„Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. maí 2025 17:01 Kylie Jenner dáist hér að sínum manni, Timothee Chalamet, sem fylgist spenntur með gangi mála í MSG-höllinni. Getty Athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothee Chalamet eru eitt heitasta par Hollywood í dag. Jenner gaf í vikunni óvænta og spaugilega innsýn inn í kynlífið með Chalamet sem er dyggur stuðningsmaður New York Knicks. Chalamet og Jenner, sem á tvö börn með rapparanum Travis Scott, byrjuðu að slá sér upp 2023 og hefur Jenner lagt mikið upp úr því að þau fái ró og næði frá fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hafa þau þó æ aftur sést saman á opinberum viðburðum þar sem þau sýna hvort öðru mikla nánd og hlýju. Chalamet heldur með körfuboltaliðinu New York Knicks sem er komið alla leið í undanúrslit NBA-úrslitakeppninnar. Þar keppir liðið við Indiana Pacers um að mæta Oklahoma City Thunder í úrslitum. Chalamet hefur verið duglegur að sækja leiki Knicks-liðsins, situr ávallt á fremsta bekk og síðustu leiki hefur Jenner komið með honum á leikina. Á fimmtudaginn hjúfruðu þau sig hvort upp að öðru á fremsta bekk í Madison Square Garden þegar Knicks unnu Pacers í fimmta leik rimmunnar. Eftir leik endurbirti Jenner svo TikTok-klippu úr sjónvarpsþáttunum Sex and the City og taldi fólk næsta víst að þar væri Jenner að afhjúpa sjálfa sig. @streamonmax Let’s get a win for Samantha, @New York Knicks. #SATC #SexandtheCity #SamanthaJones #CarrieBradshaw #KimCattrall #SarahJessicaParker #Knicks #NBAPlayoffs #HBO ♬ original sound - Max Í klippunni má sjá Carrie Bradshaw (leikna af Söruh Jessicu Parker) spyrja vinkonu sína Samönthu Jones (sem er leikin af Kim Cattrall) af hverju þær séu að horfa á körfuboltaleik í sjónvarpinu. Samantha útskýrir þá að núverandi kærasti hennar sé með íþróttina á heilanum. „Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni,“ bætir Samantha svo við. Knicks þurfa að vinna tvo leiki í viðbót til að sigra Pacers í rimmunni og komast í úrslit. Jenner og Chalamet vona auðvitað að svo verði. Hollywood Bandaríkin NBA Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sjá meira
Chalamet og Jenner, sem á tvö börn með rapparanum Travis Scott, byrjuðu að slá sér upp 2023 og hefur Jenner lagt mikið upp úr því að þau fái ró og næði frá fjölmiðlum. Undanfarna mánuði hafa þau þó æ aftur sést saman á opinberum viðburðum þar sem þau sýna hvort öðru mikla nánd og hlýju. Chalamet heldur með körfuboltaliðinu New York Knicks sem er komið alla leið í undanúrslit NBA-úrslitakeppninnar. Þar keppir liðið við Indiana Pacers um að mæta Oklahoma City Thunder í úrslitum. Chalamet hefur verið duglegur að sækja leiki Knicks-liðsins, situr ávallt á fremsta bekk og síðustu leiki hefur Jenner komið með honum á leikina. Á fimmtudaginn hjúfruðu þau sig hvort upp að öðru á fremsta bekk í Madison Square Garden þegar Knicks unnu Pacers í fimmta leik rimmunnar. Eftir leik endurbirti Jenner svo TikTok-klippu úr sjónvarpsþáttunum Sex and the City og taldi fólk næsta víst að þar væri Jenner að afhjúpa sjálfa sig. @streamonmax Let’s get a win for Samantha, @New York Knicks. #SATC #SexandtheCity #SamanthaJones #CarrieBradshaw #KimCattrall #SarahJessicaParker #Knicks #NBAPlayoffs #HBO ♬ original sound - Max Í klippunni má sjá Carrie Bradshaw (leikna af Söruh Jessicu Parker) spyrja vinkonu sína Samönthu Jones (sem er leikin af Kim Cattrall) af hverju þær séu að horfa á körfuboltaleik í sjónvarpinu. Samantha útskýrir þá að núverandi kærasti hennar sé með íþróttina á heilanum. „Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni,“ bætir Samantha svo við. Knicks þurfa að vinna tvo leiki í viðbót til að sigra Pacers í rimmunni og komast í úrslit. Jenner og Chalamet vona auðvitað að svo verði.
Hollywood Bandaríkin NBA Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög