Sport

Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Babudar í úlfabúningnum sem hann var alltaf í á vellinum. Hann öðlaðist miklar vinsældir en draumur hans varð að martröð.
Babudar í úlfabúningnum sem hann var alltaf í á vellinum. Hann öðlaðist miklar vinsældir en draumur hans varð að martröð. vísir/getty

Hinn þekkti stuðningsmaður NFL-liðsins Kansas City Chiefs, Xavier Babudar, var í gær dæmdur í langa fangelsisvist.

Babudar varð þekktur sem einn helsti stuðningsmaður Chiefs og kallaði sig „Chiefsaholic“. Athygli vakti að maðurinn á bak við grímuna lifði hátt. Mætti til að mynda tvisvar á Super Bowl. Kom síðar í ljós að það var góð ástæða fyrir því.

Er hann ferðaðist á útileiki hjá Chiefs þá stundaði hann það að ræna banka á leiðinni. Alls rændi hann banka í sjö fylkjum á árunum 2022 og 2023.

Hann var upphaflega dæmdur í sautján og hálfs árs fangelsi en saksóknari áfrýjaði því. Vildi að Babudar fengi þyngri dóm og honum varð að ósk sinni. Refsing Babudar hefur nú verið þyngdur í 32 ár.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum síðustu ár og var meðal annars gerð áhugaverð heimildarmynd um Babudar.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×