Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Árni Jóhannsson skrifar 12. maí 2025 18:30 Adama Kasper Darboe og Ármenningar eru komnir upp í Bónus deild karla í körfubolta í fyrsta skipti. Ármann Körfubolti Ármann marði Hamar í oddaleik liðanna um sæti í Bónus deild karla í körfubolta. Spennan var rosaleg og leikurinn eftir því. Réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin en leiknum lauk með 91-85 sigri Ármanns. Það var áþreifanleg spenna í loftinu þegar leikurinn hófst. Bæði lið þurftu nokkrar mínútur til að stilla sig af og byrja að spila af eðlilegri getu en það voru gestirnir úr Hveragerði sem tóku frumkvæðið og gekk betur að skora. Hamar komst í 5-12 áður en Ármann rankaði við sér og fór að ná einhverju takti í sinn leik. Ármenningar nöguðu niður forskotið í tvö stig en Hamar náði að gera vel í lok leikhlutans og loka honum í stöðunni 18-23. Ármann var vaknað og keyrði strax yfir Hamar í öðrum leikhluta. Þeir hertu vörnina sína og eins og þjálfari þeirra, Steinar Kaldal, sagði í viðtali eftir leik að þegar þeir komust inn í kerfin sín fóru skotin að vera galopin og körfurnar komu. Þeir líka hertu varnarleikinn sinn og neyddu Hamar í að taka skot sem líklega var ekki lagt upp með að taka. Úr varð að Ármann sneri leiknum sér í vil og virtist þetta ætla að vera eins og hinir leikirnir þar sem heimaliðið keyrði upp muninn og kláraði þannig leikinn. Jose Medina var samt ekki á þeim buxunum og dró sína menn áfram í fyrri hálfleik og sá til þess að Ármann var innan seilingarfjarlægðar þegar flautað var til hálfleiks í stöðunni 46-39 en munurinn hafði verið mestur 12 stig í öðrum leikhluta. Seinni hálfleikur einkenndist af spennu, þeirri sömu og hafði gert leikmönnum erfitt fyrir í upphafi leiks. Cedrick Bowen gerði það að verkum að Ármann lifði af áhlaupið sem Hamar reyndi að setja af stað í upphafi hálfleiksins en hann skoraði megnið af stigunum sem Ármann náði í upphafi þriðja leihluta. Ármann náði svo aftur tökum á leiknum og komst í 65-51 þegar um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum og leit það út fyrir að leikurinn væri að fjara út hreinlega fyrir Hamar sem aftur náðu fínum kafla og löguðu stöðuna örlítið áður en leikhlutinn var úti. Ármann fór illa að ráði sínu í sínum sóknum og Hamar nýtti það. Staðan 67-59 fyrir lokaleikhlutann. Hamar náði aftur að gera vel og nagaði niður forskotið og þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta var munurinn orðinn tvö stig, 73-71, en leikmenn Ármanns fundu heldur betur fyrir spennunni. Hamar gekk á lagið en náði aldrei að komast yfir hólinn sem þurfti. Liðin skiptust á körfum næstu mínúturnar og heimamenn náðu að halda þessu í tveggja körfu leik alveg fram á loka mínútuna þegar Jose Medina setti niður þrist til að koma muninum úr 84-79 niður í 84-82 en áður en þristurinn rataði heim vildi Ármann leikhlé en fékk ekki. Hamar náði ekki lengra og þagar 23 sekúndur voru eftir af leiknum sendi Frosti Valgarðsson niður þriggja stiga skot sem kom muninum í 89-82 og ljóst að Hamar þurfti með sér lukkudísirnar. Þær voru hins vegar búnar að snúa bakinu við Hvergerðingum og heimamenn voru nógu svalir á vítalínunni til að ljúka leiknum. Lokastaðan 91-85 og karlalið Ármanns er komið upp í Bónus deild kvenna eins og kvennalið félagsins. Atvik leiksins Frosti Valgarðsson nýtti sín skot afskaplega vel í kvöld. Eitt af þeim skotum var þegar 23 sekúndur voru eftir af leiknum en hann fékk boltann á 45 gráðunum og negldi honum niður til að setja leikinn í frysti. Stjörnur og skúrkar Í raun og veru er ekki hægt að velja skúrka úr hvorugu liði í kvöld. Menn seldu sig dýrt og skildu allt eftir á gólfinu. Hjá heimamönnum var Cedrick Bowen stigahæstur með 23 stig en Arnaldur Grímsson og Jaxson Baker spiluðu allar 40 mínúturnar fyrir sitt lið. Arnaldur skilaði 15-10 leik og Baker var með 20 stig og 15 fráköst. Hjá Hamri var Fotios Lampropoulos með 23 stig og Jose Medina var með 16 stig og 10 stoðsendingar en eftir hann fékk olnbogaskot þá hafði hann sig minna í frammi. Umgjörð og stemmning Frábær umgjörð og stemmningin gjörsamlega sturluð. Báðar fylkingar voru á fullu allan tímann og gerðu þennan leik að frábærri skemmtun. Dómarar Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Birgir Örn Hjörvarsson skiluðu sinni vakt af mikilli fagmennsku. Ekkert út á þá að setja. Bónus-deild karla Ármann Hamar
Ármann marði Hamar í oddaleik liðanna um sæti í Bónus deild karla í körfubolta. Spennan var rosaleg og leikurinn eftir því. Réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin en leiknum lauk með 91-85 sigri Ármanns. Það var áþreifanleg spenna í loftinu þegar leikurinn hófst. Bæði lið þurftu nokkrar mínútur til að stilla sig af og byrja að spila af eðlilegri getu en það voru gestirnir úr Hveragerði sem tóku frumkvæðið og gekk betur að skora. Hamar komst í 5-12 áður en Ármann rankaði við sér og fór að ná einhverju takti í sinn leik. Ármenningar nöguðu niður forskotið í tvö stig en Hamar náði að gera vel í lok leikhlutans og loka honum í stöðunni 18-23. Ármann var vaknað og keyrði strax yfir Hamar í öðrum leikhluta. Þeir hertu vörnina sína og eins og þjálfari þeirra, Steinar Kaldal, sagði í viðtali eftir leik að þegar þeir komust inn í kerfin sín fóru skotin að vera galopin og körfurnar komu. Þeir líka hertu varnarleikinn sinn og neyddu Hamar í að taka skot sem líklega var ekki lagt upp með að taka. Úr varð að Ármann sneri leiknum sér í vil og virtist þetta ætla að vera eins og hinir leikirnir þar sem heimaliðið keyrði upp muninn og kláraði þannig leikinn. Jose Medina var samt ekki á þeim buxunum og dró sína menn áfram í fyrri hálfleik og sá til þess að Ármann var innan seilingarfjarlægðar þegar flautað var til hálfleiks í stöðunni 46-39 en munurinn hafði verið mestur 12 stig í öðrum leikhluta. Seinni hálfleikur einkenndist af spennu, þeirri sömu og hafði gert leikmönnum erfitt fyrir í upphafi leiks. Cedrick Bowen gerði það að verkum að Ármann lifði af áhlaupið sem Hamar reyndi að setja af stað í upphafi hálfleiksins en hann skoraði megnið af stigunum sem Ármann náði í upphafi þriðja leihluta. Ármann náði svo aftur tökum á leiknum og komst í 65-51 þegar um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum og leit það út fyrir að leikurinn væri að fjara út hreinlega fyrir Hamar sem aftur náðu fínum kafla og löguðu stöðuna örlítið áður en leikhlutinn var úti. Ármann fór illa að ráði sínu í sínum sóknum og Hamar nýtti það. Staðan 67-59 fyrir lokaleikhlutann. Hamar náði aftur að gera vel og nagaði niður forskotið og þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta var munurinn orðinn tvö stig, 73-71, en leikmenn Ármanns fundu heldur betur fyrir spennunni. Hamar gekk á lagið en náði aldrei að komast yfir hólinn sem þurfti. Liðin skiptust á körfum næstu mínúturnar og heimamenn náðu að halda þessu í tveggja körfu leik alveg fram á loka mínútuna þegar Jose Medina setti niður þrist til að koma muninum úr 84-79 niður í 84-82 en áður en þristurinn rataði heim vildi Ármann leikhlé en fékk ekki. Hamar náði ekki lengra og þagar 23 sekúndur voru eftir af leiknum sendi Frosti Valgarðsson niður þriggja stiga skot sem kom muninum í 89-82 og ljóst að Hamar þurfti með sér lukkudísirnar. Þær voru hins vegar búnar að snúa bakinu við Hvergerðingum og heimamenn voru nógu svalir á vítalínunni til að ljúka leiknum. Lokastaðan 91-85 og karlalið Ármanns er komið upp í Bónus deild kvenna eins og kvennalið félagsins. Atvik leiksins Frosti Valgarðsson nýtti sín skot afskaplega vel í kvöld. Eitt af þeim skotum var þegar 23 sekúndur voru eftir af leiknum en hann fékk boltann á 45 gráðunum og negldi honum niður til að setja leikinn í frysti. Stjörnur og skúrkar Í raun og veru er ekki hægt að velja skúrka úr hvorugu liði í kvöld. Menn seldu sig dýrt og skildu allt eftir á gólfinu. Hjá heimamönnum var Cedrick Bowen stigahæstur með 23 stig en Arnaldur Grímsson og Jaxson Baker spiluðu allar 40 mínúturnar fyrir sitt lið. Arnaldur skilaði 15-10 leik og Baker var með 20 stig og 15 fráköst. Hjá Hamri var Fotios Lampropoulos með 23 stig og Jose Medina var með 16 stig og 10 stoðsendingar en eftir hann fékk olnbogaskot þá hafði hann sig minna í frammi. Umgjörð og stemmning Frábær umgjörð og stemmningin gjörsamlega sturluð. Báðar fylkingar voru á fullu allan tímann og gerðu þennan leik að frábærri skemmtun. Dómarar Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Birgir Örn Hjörvarsson skiluðu sinni vakt af mikilli fagmennsku. Ekkert út á þá að setja.