Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 09:34 Cooper Flagg er væntanlega á leiðinni til Dallas. Getty/Lance King Umdeildasta lið NBA-deildarinnar í vetur, Dallas Mavericks, hafði heldur betur heppnina með sér í gærkvöld þegar dregið var um valrétt í nýliðavali deildarinnar. Svo mikla að samfélagsmiðlar eru fullir af ásökunum um samsæri. Eftir að hafa átt í miklum erfiðleikum með að sætta sig við þá ákvörðun stjórnenda Dallas að skipta út Luka Doncic til LA Lakers í vetur, þá höfðu stuðningsmenn Dallas ástæðu til að fagna í gærkvöld þegar félagið fékk fyrsta valrétt. Það þýðir að Dallas getur í nýliðavalinu 24.-25. júní tryggt sér hinn eftirsótta Cooper Flagg úr Duke-háskólanum. Dregið var um það hvernig röðun liða yrði í valinu og tekið með í myndina hvar þau enduðu leiktíðina. Því hafði Dallas aðeins 1,8% líkur á að fá fyrsta valrétt og voru tíu lið líklegri til að hreppa hann. Svona varð hins vegar niðurstaðan: The full 2025 NBA draft Lottery results ⭐Where did your team land? pic.twitter.com/UjRZDQYF3I— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 12, 2025 Samkvæmt ESPN er það met að lið hoppi upp um tíu sæti í lottóinu og hreppi fyrsta valrétt. Sú niðurstaða hefur kallað á ýmis viðbrögð á samfélagsmiðlum en flest þeirra snúast um að hér hljóti hreinlega að vera um fyrirfram ákveðna niðurstöðu að ræða. “Trade Luka to our biggest market and we’ll get you Flagg” pic.twitter.com/nJpM7jPTBO— NBA University (@NBA_University) May 12, 2025 Ratings were down, so the NBA gave Luka to the Lakers, and then gave the #1 pick in the NBA Draft to Dallas as compensation. Disgusting corruption. And you can’t even argue it. The odds are too low of all of this lining up the way it has. Completely rigged.— Mitch (@MitchCK_) May 12, 2025 Luka Doncic’s IG story. 😭😭😭 pic.twitter.com/5OgcF8me30— NBACentel (@TheNBACentel) May 12, 2025 I'm not a big conspiracy theorist but it seems awfully convenient that the Mavericks traded Luka to the NBA's biggest market and then got Cooper Flagg in return months later, despite having just a 1.8% chance to land the number one pick.— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 12, 2025 MAVS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2025 NBA DRAFT 🔥COOPER FLAGG, AD & KYRIE 🔜? 🤯🍿 pic.twitter.com/JO8PtAwtkx— Bleacher Report (@BleacherReport) May 12, 2025 „Ég er svo ánægður fyrir hönd stuðningsmanna Mavericks,“ sagði Rick Welts, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks. „Ég kom bara til Dallas 1. janúar. Þann 1. febrúar sprengdum við internetið [með því að skipta Doncic út]. Ég er bara heillaður af þeim djúpu tilfinningum og tengslum sem að stuðningsmenn hafa við liðið. Það sem gerðist í dag – ég gæti ekki hugsað mér betri dag fyrir Mavs stuðningsmenn. Þetta verður alveg einstakt,“ sagði Welts og viðurkenndi að ferilskráin hjá fyrrnefndum Cooper Flagg talaði sínu máli. Flagg hefur verið talinn líklegastur til að verða valinn fyrstur frá því í ágúst 2023, þegar hann tilkynnti að hann hygðist útskrifast ári fyrr úr menntaskóla og fara í háskóla 17 ára. Þrátt fyrir allar væntingarnar sem til hans voru gerðar hefur honum samt tekist að fara fram úr þeim á háskólaárunum, samkvæmt ESPN, og skorað 19,2 stig að meðaltali í leik, tekið 7,5 fráköst og gefið 4,2 stoðsendingar, og farið með lið Duke Blue Devils í Final Four. NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Eftir að hafa átt í miklum erfiðleikum með að sætta sig við þá ákvörðun stjórnenda Dallas að skipta út Luka Doncic til LA Lakers í vetur, þá höfðu stuðningsmenn Dallas ástæðu til að fagna í gærkvöld þegar félagið fékk fyrsta valrétt. Það þýðir að Dallas getur í nýliðavalinu 24.-25. júní tryggt sér hinn eftirsótta Cooper Flagg úr Duke-háskólanum. Dregið var um það hvernig röðun liða yrði í valinu og tekið með í myndina hvar þau enduðu leiktíðina. Því hafði Dallas aðeins 1,8% líkur á að fá fyrsta valrétt og voru tíu lið líklegri til að hreppa hann. Svona varð hins vegar niðurstaðan: The full 2025 NBA draft Lottery results ⭐Where did your team land? pic.twitter.com/UjRZDQYF3I— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 12, 2025 Samkvæmt ESPN er það met að lið hoppi upp um tíu sæti í lottóinu og hreppi fyrsta valrétt. Sú niðurstaða hefur kallað á ýmis viðbrögð á samfélagsmiðlum en flest þeirra snúast um að hér hljóti hreinlega að vera um fyrirfram ákveðna niðurstöðu að ræða. “Trade Luka to our biggest market and we’ll get you Flagg” pic.twitter.com/nJpM7jPTBO— NBA University (@NBA_University) May 12, 2025 Ratings were down, so the NBA gave Luka to the Lakers, and then gave the #1 pick in the NBA Draft to Dallas as compensation. Disgusting corruption. And you can’t even argue it. The odds are too low of all of this lining up the way it has. Completely rigged.— Mitch (@MitchCK_) May 12, 2025 Luka Doncic’s IG story. 😭😭😭 pic.twitter.com/5OgcF8me30— NBACentel (@TheNBACentel) May 12, 2025 I'm not a big conspiracy theorist but it seems awfully convenient that the Mavericks traded Luka to the NBA's biggest market and then got Cooper Flagg in return months later, despite having just a 1.8% chance to land the number one pick.— Joe Pompliano (@JoePompliano) May 12, 2025 MAVS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2025 NBA DRAFT 🔥COOPER FLAGG, AD & KYRIE 🔜? 🤯🍿 pic.twitter.com/JO8PtAwtkx— Bleacher Report (@BleacherReport) May 12, 2025 „Ég er svo ánægður fyrir hönd stuðningsmanna Mavericks,“ sagði Rick Welts, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks. „Ég kom bara til Dallas 1. janúar. Þann 1. febrúar sprengdum við internetið [með því að skipta Doncic út]. Ég er bara heillaður af þeim djúpu tilfinningum og tengslum sem að stuðningsmenn hafa við liðið. Það sem gerðist í dag – ég gæti ekki hugsað mér betri dag fyrir Mavs stuðningsmenn. Þetta verður alveg einstakt,“ sagði Welts og viðurkenndi að ferilskráin hjá fyrrnefndum Cooper Flagg talaði sínu máli. Flagg hefur verið talinn líklegastur til að verða valinn fyrstur frá því í ágúst 2023, þegar hann tilkynnti að hann hygðist útskrifast ári fyrr úr menntaskóla og fara í háskóla 17 ára. Þrátt fyrir allar væntingarnar sem til hans voru gerðar hefur honum samt tekist að fara fram úr þeim á háskólaárunum, samkvæmt ESPN, og skorað 19,2 stig að meðaltali í leik, tekið 7,5 fráköst og gefið 4,2 stoðsendingar, og farið með lið Duke Blue Devils í Final Four.
NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira