Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 10:03 Katy Perry og Orlando Bloom á MTV-hátíðinni í fyrra. Þau virðast ekki hafa borið saman brækur sínar fyrir hátíðina. Getty Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. „Katy og Orlando eru hætt saman en eru enn vinir,“ segir heimildarmaður US Weekly sem er sagður náinn parinu um stöðu mála. Hin 40 ára Perry og hinn 48 ára Bloom eiga saman dótturina Daisy og hafa verið saman með hléum frá 2016. „Katy er auðvitað í uppnámi en er fegin að þurfa ekki að fara í gegnum annan skilnað, því það var versta tímabilið í lífi hennar,“ sagði sami heimildarmaður en Perry skildi við leikarann Russell Brand árið 2012 eftir tveggja ára hjónaband. Skilnaðurinn er sagður hafa verið lengi á leiðinni og sambandið verið á hálum ís undanfarna mánuði. Parið hefur verið lítið saman frá því Perry fór í Lifetimes-tónleikaferðalag sitt fyrr á árinu. Annar heimildarmaður US Weekly segir það hafa verið altalað meðal fólks í kringum parið að sambandið væri að líða undir lok. Í síðustu viku var greint frá því að parið hefði rifist mikið yfir þátttöku Perry í geimskoti Blue Origin í apríl. Bloom hafi fundist geimferðalagið stutta vera „vandræðalegt“ og „aulahrollsvaldandi“. Perry var aftur á móti sár yfir því að unnustinn skyldi ekki styðja sig betur. Perry og Bloom voru fyrst orðuð hvort við annað í janúar 2016 þegar sást til þeirra saman í eftirpartýum eftir Golden Globes-hátíðina það árið. Parið hætti stuttlega saman í mars 2017 og byrjuðu svo aftur saman 2018. Þau trúlofuðust síðan á Valentínusardag 2019 og ári síðar tilkynnti Perry að hún ætti von á barni. Dóttirin Daisy Dove fæddist í ágúst 2020 en Bloom á fyrir fjórtán ára soninn Flynn. Þrátt fyrir að hafa verið trúlofuð í sex ár segir heimildarmaður að parið hafi aldrei skipulagt brúðkaup eða valið sér dagsetningu. Kannski það hafi verið fyrir bestu. Ástin og lífið Tímamót Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Katy Perry opinberar óléttu í nýju tónlistarmyndbandi Tónlistarkonan Katy Perry tilkynnti í morgun að hún ætti von á barni með leikaranum Orlando Bloom, unnusta hennar. 5. mars 2020 07:25 Titraði af hamingju þegar Orlando Bloom bað hennar Leikarinn Orlando Bloom bað söngkonunnar Katy Perry á Valentínusardaginn. 16. febrúar 2019 15:45 Katy Perry raðaði bestu elskhugunum upp eftir styrkleika Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð. 12. júní 2017 14:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Katy og Orlando eru hætt saman en eru enn vinir,“ segir heimildarmaður US Weekly sem er sagður náinn parinu um stöðu mála. Hin 40 ára Perry og hinn 48 ára Bloom eiga saman dótturina Daisy og hafa verið saman með hléum frá 2016. „Katy er auðvitað í uppnámi en er fegin að þurfa ekki að fara í gegnum annan skilnað, því það var versta tímabilið í lífi hennar,“ sagði sami heimildarmaður en Perry skildi við leikarann Russell Brand árið 2012 eftir tveggja ára hjónaband. Skilnaðurinn er sagður hafa verið lengi á leiðinni og sambandið verið á hálum ís undanfarna mánuði. Parið hefur verið lítið saman frá því Perry fór í Lifetimes-tónleikaferðalag sitt fyrr á árinu. Annar heimildarmaður US Weekly segir það hafa verið altalað meðal fólks í kringum parið að sambandið væri að líða undir lok. Í síðustu viku var greint frá því að parið hefði rifist mikið yfir þátttöku Perry í geimskoti Blue Origin í apríl. Bloom hafi fundist geimferðalagið stutta vera „vandræðalegt“ og „aulahrollsvaldandi“. Perry var aftur á móti sár yfir því að unnustinn skyldi ekki styðja sig betur. Perry og Bloom voru fyrst orðuð hvort við annað í janúar 2016 þegar sást til þeirra saman í eftirpartýum eftir Golden Globes-hátíðina það árið. Parið hætti stuttlega saman í mars 2017 og byrjuðu svo aftur saman 2018. Þau trúlofuðust síðan á Valentínusardag 2019 og ári síðar tilkynnti Perry að hún ætti von á barni. Dóttirin Daisy Dove fæddist í ágúst 2020 en Bloom á fyrir fjórtán ára soninn Flynn. Þrátt fyrir að hafa verið trúlofuð í sex ár segir heimildarmaður að parið hafi aldrei skipulagt brúðkaup eða valið sér dagsetningu. Kannski það hafi verið fyrir bestu.
Ástin og lífið Tímamót Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Katy Perry opinberar óléttu í nýju tónlistarmyndbandi Tónlistarkonan Katy Perry tilkynnti í morgun að hún ætti von á barni með leikaranum Orlando Bloom, unnusta hennar. 5. mars 2020 07:25 Titraði af hamingju þegar Orlando Bloom bað hennar Leikarinn Orlando Bloom bað söngkonunnar Katy Perry á Valentínusardaginn. 16. febrúar 2019 15:45 Katy Perry raðaði bestu elskhugunum upp eftir styrkleika Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð. 12. júní 2017 14:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Katy Perry opinberar óléttu í nýju tónlistarmyndbandi Tónlistarkonan Katy Perry tilkynnti í morgun að hún ætti von á barni með leikaranum Orlando Bloom, unnusta hennar. 5. mars 2020 07:25
Titraði af hamingju þegar Orlando Bloom bað hennar Leikarinn Orlando Bloom bað söngkonunnar Katy Perry á Valentínusardaginn. 16. febrúar 2019 15:45
Katy Perry raðaði bestu elskhugunum upp eftir styrkleika Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð. 12. júní 2017 14:30