjálsar hendur til að gera úlfalda úr mýflugu. „Af hverju ekki að tala frekar um söguna og Rick og Chelsea og njóta þess?“ spurði Wood þá. Að loknu viðtalinu í Variety föðmuðust þau Goggins og Wood og hún hughreysti hann enn frekar með því að segjast skilja hann fullkomlega. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Wood og Goggins kváðu sögusagnirnar í kútinn í sameiginlegu viðtali þeirra tveggja í Variety í dag þar sem ræddu um þættina, hvernig samband þeirra þróaðist gegnum tökurnar og mikilvæga kynlífssenu sem var klippt út úr lokagerð þáttanna. „Það eru engar deilur,“ sagði Goggins í viðtalinu. „Ég elska þessa konu brjálæðislega mikið og hún er mér svo mikilvæg,“ sagði hann jafnframt og fékk grátstaf í kverkarnar. Leikarinn líkti Wood síðan við Hollywood-stjörnurnar Goldie Hawn og Meg Ryan og sagði að henni væru allir vegir færir. Ítrekaði hann svo að það væru engar deilur þeirra á milli og sagði að þeim þætti báðum mjög vænt hvort um annað. Drullusama um Instagram Wood kom einnig inn á þá staðreynd að þau skyldu ekki fylgja hvoru öðru á Instagram. Taldi hún þráhyggju fólks fyrir Instagram vera til marks um menningarlegt ástand nútímans. „Þetta kemur málinu ekkert við. Okkur er drullusama um Instagram,“ sagði Wood í viðtalinu. Aimee Lou Wood og Walton Goggins á frumsýningu þriðju seríu Hvíta lótussins en þau leika hjónin Chelsea og Rick í þáttunum.Getty Goggins útskýrði sömuleiðis að hann hefði hætt að fylgja Wood á Insagram til þess að kveðja karakterana tvo, Rick og Chelsea. Tengsl hans við tökustaðinn hafi líka spilað inn í hvernig hann brást við tökulokunum en Goggins ferðaðist til Tælands árið 2004 eftir að eiginkona hans tók eigið líf. „Ég vissi hvað við höfðum gengið í gegnum og ég viss hversu náin við vorum orðin. Ég þurfti að byrja að melta það að kveðja Rick og Chelsea,“ sagði Goggins í viðtalinu og klökknaði. „Og ég vissi að það myndi taka smá tíma fyrir mig svo ég lét hana vita: ,Þetta er það sem ég þarf að gera' Hún var ótrúlega stuðningsrík með það.“ Wood hafi skilið af hverju Goggins hætti að fylgja henni en viljað bregðast við orðróminum um deilurnar. Á endanum hafi hún sleppt því af ótta við að orð hennar yrðu rangtúlkuð eða tekin úr samhengi. Samfélagsmiðlar hafi þá fengið frjálsar hendur til að gera úlfalda úr mýflugu. „Af hverju ekki að tala frekar um söguna og Rick og Chelsea og njóta þess?“ spurði Wood þá. Að loknu viðtalinu í Variety föðmuðust þau Goggins og Wood og hún hughreysti hann enn frekar með því að segjast skilja hann fullkomlega.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira