Lestur lykillinn að endurhæfingu? Hvað ef lestur væri lykillinn út? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 3. júní 2025 07:32 Á bak við múra fangelsanna felst ekki eingöngu refsing heldur einnig tækifæri. Tækifæri til að vaxa, læra og breyta um stefnu í lífinu. Í íslenskum fangelsum er oftar en ekki lítið um raunveruleg úrræði sem styðja við slíka vegferð, en á sama tíma má sjá nýleg dæmi frá öðrum löndum um nýstárlegar og mannúðlegar leiðir til að styrkja fanga og auka möguleikaá betra lífi eftir afplánun, til dæmis með því að umbuna fyrir nám og lestrarhæfni. Þar er um að ræða endurhæfingu sem virkar. 1. Brasilía – Lestur sem styttir dóma Í Brasilíu geta fangar tekið þátt í verkefni sem kallast Refsilækkun fyrir lestur (sp. Remissão pela Leitura). Með því að lesa allt að tólf bækur á ári og skila rituðum samantektum sem standast mat fá þeir 4 daga styttingu af dómi fyrir hverja bók, samtals allt að 48 daga á ári. Markmiðið er að efla læsi og gagnrýna hugsun og stuðla að menntun í fangelsum. 2. Noregur – Menntun og sjálfsábyrgð Í Noregi er áhersla lögð á menntun og eðlilegt líf innan fangelsa. Fangar hafa aðgang að almennu menntakerfi og námsárangur hefur áhrif á mat á reynslulausn. Í fangelsum eins og Bastøy er félagsleg endurhæfing í fyrirrúmi og endurkomutíðni fanga þar er aðeins um 16% – með því lægsta sem þekkist. 3. Bandaríkin – Inneign fyrir menntunÍ Kaliforníu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna er til kerfi þar sem föngum er umbunað með inneign (e. Merit Credits) fyrir þátttöku í námskeiðum, meðferðum, vinnu eða formlegu námi. Þetta getur dregið úr afplánunartíma þeirra um tugi daga á ári. 4. Svíþjóð – Náms- og starfsendurhæfing Svíþjóð hefur lagt áherslu á að fangar hafi tækifæri til að bæta menntun sína og vinna meðan á refsivist stendur. Námsþátttaka eykur líkur á reynslulausn og dregur úr endurkomu í fangelsi samkvæmt rannsóknum frá sænsku fangelsisyfirvöldunum. 5. Holland – Samfélagsverkefni og ábyrgðÍ Hollandi hafa fangar tækifæri til að vinna, læra og taka þátt í samfélagsverkefnum á meðan þeir afplána. Slíkt mat hefur áhrif á hvort og hvenær þeir fá reynslulausn og stuðlar að samfélagslegri ábyrgð. 6. Suður-Afríka – Bækur á bak við rimla Verkefnið Bækur á bak við rimla (e. Books Behind Bars) hvetur fanga til að lesa og taka þátt í umræðum um bókmenntir innan fangelsa. Þó að þátttakan leiði ekki beint til refsistyttingar er hún metin í matsferli um reynslulausn og getur haft djúp áhrif á sjálfsmynd og framtíðarvonir fanga. 7. Danmörk – Menntun sem hluti af daglegri afplánun Í Danmörku er menntun fanga lögbundin og skipulögð af fangelsismálayfirvöldum. Fangar hafa rétt og skyldu til að taka þátt í 37 klukkustunda vinnuviku sem getur samanstaðið af vinnu, meðferð eða menntun. Þetta er hluti af stefnu sem miðar að því að undirbúa fanga fyrir lífið eftir lausn og draga úr endurkomu í fangelsi. Menntun í dönskum fangelsum nær yfir fjölbreytt námskeið, þar á meðal: Grunnmenntun í dönsku, stærðfræði og upplýsingatækni. Sérkennsla fyrir fanga með lestrar- og skriftarörðugleika. Starfsmenntun í iðngreinum eins og trésmíði, málun, grafískri hönnun, matreiðslu og annarri iðnaðarvinnu. Framhaldsskólanám sem sjálfsnám, með stuðningi frá sjálfboðaliðum. Í sumum fangelsum er boðið upp á sérsniðin námskeið sem taka mið af þörfum og getu hvers fanga.Menntun og önnur afrek leiða til þess að fangar fái að fara fyrr í opnari úrræði og frekari leyfisúrræði.Þetta danska fyrirkomulag sýnir að menntun er öflugt tæki til endurhæfingar. Íslendingar geta tekið þetta sem hvatningu til að þróa sambærileg úrræði hér á landi þar sem menntun og verknám eru í fyrirrúmi í fangelsiskerfinu. Hvers vegna skiptir þetta máli? Við í Afstöðu, félagi um bætt fangelsismál, höfum ítrekað bent á að fangelsi verði að þjóna tilgangi endurhæfingar, ekki aðeins einangrunar. Þekking, læsi og tækifæri til vaxtar eru meðal öflugustu tækjanna til að draga úr endurteknum brotum. Ef fangi lærir að tjá sig, lesa betur og skrifa, opnast nýjar dyr. Dyr sem leiða til atvinnu, menntunar, sjálfsvirðingar og betri aðlögunar að samfélaginu eftir að í frelsið er komið. Að innleiða sambærileg úrræði á Íslandi gæti skilað auknum lífsgæðum fyrir fanga og samfélagið í heild. Þar að auki væru það skilaboð um að við trúum á annað tækifæri raunverulega en ekki bara refsingu.Því miður höfum við ekki verið heppin með menntamálaráðherra í gegnum tíðina. Undafarin ár hafa menntamálaráðherrar algjörlega brugðist í menntamálum fanga og þeir haft að engu lögbundna skyldu sína í menntamálum fanga. Nú er ný ríkisstjórn og bindum við miklar vonir við að hún lagi að einhverju leyti fangelsismálin og þar vegur mest að mínu mati að nýr menntamálaráðherra taki stór skref því menntun er vissulega máttur og fækkar glæpum. Hvað ef Ísland væri næst? Við erum að fara að byggja nýtt fangelsi fyrir um 30 milljarða og sitt sýnist hverjum með tilganginn og nauðsyn þess. Við ættum fyrst af öllu að hugsa um hvernig við byggjum upp einstaklinga innan fangelsanna. Við gætum sett á fót lítið tilraunaverkefni þar sem föngum stendur til boða að taka þátt í bókaverkefni eða fjarnámi með raunverulegum umbunum – þar sem góð frammistaða gæti stytt afplánun í skrefum. Er það ekki þess virði að prófa? Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Á bak við múra fangelsanna felst ekki eingöngu refsing heldur einnig tækifæri. Tækifæri til að vaxa, læra og breyta um stefnu í lífinu. Í íslenskum fangelsum er oftar en ekki lítið um raunveruleg úrræði sem styðja við slíka vegferð, en á sama tíma má sjá nýleg dæmi frá öðrum löndum um nýstárlegar og mannúðlegar leiðir til að styrkja fanga og auka möguleikaá betra lífi eftir afplánun, til dæmis með því að umbuna fyrir nám og lestrarhæfni. Þar er um að ræða endurhæfingu sem virkar. 1. Brasilía – Lestur sem styttir dóma Í Brasilíu geta fangar tekið þátt í verkefni sem kallast Refsilækkun fyrir lestur (sp. Remissão pela Leitura). Með því að lesa allt að tólf bækur á ári og skila rituðum samantektum sem standast mat fá þeir 4 daga styttingu af dómi fyrir hverja bók, samtals allt að 48 daga á ári. Markmiðið er að efla læsi og gagnrýna hugsun og stuðla að menntun í fangelsum. 2. Noregur – Menntun og sjálfsábyrgð Í Noregi er áhersla lögð á menntun og eðlilegt líf innan fangelsa. Fangar hafa aðgang að almennu menntakerfi og námsárangur hefur áhrif á mat á reynslulausn. Í fangelsum eins og Bastøy er félagsleg endurhæfing í fyrirrúmi og endurkomutíðni fanga þar er aðeins um 16% – með því lægsta sem þekkist. 3. Bandaríkin – Inneign fyrir menntunÍ Kaliforníu og fleiri ríkjum Bandaríkjanna er til kerfi þar sem föngum er umbunað með inneign (e. Merit Credits) fyrir þátttöku í námskeiðum, meðferðum, vinnu eða formlegu námi. Þetta getur dregið úr afplánunartíma þeirra um tugi daga á ári. 4. Svíþjóð – Náms- og starfsendurhæfing Svíþjóð hefur lagt áherslu á að fangar hafi tækifæri til að bæta menntun sína og vinna meðan á refsivist stendur. Námsþátttaka eykur líkur á reynslulausn og dregur úr endurkomu í fangelsi samkvæmt rannsóknum frá sænsku fangelsisyfirvöldunum. 5. Holland – Samfélagsverkefni og ábyrgðÍ Hollandi hafa fangar tækifæri til að vinna, læra og taka þátt í samfélagsverkefnum á meðan þeir afplána. Slíkt mat hefur áhrif á hvort og hvenær þeir fá reynslulausn og stuðlar að samfélagslegri ábyrgð. 6. Suður-Afríka – Bækur á bak við rimla Verkefnið Bækur á bak við rimla (e. Books Behind Bars) hvetur fanga til að lesa og taka þátt í umræðum um bókmenntir innan fangelsa. Þó að þátttakan leiði ekki beint til refsistyttingar er hún metin í matsferli um reynslulausn og getur haft djúp áhrif á sjálfsmynd og framtíðarvonir fanga. 7. Danmörk – Menntun sem hluti af daglegri afplánun Í Danmörku er menntun fanga lögbundin og skipulögð af fangelsismálayfirvöldum. Fangar hafa rétt og skyldu til að taka þátt í 37 klukkustunda vinnuviku sem getur samanstaðið af vinnu, meðferð eða menntun. Þetta er hluti af stefnu sem miðar að því að undirbúa fanga fyrir lífið eftir lausn og draga úr endurkomu í fangelsi. Menntun í dönskum fangelsum nær yfir fjölbreytt námskeið, þar á meðal: Grunnmenntun í dönsku, stærðfræði og upplýsingatækni. Sérkennsla fyrir fanga með lestrar- og skriftarörðugleika. Starfsmenntun í iðngreinum eins og trésmíði, málun, grafískri hönnun, matreiðslu og annarri iðnaðarvinnu. Framhaldsskólanám sem sjálfsnám, með stuðningi frá sjálfboðaliðum. Í sumum fangelsum er boðið upp á sérsniðin námskeið sem taka mið af þörfum og getu hvers fanga.Menntun og önnur afrek leiða til þess að fangar fái að fara fyrr í opnari úrræði og frekari leyfisúrræði.Þetta danska fyrirkomulag sýnir að menntun er öflugt tæki til endurhæfingar. Íslendingar geta tekið þetta sem hvatningu til að þróa sambærileg úrræði hér á landi þar sem menntun og verknám eru í fyrirrúmi í fangelsiskerfinu. Hvers vegna skiptir þetta máli? Við í Afstöðu, félagi um bætt fangelsismál, höfum ítrekað bent á að fangelsi verði að þjóna tilgangi endurhæfingar, ekki aðeins einangrunar. Þekking, læsi og tækifæri til vaxtar eru meðal öflugustu tækjanna til að draga úr endurteknum brotum. Ef fangi lærir að tjá sig, lesa betur og skrifa, opnast nýjar dyr. Dyr sem leiða til atvinnu, menntunar, sjálfsvirðingar og betri aðlögunar að samfélaginu eftir að í frelsið er komið. Að innleiða sambærileg úrræði á Íslandi gæti skilað auknum lífsgæðum fyrir fanga og samfélagið í heild. Þar að auki væru það skilaboð um að við trúum á annað tækifæri raunverulega en ekki bara refsingu.Því miður höfum við ekki verið heppin með menntamálaráðherra í gegnum tíðina. Undafarin ár hafa menntamálaráðherrar algjörlega brugðist í menntamálum fanga og þeir haft að engu lögbundna skyldu sína í menntamálum fanga. Nú er ný ríkisstjórn og bindum við miklar vonir við að hún lagi að einhverju leyti fangelsismálin og þar vegur mest að mínu mati að nýr menntamálaráðherra taki stór skref því menntun er vissulega máttur og fækkar glæpum. Hvað ef Ísland væri næst? Við erum að fara að byggja nýtt fangelsi fyrir um 30 milljarða og sitt sýnist hverjum með tilganginn og nauðsyn þess. Við ættum fyrst af öllu að hugsa um hvernig við byggjum upp einstaklinga innan fangelsanna. Við gætum sett á fót lítið tilraunaverkefni þar sem föngum stendur til boða að taka þátt í bókaverkefni eða fjarnámi með raunverulegum umbunum – þar sem góð frammistaða gæti stytt afplánun í skrefum. Er það ekki þess virði að prófa? Höfundur er formaður Afstöðu.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun