„Á einhvern hátt kom boltinn til mín. Ég held það hafi verið fyrir slysni, því ég held að það var Stjörnuleikmaður sem snerti boltann. Boltinn kom hægt til mín og ég þakka guði fyrir að ég hitti úr skotinu,“ sagði Geks
Stuðningsmenn Tindastóls urðu alveg æfir eftir þetta skot og Geks fannst það æðislegt að sjá.
„Ég held að blóðþrýstingurinn hjá mér hafi skotist upp í 200. Helmingurinn af liðinu okkar var veikur í dag, menn voru að spila með hita, en sem betur fer náðum við í sigurinn. Ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn. Við erum svo þreyttir, við verðum að hvíla,“ sagði Geks, greinilega alveg dauðþreyttur.