Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2025 18:46 Íslandsmeistarar Hauka 2025 Vísir/Hulda Margrét Haukar eru Íslandsmeistarar í Bónus-deild kvenna 2025 ótrúlegan sigur á Njarðvík í framlengdum leik í Ólafssal, lokatölur 92-91. Leikurinn var mjög jafn í byrjun, eiginlega eins jafn og þeir gerast en Emilie Hessedal setti niður víti á loksekúndum fyrsta leikhluta og jafnaði í 22-22. Brittany Dinksins var þarna strax í byrjun komin í nett villuvandræði með tvær villur en villuvandræði áttu eftir að verða ákveðið þema í leik Njarðvíkur. Paulina Hersler bjargar boltanumVísir/Hulda Margrét Haukar skrúfuðu heldur betur upp ákafann í pressuvörninni í öðrum leikhluta en alls náðu þær að þvinga fram tólf tapaða bolta hjá Njarðvík í fyrri hálfleik meðan þær töpuðu aðeins fjórum sjálfar. Njarðvíkingar skoruðu aðeins 14 stig í leikhlutanum en bæði Dinkins og Paulina Hersler voru komnar með þrjár villur fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik 43-36. Emilie Hesseldal byrjaði seinni hálfleikinn á tveimur loftboltum úr þristum og Haukar voru allt í einu komnir tólf stigum yfir og svo sextán þegar Þóra setti sinn fimmta þrist í leiknum, 61-45. Njarðvíkingar lokuðu leikhlutanum aftur á móti af miklum krafti og staðan fyrir lokaleikhlutann 63-54. Þóra Kristín var mögnuð í kvöld. 25 stig, sex fráköst og sex stoðsendingarVísir/Hulda Margrét Haukar virtust vera með leikinn nokkurn veginn í hendi sér og leiddu með tólf stigum, 73-61, þegar tæpar sex mínútur voru eftir. Njarðvíkingar neituðu þó að gefast upp og kláruðu leikhlutann með 18-6 áhlaupi. Haukar fóru svolítið í það að reyna að brenna sem mestum tíma af klukkunni og virtust ætla að innsigla 79-73 sigur með þristi frá Þóru en ótrúlegur þristur frá hinni 17 ára gömlu Huldu Maríu þegar ein sekúnda var eftir á klukkunni þýddi að leikurinn var á leið í framlengingu. Hulda María var hársbreidd frá því að vera hetja kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Framlengingin var svo algjörlega hnífjöfn og óbærilega spennandi. Um leið og annað liðið setti stórt skot svaraði hitt í sömu mynt og svo koll af kolli. Leikurinn réðst svo eiginlega þegar tæpar þrjár sekúndur voru eftir og Haukar einu stigi yfir. Njarðvík fór í sókn og boltinn endaði útaf og engin leið að sjá hver ætti boltann. Eftir um það bil fimm mínútna yfirferð í skjánum ákváðu dómarar leiksins að snúa upprunalega dómnum við og dæmdu Njarðvík boltann. Emilie Hesseldal fór langleiðina með að ná í sigurinn fyrir Njarðvík í framlengingunniVísir/Hulda Margrét Njarðvíkingum gekk bölvanlega að koma boltanum inn. Höfðu „nægan“ tíma til að finna skot en fundu bara enga opna leikmenn, ekki einu sinni Brittany Dinkins sem opnaðist frekar óvænt. Þess í stað grýtti Emilie Hessedal boltanum inn í teig í áttina að Hersler en of fast og boltinn útaf. Emilie Hesseldal skildi allt eftir á gólfinu í kvöldVísir/Hulda Margrét Heldur betur dramatískar lokasekúndur í Ólafssal en Haukar stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar 2025. Til hamingju, Haukar! Innilegur fögnuður í leiksloksVísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Hér er hægt að tína ansi margt til. Fyrst þegar Njarðvík var að saxa á forskotið en Kristinn Óskarsson dæmdi þrjár sekúndur á Paulinu Hersler um leið og Hulda María setti þrist. Svo þristurinn risastóri sem Þóra Kristín setti niður og kom stöðunni í 79-73 og ég hélt að myndi gera út um leikinn. Stærsta einstaka atvikið hlýtur samt að vera þristurinn sem Hulda María setti til að setja leikinn í framlengingu. Mjög erfitt færi upp úr engu og ein sekúnda eftir á klukkunni. Reyndar mætti einnig nefna skotið sem Brittany Dinksins brenndi af undir körfunni í stöðunni 92-91. Hún sótti eigið frákast, fékk opið skot sem þurfti bara að setja spjaldið ofan í en henti boltanum beinustu leið yfir körfuna án þess að snerta hringinn. Þessi leikur var einfaldlega troðfullur af ótrúlegum atvikum. Hvílík veisla sem hann var! Stjörnur og skúrkar Þóra Kristín Jónsdóttir var ótrúleg í þessum leik. 25 stig, sjö þristar, sex fráköst og sex stoðsendingar. Diamond Battles steig vel upp undir lokin, setti 20 stig og skoraði sigurvítið, en hún hitti reyndar aðeins úr þremur vítum af sjö í kvöld. Sólrún Inga fagnar innilegaVísir/Hulda Margrét Þá átti Sólrún Inga frábæra innkomu af bekknum, fjórir þristar og fjórtán stig. Brittany Dinkins setti 28 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Hjá Njarðvík var Brittany Dinkins stigahæst með 28 stig og 15 fráköst að auki. Krista Gló lét þristunum rigna í kvöld og skoraði 15 stig. Paulina Hersler skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Dómarar Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Jón Þór Eyþórsson. Það var nóg að gera hjá þeim og þeir þurftu að taka risastóra ákvörðun í lokin. Eftir að hafa sjálfur horft á atvikið í endursýningu held ég að þeir félagar hafi komist að réttri niðurstöðu en það tók sinn tíma. Stemming og umgjörð Það vantaði nákvæmlega EKKERT upp á þennan hluta í kvöld. Troðfullt hús, áhorfendamet í Ólafssal skilst mér. Frábær stemming bæði hjá rauðum og grænum og ekki var umgjörðin lakari eftir leik þegar Íslandsmeistararnir voru kynntir með nafni hver og ein. Ég segi bara takk fyrir mig, Haukar. Njarðvíkingar voru fjölmennir í stúkunni í kvöldVísir/Hulda Margrét Viðtöl Einar Árni: „Við erum ekkert hætt, við erum að byrja“ Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, að ræða við einn af dómurum leiksins.Vísir/Hulda Margrét Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var beðinn um að reyna að setja það í orð eftir leik hversu svekkjandi það væri að hafa komist svona nálægt því að landa þeim stóra í kvöld. „Ég ætla að fara frekar í hina áttina, ég er bara fáránlega stoltur af stelpunum. Þetta er náttúrulega ótrúlega sárt og svekkjandi en hvílíkur karakter að koma til baka og setja þetta í framlengingu.“ Njarðvíkingar voru sex stigum undir þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum og var Einar næst beðinn um að fara aðeins yfir þá rússíbanareið. „Ég man þetta ekki allt. Britt var náttúrulega að gera fullt en sjá á lokakafla stelpur eins og Kristu og Huldu sýna þor og mikið hugrekki. Og bara að koma þessu í framlengingu, við vorum á kafla á góðum stað þar. En bara hrós á Hauka, þær sýndu seiglu og komu til baka. Það hefði verið mjög auðvelt að brotna í þessari framlengingu, svona miðað við að þær voru eiginlega með leikinn á lás í fjórða.“ Njarðvíkingar fengu langan tíma til að skipuleggja lokasókn sína en planið gekk illa upp. „Ég skil ekki hvaða tíma þetta tók, þetta var augljós dómur, fáránlega langur tíma. En á sama tíma þá veit ég að þeir vilja vera með 100 prósent ákvörðun og allt það. Við náum bara ekki að framkvæma það nógu vel, fáum ekki það skot sem við erum að leita að, það er bara eins og það er.“ Einar var að lokum beðinn um að fara aðeins yfir tímabilið, en Njarðvíkingar eru bikarmeistarar og hársbreidd frá því að landa Íslandsmeistaratitlinum líka. „Það er mjög erfitt að vera eitthvað jákvæður núna en ég ætla bara að ítreka orð mín, ég er hrikalega stoltur af þessum stelpum. Njarðvíkurliðið var með fjóra erlenda leikmenn og tvo landsliðsmenn í fyrra. Við misstum þrjú af þessum ígildum sex. Okkur var ekki spáð neinum sérstökum árangri í vetur. Hópurinn sem steig inn í þessi hlutverk eru uppaldar stelpur.“ „Mig langar bara að óska mínu fólki með hamingju. Aggi, Bylgja, Eygló, Brúnó, sem eru búin að ala þessar stelpur upp. Þeirra er framtíðin. Stuðningsmennirnir okkar geggjaðir. Stjórnarmeðlimir, sjálfboðaliðar, stuðningsaðilar. Við erum ekkert hætt, við erum að byrja.“ Bónus-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík
Haukar eru Íslandsmeistarar í Bónus-deild kvenna 2025 ótrúlegan sigur á Njarðvík í framlengdum leik í Ólafssal, lokatölur 92-91. Leikurinn var mjög jafn í byrjun, eiginlega eins jafn og þeir gerast en Emilie Hessedal setti niður víti á loksekúndum fyrsta leikhluta og jafnaði í 22-22. Brittany Dinksins var þarna strax í byrjun komin í nett villuvandræði með tvær villur en villuvandræði áttu eftir að verða ákveðið þema í leik Njarðvíkur. Paulina Hersler bjargar boltanumVísir/Hulda Margrét Haukar skrúfuðu heldur betur upp ákafann í pressuvörninni í öðrum leikhluta en alls náðu þær að þvinga fram tólf tapaða bolta hjá Njarðvík í fyrri hálfleik meðan þær töpuðu aðeins fjórum sjálfar. Njarðvíkingar skoruðu aðeins 14 stig í leikhlutanum en bæði Dinkins og Paulina Hersler voru komnar með þrjár villur fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik 43-36. Emilie Hesseldal byrjaði seinni hálfleikinn á tveimur loftboltum úr þristum og Haukar voru allt í einu komnir tólf stigum yfir og svo sextán þegar Þóra setti sinn fimmta þrist í leiknum, 61-45. Njarðvíkingar lokuðu leikhlutanum aftur á móti af miklum krafti og staðan fyrir lokaleikhlutann 63-54. Þóra Kristín var mögnuð í kvöld. 25 stig, sex fráköst og sex stoðsendingarVísir/Hulda Margrét Haukar virtust vera með leikinn nokkurn veginn í hendi sér og leiddu með tólf stigum, 73-61, þegar tæpar sex mínútur voru eftir. Njarðvíkingar neituðu þó að gefast upp og kláruðu leikhlutann með 18-6 áhlaupi. Haukar fóru svolítið í það að reyna að brenna sem mestum tíma af klukkunni og virtust ætla að innsigla 79-73 sigur með þristi frá Þóru en ótrúlegur þristur frá hinni 17 ára gömlu Huldu Maríu þegar ein sekúnda var eftir á klukkunni þýddi að leikurinn var á leið í framlengingu. Hulda María var hársbreidd frá því að vera hetja kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Framlengingin var svo algjörlega hnífjöfn og óbærilega spennandi. Um leið og annað liðið setti stórt skot svaraði hitt í sömu mynt og svo koll af kolli. Leikurinn réðst svo eiginlega þegar tæpar þrjár sekúndur voru eftir og Haukar einu stigi yfir. Njarðvík fór í sókn og boltinn endaði útaf og engin leið að sjá hver ætti boltann. Eftir um það bil fimm mínútna yfirferð í skjánum ákváðu dómarar leiksins að snúa upprunalega dómnum við og dæmdu Njarðvík boltann. Emilie Hesseldal fór langleiðina með að ná í sigurinn fyrir Njarðvík í framlengingunniVísir/Hulda Margrét Njarðvíkingum gekk bölvanlega að koma boltanum inn. Höfðu „nægan“ tíma til að finna skot en fundu bara enga opna leikmenn, ekki einu sinni Brittany Dinkins sem opnaðist frekar óvænt. Þess í stað grýtti Emilie Hessedal boltanum inn í teig í áttina að Hersler en of fast og boltinn útaf. Emilie Hesseldal skildi allt eftir á gólfinu í kvöldVísir/Hulda Margrét Heldur betur dramatískar lokasekúndur í Ólafssal en Haukar stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar 2025. Til hamingju, Haukar! Innilegur fögnuður í leiksloksVísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Hér er hægt að tína ansi margt til. Fyrst þegar Njarðvík var að saxa á forskotið en Kristinn Óskarsson dæmdi þrjár sekúndur á Paulinu Hersler um leið og Hulda María setti þrist. Svo þristurinn risastóri sem Þóra Kristín setti niður og kom stöðunni í 79-73 og ég hélt að myndi gera út um leikinn. Stærsta einstaka atvikið hlýtur samt að vera þristurinn sem Hulda María setti til að setja leikinn í framlengingu. Mjög erfitt færi upp úr engu og ein sekúnda eftir á klukkunni. Reyndar mætti einnig nefna skotið sem Brittany Dinksins brenndi af undir körfunni í stöðunni 92-91. Hún sótti eigið frákast, fékk opið skot sem þurfti bara að setja spjaldið ofan í en henti boltanum beinustu leið yfir körfuna án þess að snerta hringinn. Þessi leikur var einfaldlega troðfullur af ótrúlegum atvikum. Hvílík veisla sem hann var! Stjörnur og skúrkar Þóra Kristín Jónsdóttir var ótrúleg í þessum leik. 25 stig, sjö þristar, sex fráköst og sex stoðsendingar. Diamond Battles steig vel upp undir lokin, setti 20 stig og skoraði sigurvítið, en hún hitti reyndar aðeins úr þremur vítum af sjö í kvöld. Sólrún Inga fagnar innilegaVísir/Hulda Margrét Þá átti Sólrún Inga frábæra innkomu af bekknum, fjórir þristar og fjórtán stig. Brittany Dinkins setti 28 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Hjá Njarðvík var Brittany Dinkins stigahæst með 28 stig og 15 fráköst að auki. Krista Gló lét þristunum rigna í kvöld og skoraði 15 stig. Paulina Hersler skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Dómarar Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Jón Þór Eyþórsson. Það var nóg að gera hjá þeim og þeir þurftu að taka risastóra ákvörðun í lokin. Eftir að hafa sjálfur horft á atvikið í endursýningu held ég að þeir félagar hafi komist að réttri niðurstöðu en það tók sinn tíma. Stemming og umgjörð Það vantaði nákvæmlega EKKERT upp á þennan hluta í kvöld. Troðfullt hús, áhorfendamet í Ólafssal skilst mér. Frábær stemming bæði hjá rauðum og grænum og ekki var umgjörðin lakari eftir leik þegar Íslandsmeistararnir voru kynntir með nafni hver og ein. Ég segi bara takk fyrir mig, Haukar. Njarðvíkingar voru fjölmennir í stúkunni í kvöldVísir/Hulda Margrét Viðtöl Einar Árni: „Við erum ekkert hætt, við erum að byrja“ Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, að ræða við einn af dómurum leiksins.Vísir/Hulda Margrét Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var beðinn um að reyna að setja það í orð eftir leik hversu svekkjandi það væri að hafa komist svona nálægt því að landa þeim stóra í kvöld. „Ég ætla að fara frekar í hina áttina, ég er bara fáránlega stoltur af stelpunum. Þetta er náttúrulega ótrúlega sárt og svekkjandi en hvílíkur karakter að koma til baka og setja þetta í framlengingu.“ Njarðvíkingar voru sex stigum undir þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum og var Einar næst beðinn um að fara aðeins yfir þá rússíbanareið. „Ég man þetta ekki allt. Britt var náttúrulega að gera fullt en sjá á lokakafla stelpur eins og Kristu og Huldu sýna þor og mikið hugrekki. Og bara að koma þessu í framlengingu, við vorum á kafla á góðum stað þar. En bara hrós á Hauka, þær sýndu seiglu og komu til baka. Það hefði verið mjög auðvelt að brotna í þessari framlengingu, svona miðað við að þær voru eiginlega með leikinn á lás í fjórða.“ Njarðvíkingar fengu langan tíma til að skipuleggja lokasókn sína en planið gekk illa upp. „Ég skil ekki hvaða tíma þetta tók, þetta var augljós dómur, fáránlega langur tíma. En á sama tíma þá veit ég að þeir vilja vera með 100 prósent ákvörðun og allt það. Við náum bara ekki að framkvæma það nógu vel, fáum ekki það skot sem við erum að leita að, það er bara eins og það er.“ Einar var að lokum beðinn um að fara aðeins yfir tímabilið, en Njarðvíkingar eru bikarmeistarar og hársbreidd frá því að landa Íslandsmeistaratitlinum líka. „Það er mjög erfitt að vera eitthvað jákvæður núna en ég ætla bara að ítreka orð mín, ég er hrikalega stoltur af þessum stelpum. Njarðvíkurliðið var með fjóra erlenda leikmenn og tvo landsliðsmenn í fyrra. Við misstum þrjú af þessum ígildum sex. Okkur var ekki spáð neinum sérstökum árangri í vetur. Hópurinn sem steig inn í þessi hlutverk eru uppaldar stelpur.“ „Mig langar bara að óska mínu fólki með hamingju. Aggi, Bylgja, Eygló, Brúnó, sem eru búin að ala þessar stelpur upp. Þeirra er framtíðin. Stuðningsmennirnir okkar geggjaðir. Stjórnarmeðlimir, sjálfboðaliðar, stuðningsaðilar. Við erum ekkert hætt, við erum að byrja.“
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn