Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 10:59 Hailey Bieber prýðir forsíðu tískutímaritsins Vogue en eiginmaður hennar hafði áður sagt við hana að það myndi aldrei gerast. Getty/Amy Sussman Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt. Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt. Justin Bieber birti forsíðumyndina af eiginkonu sinni og skrifaði upphaflega: „Þetta minnir mig á þegar við Hailey lentum í rosalegu rifrildi. Ég sagði henni að hún myndi aldrei komast á forsíðu Vogue. Úff ég veit, mjög andstyggilegt. Af einhverri ástæðu leið mér eins og hún væri að vanvirða mig svakalega og ég hugsaði að ég yrði að jafna þetta og særa hana. Ég held að samhliða því að þroskast átti maður sig betur á því að maður þarf ekki alltaf að hefna sín. Með því að hefna okkar erum við í raun að fresta því sem við viljum í raun og veru, sem er nánd og tenging. Þannig að elskan mín ég veit að þú ert búin að fyrirgefa mér að ég sagði að þú kæmist aldrei á forsíðu Vogue, það var augljóslega sorglega rangt hjá mér.“ Nú hefur Bieberinn eytt skrifunum og breytt þeim í nokkur tjákn (e. emojis). View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hailey Bieber er stórglæsileg á forsíðunni og ræðir meðal annars um mjög erfiða fæðingu frumburðar hennar og Justins. „Að fæða barn var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir hún og bætir við að fæðingin sem tók átján klukkutíma hafi ekki farið eins og hún hafði séð. „Það breytti mér algjörlega frá toppi til táar að verða móðir. Mér hefur aldrei líkað jafn vel við sjálfa mig.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segir móðurhlutverkið sömuleiðis hafa breytt því hvernig hún bregst við gagnrýni og athugasemdir frá fólki sem hefur gjarnan sterkar skoðanir á hjónabandi hennar og Justins. „Mér líður eins og ég hafi þurft að berjast svo mikið fyrir því að fólk geti skilið mig, vitað hver ég er og séð mig fyrir það sem ég er. En fólk hefur stundum einfaldlega engan áhuga á því og það er ekkert sem þú getur gert í því.“ Þá segist hún sömuleiðis setja orkuna sína í það sem skiptir hana máli, son sinn, eiginmann sinn, fjölskylduna, innri frið og fyrirtækið sitt. Hollywood Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Justin Bieber birti forsíðumyndina af eiginkonu sinni og skrifaði upphaflega: „Þetta minnir mig á þegar við Hailey lentum í rosalegu rifrildi. Ég sagði henni að hún myndi aldrei komast á forsíðu Vogue. Úff ég veit, mjög andstyggilegt. Af einhverri ástæðu leið mér eins og hún væri að vanvirða mig svakalega og ég hugsaði að ég yrði að jafna þetta og særa hana. Ég held að samhliða því að þroskast átti maður sig betur á því að maður þarf ekki alltaf að hefna sín. Með því að hefna okkar erum við í raun að fresta því sem við viljum í raun og veru, sem er nánd og tenging. Þannig að elskan mín ég veit að þú ert búin að fyrirgefa mér að ég sagði að þú kæmist aldrei á forsíðu Vogue, það var augljóslega sorglega rangt hjá mér.“ Nú hefur Bieberinn eytt skrifunum og breytt þeim í nokkur tjákn (e. emojis). View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hailey Bieber er stórglæsileg á forsíðunni og ræðir meðal annars um mjög erfiða fæðingu frumburðar hennar og Justins. „Að fæða barn var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir hún og bætir við að fæðingin sem tók átján klukkutíma hafi ekki farið eins og hún hafði séð. „Það breytti mér algjörlega frá toppi til táar að verða móðir. Mér hefur aldrei líkað jafn vel við sjálfa mig.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segir móðurhlutverkið sömuleiðis hafa breytt því hvernig hún bregst við gagnrýni og athugasemdir frá fólki sem hefur gjarnan sterkar skoðanir á hjónabandi hennar og Justins. „Mér líður eins og ég hafi þurft að berjast svo mikið fyrir því að fólk geti skilið mig, vitað hver ég er og séð mig fyrir það sem ég er. En fólk hefur stundum einfaldlega engan áhuga á því og það er ekkert sem þú getur gert í því.“ Þá segist hún sömuleiðis setja orkuna sína í það sem skiptir hana máli, son sinn, eiginmann sinn, fjölskylduna, innri frið og fyrirtækið sitt.
Hollywood Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01