Þingmenn slá Íslandsmet Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2025 13:24 Þingheimur náði merkum áfanga í nótt þegar met var slegið í lengd fyrstu umræðu. Að minnsta kosti frá því að mælingar hófust árið 1995. Vísir Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. Umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald hófst á mánudag og hefur nú samtals staðið yfir í um tuttugu og sjö klukkustundir. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar, segir að þingmenn hafi náð sögulegum áfanga í nótt. „Mér skilst að þetta sé Íslandsmet. Fyrsta umræða í þinginu er sú umræða sem fer fram áður en málið fer til þinglegrar meðferðar í nefnd og þar fer nú oftast aðalvinnan fram. En þetta met var sem sagt slegið í nótt og umræðu er ekki lokið þar sem margir í minnihlutanum eru enn á mælendaskrá í sína aðra ræðu,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm Skrifstofa Alþingis staðfestir að fyrsta umræða um veiðigjaldið sé orðin sú lengsta frá því að farið var að halda utan um slíka tölfræði árið 1995. Hún stóð yfir til klukkan eitt í nótt og undir það síðasta tókust þingmenn á um fundarstjórn þar sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sakaði forseta Alþingis um að hafa gengið á bak orða sinna um fundartíma. „Það er ofboðslega vont ef við erum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það sé ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru virkilega vond tíðindi fyrir lýðræðislega umræðu og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð,“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafnaði þessu og vildi meina að ekki hafi verið samið um lok þingfundar og stjórnarþingmenn bentu á stjórnarandstaðan héldi umræðunni gangandi. Þórunn tilkynnti þó á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar á starfsáætlun. Nú hefur forseti Alþingis boðað til aukaþingfundar klukkan tíu í fyrramálið til þess að klára megi fyrstu umræðu. Nóg eftir Þrátt fyrir slegið met gæti umræðan einungis verið rétt að hefjast, því samkvæmt þingskaparlögum eiga þingmenn enn rýmri ræðutíma í annarri umræðu. Guðmundur Ari óttast þó ekki um afdrif málsins. „Minnihlutinn allavega ítrekar að hann sé ekki að beita málþófi heldur einungis að rökræða málið efnislega, því tel ég nú að umræðan muni tæmast. Það eru takmarkaðir fletir að skoða á þessari einföldu leiðréttingu þannig við bindum miklar vonir við að málið klárist í vor,“ segir Guðmundur Ari. Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald hófst á mánudag og hefur nú samtals staðið yfir í um tuttugu og sjö klukkustundir. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar, segir að þingmenn hafi náð sögulegum áfanga í nótt. „Mér skilst að þetta sé Íslandsmet. Fyrsta umræða í þinginu er sú umræða sem fer fram áður en málið fer til þinglegrar meðferðar í nefnd og þar fer nú oftast aðalvinnan fram. En þetta met var sem sagt slegið í nótt og umræðu er ekki lokið þar sem margir í minnihlutanum eru enn á mælendaskrá í sína aðra ræðu,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm Skrifstofa Alþingis staðfestir að fyrsta umræða um veiðigjaldið sé orðin sú lengsta frá því að farið var að halda utan um slíka tölfræði árið 1995. Hún stóð yfir til klukkan eitt í nótt og undir það síðasta tókust þingmenn á um fundarstjórn þar sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sakaði forseta Alþingis um að hafa gengið á bak orða sinna um fundartíma. „Það er ofboðslega vont ef við erum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það sé ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru virkilega vond tíðindi fyrir lýðræðislega umræðu og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð,“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafnaði þessu og vildi meina að ekki hafi verið samið um lok þingfundar og stjórnarþingmenn bentu á stjórnarandstaðan héldi umræðunni gangandi. Þórunn tilkynnti þó á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar á starfsáætlun. Nú hefur forseti Alþingis boðað til aukaþingfundar klukkan tíu í fyrramálið til þess að klára megi fyrstu umræðu. Nóg eftir Þrátt fyrir slegið met gæti umræðan einungis verið rétt að hefjast, því samkvæmt þingskaparlögum eiga þingmenn enn rýmri ræðutíma í annarri umræðu. Guðmundur Ari óttast þó ekki um afdrif málsins. „Minnihlutinn allavega ítrekar að hann sé ekki að beita málþófi heldur einungis að rökræða málið efnislega, því tel ég nú að umræðan muni tæmast. Það eru takmarkaðir fletir að skoða á þessari einföldu leiðréttingu þannig við bindum miklar vonir við að málið klárist í vor,“ segir Guðmundur Ari.
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira