Chelsea örugg­lega í úr­slita­leikinn

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Chelsea menn fagna eina marki leiksins sem Dewsbury-Hall skoraði
Chelsea menn fagna eina marki leiksins sem Dewsbury-Hall skoraði Getty/Rob Newell

Chelsea er komið áfram í úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur gegn Djurgården í kvöld. Þar muna þeir mæta annað hvort Fiorentina eða Real Betis en leikur þeirra er kominn í framlengingu.

Chelsea vann fyrri leikinn 4-1 og þar með einvígið 5-1.

Kiernan Dewsbury-Hall skoraði fyrsta mark leiksins á 38. mínútu leiksins, stöngin inn. Hinn 19 ára Tyrique George var með stoðsendinguna en þeir hafa báðir spilað meira í Sambandsdeildinni á þessu tímabili heldur en í deildinni.

Djurgården virkuðu aldrei líklegir til þess að koma til baka og því leyfði Enzo Marresca, þjálfari Chelsea, sér að skipta töluvert af ungum leikmönnum inn á.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira