Sumarið verður nýtt vel til uppbyggingar snjóflóðavarna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 30. maí 2025 08:01 Hraðari uppbygging ofanflóðavarna á hættusvæðum er eitt af áherslumálum nýrrar ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að lagt sé kapp á útgjaldaaðhald og hagræðingu í fjármálaáætlun okkar, þá höfum við ákveðið að setja aukna fjármuni í ofanflóðavarnir í þeim tilgangi að hraða brýnustu verkefnum. Um leið aukum við fjárframlög til Veðurstofunnar og eflum getu hennar til þess að greina og leggja mat á áhættu, vera einu skrefi á undan náttúruöflunum. Framkvæmdir víða um land Sumarið verður nýtt vel til uppbyggingar varnarmannvirkja. Á Bíldudal buðum við nýlega út lokaáfangann í uppbyggingu varna fyrir byggðina og á Patreksfirði er nú unnið að endanlegum frágangi bráðavarna í Stekkagili og varnargarða ofan hafnar. Unnið er að endurbótum á varnarmannvirkjum á Flateyri. Stefnt er að því að vinna lagfæringar á krapaflóðafarvegi í Ólafsvík á Snæfellsnesi í sumar. Á Seyðisfirði er framkvæmdir undir Bjólfi á lokastigi og við gerum ráð fyrir að verkframkvæmdum ljúki þar á næsta ári. Í Neskaupsstað er unnið að byggingu garða undir Nes- og Bakkagiljum auk þess sem endurbætur eru að hefjast á stoðvirkjum í upptakasvæði Drangagils. Allt eru þetta mikilvægar framkvæmdir. Snjóflóðavarnargarðar hafa ítrekað sannað gildi sitt og þess vegna leggur ný ríkisstjórn áherslu á að hraða brýnustu verkefnunum. Næsta haust mun ég svo mæla fyrir frumvarpi á Alþingi sem er ætlað að styrkja umgjörð ofanflóðavarna og sporna gegn dvöl fólks utan leyfilegs nýtingartíma í húseignum á hættusvæðum. Það er óþolandi og óboðlegt að fólk setji sjálft sig og viðbragðsaðila í hættu með slíkri hegðun, og við þessu þarf að bregðast. Fjárfesting í öryggi Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum ollu straumhvörfum í viðhorfum Íslendinga til snjóflóðahættu. Í dag eru framkvæmdir við ofanflóðavarnir langt komnar. Lokið hefur verið við að reisa um 70% þeirra varna sem nauðsynlegar eru til að verja íbúðarhús á fimmtán þéttbýlisstöðum víðs vegar um landið. 58 snjóflóð hafa fallið á snjóflóðavarnargarðana frá því að þeir voru reistir og mörg þeirra hefðu, ef ekki væri fyrir varnirnar, náð niður að byggð og valdið skaða. Við byggjum á góðum grunni en uppbygging varna gegn ofanflóðum er sífelluverkefni. Það kallar á stöðugt viðhald og endurbætur og að skapað sé rými, bæði fjárhagslega og skipulagslega, fyrir endurskoðun og uppfærslu varna með nýrri þekkingi, þróaðri reiknilíkönum og aukinni gagnasöfnun. Fjárfesting í öryggi skilar sér margfalt til baka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfismál Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Hraðari uppbygging ofanflóðavarna á hættusvæðum er eitt af áherslumálum nýrrar ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að lagt sé kapp á útgjaldaaðhald og hagræðingu í fjármálaáætlun okkar, þá höfum við ákveðið að setja aukna fjármuni í ofanflóðavarnir í þeim tilgangi að hraða brýnustu verkefnum. Um leið aukum við fjárframlög til Veðurstofunnar og eflum getu hennar til þess að greina og leggja mat á áhættu, vera einu skrefi á undan náttúruöflunum. Framkvæmdir víða um land Sumarið verður nýtt vel til uppbyggingar varnarmannvirkja. Á Bíldudal buðum við nýlega út lokaáfangann í uppbyggingu varna fyrir byggðina og á Patreksfirði er nú unnið að endanlegum frágangi bráðavarna í Stekkagili og varnargarða ofan hafnar. Unnið er að endurbótum á varnarmannvirkjum á Flateyri. Stefnt er að því að vinna lagfæringar á krapaflóðafarvegi í Ólafsvík á Snæfellsnesi í sumar. Á Seyðisfirði er framkvæmdir undir Bjólfi á lokastigi og við gerum ráð fyrir að verkframkvæmdum ljúki þar á næsta ári. Í Neskaupsstað er unnið að byggingu garða undir Nes- og Bakkagiljum auk þess sem endurbætur eru að hefjast á stoðvirkjum í upptakasvæði Drangagils. Allt eru þetta mikilvægar framkvæmdir. Snjóflóðavarnargarðar hafa ítrekað sannað gildi sitt og þess vegna leggur ný ríkisstjórn áherslu á að hraða brýnustu verkefnunum. Næsta haust mun ég svo mæla fyrir frumvarpi á Alþingi sem er ætlað að styrkja umgjörð ofanflóðavarna og sporna gegn dvöl fólks utan leyfilegs nýtingartíma í húseignum á hættusvæðum. Það er óþolandi og óboðlegt að fólk setji sjálft sig og viðbragðsaðila í hættu með slíkri hegðun, og við þessu þarf að bregðast. Fjárfesting í öryggi Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum ollu straumhvörfum í viðhorfum Íslendinga til snjóflóðahættu. Í dag eru framkvæmdir við ofanflóðavarnir langt komnar. Lokið hefur verið við að reisa um 70% þeirra varna sem nauðsynlegar eru til að verja íbúðarhús á fimmtán þéttbýlisstöðum víðs vegar um landið. 58 snjóflóð hafa fallið á snjóflóðavarnargarðana frá því að þeir voru reistir og mörg þeirra hefðu, ef ekki væri fyrir varnirnar, náð niður að byggð og valdið skaða. Við byggjum á góðum grunni en uppbygging varna gegn ofanflóðum er sífelluverkefni. Það kallar á stöðugt viðhald og endurbætur og að skapað sé rými, bæði fjárhagslega og skipulagslega, fyrir endurskoðun og uppfærslu varna með nýrri þekkingi, þróaðri reiknilíkönum og aukinni gagnasöfnun. Fjárfesting í öryggi skilar sér margfalt til baka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun