Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar 29. maí 2025 17:33 Ég hef fylgst með íslenskri dýravernd í nokkuð langan tíma og núgildandi lög um þá vernd liggur nokkuð vel fyrir mér. Ég hef hins vegar að mestu hætt afskiptum af henni miðað við það sem áður var, en þau afskipti voru ansi þróttmikil og vel rökstudd þó ég segi sjálfur frá. T.a.m. var ég mjög tíður gestur í fjölmiðlum og ýmislegt af því sem ég vakti fyrstur manna athygli á leiddi að lokum til gríðarlegs árangurs. Minnistæðast er mér brúneggjamálið, lokun umdeildrar hundaræktar, hreindýr í vanda eystra o.m.fl. Einhver mestu mistök sem ég þó gerði var samstarf við útlensk dýraverndunarsamtök hvers hugarfóstur er blóðmeramálið. Dýraverndarforysta frjálsra félagasamtaka, frá því að dr. Ólafur Dýrmundsson fyrrv. formaður Dýraverndarsambands Íslands hætti þar, hefur verið lítil sem engin á Íslandi, hún er sundurlaus, óöguð og afleitlega skipulögð með litla þekkingu innanborðs. Þess vegna líki ég henni við frumbyggjahætti. Nýjustu tvö dæmin eru árás fyrrverandi formanns Dýravendarsambands Íslands á dýravernd blóðmera í skoðun á visir.is og hringlandaháttur forystu Dýraverndarsambands Íslands í nánast flestu sem sú forysta tekur sér fyrir hendur, nú síðast að kæra blóðmerahald til lögreglu. Um fyrra dæmið ætla ég ekki að hafa nein orð, greinin er að mínu mati handvömm og ógn við dýravernd. Undarlegt háttalag fyrrverandi formanns Dýraverndarsambands Íslands. Um hið síðara vil ég segja þetta. Það eru undarleg vinnubrögð sambands með tvo fyrrverandi alþingismenn innanborðs sem eiga að vita að þetta er ekki mögulegt í lagalegum skilningi sbr. síðar. Heilan og langan pistil mætti reyndar rita um þess tvo herra og aðkomu þeirra að störfum í dýravernd innan Dýraverndarsambands Íslands, sem eru gagnrýni verð. Tökum dæmi. Nýlega eða í byrjun mars fékk ég tölvupóst frá Andrési Inga Magnússyni, titlaður framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og er þar í 100% starfi, sem er vel ef bakgrunnur hans í dýravernd væri í samræmi við það! Andrés ritar í fjöldatölvupósti: ,,Okkur langar til að bjóða þér að ganga til liðs við okkur í þrjá mánuði til að sigla þessu máli (blóðmeramálið) í höfn og styðja við baráttuna með mánaðarlegu framlagi í þennan afmarkaða tíma.“ Ég svara: Hvernig ætlið þið að tryggja að þessu máli verði ,,siglt í höfn" með þriggja mánaða mánaðarlegu mögulegu framlagi mínu? Ég hef ekki ennþá fengið svar og nú eru þessir þrír mánuðir að líða. Andrés er framkvæmdastjóri sambandsins og vinnur eflaust náið með kollega sínum Ágústi Ólafi, sem því miður var hrakinn af þingi. Ágúst er lögfræðingur, hefur áhuga á dýravernd sem, því miður, varla nokkur annar maður lætur sig varða. Sem lögfræðingur ætti hann að vera öllum hnútum kunnugur um lögskýringar á lögum um velferð dýra. - Eins og ég. Nýjasta uppátæki þeirra ,,bræðra" í stjórn Dýraverndarsambandsins er að kæra blóðmeramálið beint til lögreglu. Reglur um þetta eru skýrar í þeim lögum Í 6. mgr. 45. laga um velferð dýra er ófrávíkjanlegt ákvæði Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Lögreglan á reyndar skv. 2. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála að: hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Það er ekki í vísan að róa í síðara ákvæðinu skv. þeim gæðastimpli sem fyrrverandi lögreglustjórinn á suðurnesjum hefur gefið lögreglunni. Það er þó nokkuð alvarlegur hlutur ef stjórn Dýraverndarsambandsins skilur ekki lög um velferð dýra! Þessum bræðrum væri nær að tengja sig við fyrrverandi kollega sinn á þingi, Ingu Sæland. Hún var virkur talsmaður dýraverndar í stjórnarandstöðu en kemur, af óskiljanlegum ástæðum, ekkert við sögu lengur. Inga gæti beitt sér fyrir því, eins og ég hefi gert, að umrætt tjáningarfrelsisskerðingarákvæði, yrði numið úr lögum um velferð dýra. Þá væri róðurinn, máske, léttari fyrir Ágúst og Andrés. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Blóðmerahald Dýr Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst með íslenskri dýravernd í nokkuð langan tíma og núgildandi lög um þá vernd liggur nokkuð vel fyrir mér. Ég hef hins vegar að mestu hætt afskiptum af henni miðað við það sem áður var, en þau afskipti voru ansi þróttmikil og vel rökstudd þó ég segi sjálfur frá. T.a.m. var ég mjög tíður gestur í fjölmiðlum og ýmislegt af því sem ég vakti fyrstur manna athygli á leiddi að lokum til gríðarlegs árangurs. Minnistæðast er mér brúneggjamálið, lokun umdeildrar hundaræktar, hreindýr í vanda eystra o.m.fl. Einhver mestu mistök sem ég þó gerði var samstarf við útlensk dýraverndunarsamtök hvers hugarfóstur er blóðmeramálið. Dýraverndarforysta frjálsra félagasamtaka, frá því að dr. Ólafur Dýrmundsson fyrrv. formaður Dýraverndarsambands Íslands hætti þar, hefur verið lítil sem engin á Íslandi, hún er sundurlaus, óöguð og afleitlega skipulögð með litla þekkingu innanborðs. Þess vegna líki ég henni við frumbyggjahætti. Nýjustu tvö dæmin eru árás fyrrverandi formanns Dýravendarsambands Íslands á dýravernd blóðmera í skoðun á visir.is og hringlandaháttur forystu Dýraverndarsambands Íslands í nánast flestu sem sú forysta tekur sér fyrir hendur, nú síðast að kæra blóðmerahald til lögreglu. Um fyrra dæmið ætla ég ekki að hafa nein orð, greinin er að mínu mati handvömm og ógn við dýravernd. Undarlegt háttalag fyrrverandi formanns Dýraverndarsambands Íslands. Um hið síðara vil ég segja þetta. Það eru undarleg vinnubrögð sambands með tvo fyrrverandi alþingismenn innanborðs sem eiga að vita að þetta er ekki mögulegt í lagalegum skilningi sbr. síðar. Heilan og langan pistil mætti reyndar rita um þess tvo herra og aðkomu þeirra að störfum í dýravernd innan Dýraverndarsambands Íslands, sem eru gagnrýni verð. Tökum dæmi. Nýlega eða í byrjun mars fékk ég tölvupóst frá Andrési Inga Magnússyni, titlaður framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og er þar í 100% starfi, sem er vel ef bakgrunnur hans í dýravernd væri í samræmi við það! Andrés ritar í fjöldatölvupósti: ,,Okkur langar til að bjóða þér að ganga til liðs við okkur í þrjá mánuði til að sigla þessu máli (blóðmeramálið) í höfn og styðja við baráttuna með mánaðarlegu framlagi í þennan afmarkaða tíma.“ Ég svara: Hvernig ætlið þið að tryggja að þessu máli verði ,,siglt í höfn" með þriggja mánaða mánaðarlegu mögulegu framlagi mínu? Ég hef ekki ennþá fengið svar og nú eru þessir þrír mánuðir að líða. Andrés er framkvæmdastjóri sambandsins og vinnur eflaust náið með kollega sínum Ágústi Ólafi, sem því miður var hrakinn af þingi. Ágúst er lögfræðingur, hefur áhuga á dýravernd sem, því miður, varla nokkur annar maður lætur sig varða. Sem lögfræðingur ætti hann að vera öllum hnútum kunnugur um lögskýringar á lögum um velferð dýra. - Eins og ég. Nýjasta uppátæki þeirra ,,bræðra" í stjórn Dýraverndarsambandsins er að kæra blóðmeramálið beint til lögreglu. Reglur um þetta eru skýrar í þeim lögum Í 6. mgr. 45. laga um velferð dýra er ófrávíkjanlegt ákvæði Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Lögreglan á reyndar skv. 2. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála að: hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Það er ekki í vísan að róa í síðara ákvæðinu skv. þeim gæðastimpli sem fyrrverandi lögreglustjórinn á suðurnesjum hefur gefið lögreglunni. Það er þó nokkuð alvarlegur hlutur ef stjórn Dýraverndarsambandsins skilur ekki lög um velferð dýra! Þessum bræðrum væri nær að tengja sig við fyrrverandi kollega sinn á þingi, Ingu Sæland. Hún var virkur talsmaður dýraverndar í stjórnarandstöðu en kemur, af óskiljanlegum ástæðum, ekkert við sögu lengur. Inga gæti beitt sér fyrir því, eins og ég hefi gert, að umrætt tjáningarfrelsisskerðingarákvæði, yrði numið úr lögum um velferð dýra. Þá væri róðurinn, máske, léttari fyrir Ágúst og Andrés. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun