Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 08:32 Jalen Brunson og félagar í New York Knicks eru komnir í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics og næstu tveir leikir eru á þeirra heimavelli, Madison Square Garden. getty/Maddie Meyer Öllum að óvörum er New York Knicks komið í 2-0 í einvíginu gegn meisturum Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Vestanmegin sýndi Oklahoma City Thunder styrk sinn gegn Denver Nuggets. Annan leikinn í röð lenti Knicks tuttugu stigum undir á móti Celtics en kom til baka og landaði sigri. Jalen Brunson setti niður tvö vítaskot þegar 12,7 sekúndur voru eftir og kom Knicks í 90-91. Celtics fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Mikal Bridges stal boltanum af Jayson Tatum. Hann stal boltanum einnig undir blálokin á fyrsta leiknum. BRUNSON HITS TWO FREE THROWS.BRIDGES TAKES THE BALL AWAY.KNICKS TAKE 2-0 SERIES LEAD. pic.twitter.com/NbyRwQri9O— NBA (@NBA) May 8, 2025 Bridges var heldur betur mikilvægur á ögurstundu en hann skoraði öll fjórtán stigin sín í 4. leikhluta. Josh Hart var stigahæstur hjá Knicks með 23 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 21 stig og tók sautján fráköst og Brunson skilaði sautján stigum. Jaylen Brown og Derrick White skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Celtics. Sóknarleikur meistaranna hrökk í baklás í 4. leikhluta en liðið skoraði ekki körfu í rúmar átta mínútur og klikkaði á þrettán skotum í röð. Celtics vann alla fjóra leikina gegn Knicks í deildarkeppninni en er nú heldur betur komið með bakið upp við vegg eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Met hjá Þrumunni Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Nuggets svaraði OKC heldur betur fyrir sig í öðrum leiknum í nótt og vann hann með 43 stigum, 149-106. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. OKC hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Thunder setti einnig met í sögu úrslitakeppninnar með því að skora 87 stig í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Nuggets 56 stig. Átta leikmenn Thunder skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur með 34 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Gilgeous-Alexander hitti úr ellefu af þrettán skotum sínum utan af velli og kláraði öll ellefu vítin sín. SGA, THUNDER SCORE FRANCHISE-PLAYOFF RECORD 149 POINTS!⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 11-13 FGM (84.6%)⚡️ +51 while on court⚡️ OKC ties series 1-1 pic.twitter.com/IDzHjXi4yU— NBA (@NBA) May 8, 2025 Fátt var um fína drætti hjá Denver. Russell Westbrook skoraði nítján stig en Nikola Jokic var nokkuð rólegur með sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og fékk sína sjöttu villu í 3. leikhluta. NBA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Annan leikinn í röð lenti Knicks tuttugu stigum undir á móti Celtics en kom til baka og landaði sigri. Jalen Brunson setti niður tvö vítaskot þegar 12,7 sekúndur voru eftir og kom Knicks í 90-91. Celtics fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Mikal Bridges stal boltanum af Jayson Tatum. Hann stal boltanum einnig undir blálokin á fyrsta leiknum. BRUNSON HITS TWO FREE THROWS.BRIDGES TAKES THE BALL AWAY.KNICKS TAKE 2-0 SERIES LEAD. pic.twitter.com/NbyRwQri9O— NBA (@NBA) May 8, 2025 Bridges var heldur betur mikilvægur á ögurstundu en hann skoraði öll fjórtán stigin sín í 4. leikhluta. Josh Hart var stigahæstur hjá Knicks með 23 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 21 stig og tók sautján fráköst og Brunson skilaði sautján stigum. Jaylen Brown og Derrick White skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Celtics. Sóknarleikur meistaranna hrökk í baklás í 4. leikhluta en liðið skoraði ekki körfu í rúmar átta mínútur og klikkaði á þrettán skotum í röð. Celtics vann alla fjóra leikina gegn Knicks í deildarkeppninni en er nú heldur betur komið með bakið upp við vegg eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. Met hjá Þrumunni Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Nuggets svaraði OKC heldur betur fyrir sig í öðrum leiknum í nótt og vann hann með 43 stigum, 149-106. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. OKC hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Thunder setti einnig met í sögu úrslitakeppninnar með því að skora 87 stig í fyrri hálfleik. Á meðan skoraði Nuggets 56 stig. Átta leikmenn Thunder skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur með 34 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Gilgeous-Alexander hitti úr ellefu af þrettán skotum sínum utan af velli og kláraði öll ellefu vítin sín. SGA, THUNDER SCORE FRANCHISE-PLAYOFF RECORD 149 POINTS!⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 11-13 FGM (84.6%)⚡️ +51 while on court⚡️ OKC ties series 1-1 pic.twitter.com/IDzHjXi4yU— NBA (@NBA) May 8, 2025 Fátt var um fína drætti hjá Denver. Russell Westbrook skoraði nítján stig en Nikola Jokic var nokkuð rólegur með sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og fékk sína sjöttu villu í 3. leikhluta.
NBA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira