Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 10:03 Katy Perry og Orlando Bloom á MTV-hátíðinni í fyrra. Þau virðast ekki hafa borið saman brækur sínar fyrir hátíðina. Getty Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. „Katy og Orlando eru hætt saman en eru enn vinir,“ segir heimildarmaður US Weekly sem er sagður náinn parinu um stöðu mála. Hin 40 ára Perry og hinn 48 ára Bloom eiga saman dótturina Daisy og hafa verið saman með hléum frá 2016. „Katy er auðvitað í uppnámi en er fegin að þurfa ekki að fara í gegnum annan skilnað, því það var versta tímabilið í lífi hennar,“ sagði sami heimildarmaður en Perry skildi við leikarann Russell Brand árið 2012 eftir tveggja ára hjónaband. Skilnaðurinn er sagður hafa verið lengi á leiðinni og sambandið verið á hálum ís undanfarna mánuði. Parið hefur verið lítið saman frá því Perry fór í Lifetimes-tónleikaferðalag sitt fyrr á árinu. Annar heimildarmaður US Weekly segir það hafa verið altalað meðal fólks í kringum parið að sambandið væri að líða undir lok. Í síðustu viku var greint frá því að parið hefði rifist mikið yfir þátttöku Perry í geimskoti Blue Origin í apríl. Bloom hafi fundist geimferðalagið stutta vera „vandræðalegt“ og „aulahrollsvaldandi“. Perry var aftur á móti sár yfir því að unnustinn skyldi ekki styðja sig betur. Perry og Bloom voru fyrst orðuð hvort við annað í janúar 2016 þegar sást til þeirra saman í eftirpartýum eftir Golden Globes-hátíðina það árið. Parið hætti stuttlega saman í mars 2017 og byrjuðu svo aftur saman 2018. Þau trúlofuðust síðan á Valentínusardag 2019 og ári síðar tilkynnti Perry að hún ætti von á barni. Dóttirin Daisy Dove fæddist í ágúst 2020 en Bloom á fyrir fjórtán ára soninn Flynn. Þrátt fyrir að hafa verið trúlofuð í sex ár segir heimildarmaður að parið hafi aldrei skipulagt brúðkaup eða valið sér dagsetningu. Kannski það hafi verið fyrir bestu. Ástin og lífið Tímamót Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Katy Perry opinberar óléttu í nýju tónlistarmyndbandi Tónlistarkonan Katy Perry tilkynnti í morgun að hún ætti von á barni með leikaranum Orlando Bloom, unnusta hennar. 5. mars 2020 07:25 Titraði af hamingju þegar Orlando Bloom bað hennar Leikarinn Orlando Bloom bað söngkonunnar Katy Perry á Valentínusardaginn. 16. febrúar 2019 15:45 Katy Perry raðaði bestu elskhugunum upp eftir styrkleika Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð. 12. júní 2017 14:30 Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
„Katy og Orlando eru hætt saman en eru enn vinir,“ segir heimildarmaður US Weekly sem er sagður náinn parinu um stöðu mála. Hin 40 ára Perry og hinn 48 ára Bloom eiga saman dótturina Daisy og hafa verið saman með hléum frá 2016. „Katy er auðvitað í uppnámi en er fegin að þurfa ekki að fara í gegnum annan skilnað, því það var versta tímabilið í lífi hennar,“ sagði sami heimildarmaður en Perry skildi við leikarann Russell Brand árið 2012 eftir tveggja ára hjónaband. Skilnaðurinn er sagður hafa verið lengi á leiðinni og sambandið verið á hálum ís undanfarna mánuði. Parið hefur verið lítið saman frá því Perry fór í Lifetimes-tónleikaferðalag sitt fyrr á árinu. Annar heimildarmaður US Weekly segir það hafa verið altalað meðal fólks í kringum parið að sambandið væri að líða undir lok. Í síðustu viku var greint frá því að parið hefði rifist mikið yfir þátttöku Perry í geimskoti Blue Origin í apríl. Bloom hafi fundist geimferðalagið stutta vera „vandræðalegt“ og „aulahrollsvaldandi“. Perry var aftur á móti sár yfir því að unnustinn skyldi ekki styðja sig betur. Perry og Bloom voru fyrst orðuð hvort við annað í janúar 2016 þegar sást til þeirra saman í eftirpartýum eftir Golden Globes-hátíðina það árið. Parið hætti stuttlega saman í mars 2017 og byrjuðu svo aftur saman 2018. Þau trúlofuðust síðan á Valentínusardag 2019 og ári síðar tilkynnti Perry að hún ætti von á barni. Dóttirin Daisy Dove fæddist í ágúst 2020 en Bloom á fyrir fjórtán ára soninn Flynn. Þrátt fyrir að hafa verið trúlofuð í sex ár segir heimildarmaður að parið hafi aldrei skipulagt brúðkaup eða valið sér dagsetningu. Kannski það hafi verið fyrir bestu.
Ástin og lífið Tímamót Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Katy Perry opinberar óléttu í nýju tónlistarmyndbandi Tónlistarkonan Katy Perry tilkynnti í morgun að hún ætti von á barni með leikaranum Orlando Bloom, unnusta hennar. 5. mars 2020 07:25 Titraði af hamingju þegar Orlando Bloom bað hennar Leikarinn Orlando Bloom bað söngkonunnar Katy Perry á Valentínusardaginn. 16. febrúar 2019 15:45 Katy Perry raðaði bestu elskhugunum upp eftir styrkleika Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð. 12. júní 2017 14:30 Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
Katy Perry opinberar óléttu í nýju tónlistarmyndbandi Tónlistarkonan Katy Perry tilkynnti í morgun að hún ætti von á barni með leikaranum Orlando Bloom, unnusta hennar. 5. mars 2020 07:25
Titraði af hamingju þegar Orlando Bloom bað hennar Leikarinn Orlando Bloom bað söngkonunnar Katy Perry á Valentínusardaginn. 16. febrúar 2019 15:45
Katy Perry raðaði bestu elskhugunum upp eftir styrkleika Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð. 12. júní 2017 14:30
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning