Þingmenn slá Íslandsmet Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2025 13:24 Þingheimur náði merkum áfanga í nótt þegar met var slegið í lengd fyrstu umræðu. Að minnsta kosti frá því að mælingar hófust árið 1995. Vísir Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. Umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald hófst á mánudag og hefur nú samtals staðið yfir í um tuttugu og sjö klukkustundir. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar, segir að þingmenn hafi náð sögulegum áfanga í nótt. „Mér skilst að þetta sé Íslandsmet. Fyrsta umræða í þinginu er sú umræða sem fer fram áður en málið fer til þinglegrar meðferðar í nefnd og þar fer nú oftast aðalvinnan fram. En þetta met var sem sagt slegið í nótt og umræðu er ekki lokið þar sem margir í minnihlutanum eru enn á mælendaskrá í sína aðra ræðu,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm Skrifstofa Alþingis staðfestir að fyrsta umræða um veiðigjaldið sé orðin sú lengsta frá því að farið var að halda utan um slíka tölfræði árið 1995. Hún stóð yfir til klukkan eitt í nótt og undir það síðasta tókust þingmenn á um fundarstjórn þar sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sakaði forseta Alþingis um að hafa gengið á bak orða sinna um fundartíma. „Það er ofboðslega vont ef við erum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það sé ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru virkilega vond tíðindi fyrir lýðræðislega umræðu og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð,“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafnaði þessu og vildi meina að ekki hafi verið samið um lok þingfundar og stjórnarþingmenn bentu á stjórnarandstaðan héldi umræðunni gangandi. Þórunn tilkynnti þó á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar á starfsáætlun. Nú hefur forseti Alþingis boðað til aukaþingfundar klukkan tíu í fyrramálið til þess að klára megi fyrstu umræðu. Nóg eftir Þrátt fyrir slegið met gæti umræðan einungis verið rétt að hefjast, því samkvæmt þingskaparlögum eiga þingmenn enn rýmri ræðutíma í annarri umræðu. Guðmundur Ari óttast þó ekki um afdrif málsins. „Minnihlutinn allavega ítrekar að hann sé ekki að beita málþófi heldur einungis að rökræða málið efnislega, því tel ég nú að umræðan muni tæmast. Það eru takmarkaðir fletir að skoða á þessari einföldu leiðréttingu þannig við bindum miklar vonir við að málið klárist í vor,“ segir Guðmundur Ari. Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
Umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjald hófst á mánudag og hefur nú samtals staðið yfir í um tuttugu og sjö klukkustundir. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar, segir að þingmenn hafi náð sögulegum áfanga í nótt. „Mér skilst að þetta sé Íslandsmet. Fyrsta umræða í þinginu er sú umræða sem fer fram áður en málið fer til þinglegrar meðferðar í nefnd og þar fer nú oftast aðalvinnan fram. En þetta met var sem sagt slegið í nótt og umræðu er ekki lokið þar sem margir í minnihlutanum eru enn á mælendaskrá í sína aðra ræðu,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm Skrifstofa Alþingis staðfestir að fyrsta umræða um veiðigjaldið sé orðin sú lengsta frá því að farið var að halda utan um slíka tölfræði árið 1995. Hún stóð yfir til klukkan eitt í nótt og undir það síðasta tókust þingmenn á um fundarstjórn þar sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sakaði forseta Alþingis um að hafa gengið á bak orða sinna um fundartíma. „Það er ofboðslega vont ef við erum að byrja þetta kjörtímabil með þeim skilaboðum að það sé ekkert traust á milli fólks. Það er ekki hægt að treysta á eitt einasta samkomulag hér eftir. Það eru virkilega vond tíðindi fyrir lýðræðislega umræðu og þetta samstarf, þetta mikilvæga samstarf í þessum sal fyrir land og þjóð,“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafnaði þessu og vildi meina að ekki hafi verið samið um lok þingfundar og stjórnarþingmenn bentu á stjórnarandstaðan héldi umræðunni gangandi. Þórunn tilkynnti þó á meðan umræðum stóð að hún væri búin eftir að óska eftir fundi hjá forsætisnefnd til að ræða þingsköp og dagskrá þingins. Löng umræða um veiðigjöld krefðist þess að nefndin kæmi saman til að ræða breytingar á starfsáætlun. Nú hefur forseti Alþingis boðað til aukaþingfundar klukkan tíu í fyrramálið til þess að klára megi fyrstu umræðu. Nóg eftir Þrátt fyrir slegið met gæti umræðan einungis verið rétt að hefjast, því samkvæmt þingskaparlögum eiga þingmenn enn rýmri ræðutíma í annarri umræðu. Guðmundur Ari óttast þó ekki um afdrif málsins. „Minnihlutinn allavega ítrekar að hann sé ekki að beita málþófi heldur einungis að rökræða málið efnislega, því tel ég nú að umræðan muni tæmast. Það eru takmarkaðir fletir að skoða á þessari einföldu leiðréttingu þannig við bindum miklar vonir við að málið klárist í vor,“ segir Guðmundur Ari.
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira