Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar 7. maí 2025 07:00 Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda. Markmið tillögunnar er skýrt: Að tryggja að einn viðkvæmasti hópur samfélagsins — ungt jaðarsett fólk með fjölþætt geðræn vandamál og félagslegan vanda — fái áfram þá þjónustu sem reynst hefur vel, meðan unnið er að heildstæðri framtíðarsýn um fyrirkomulag þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Janus endurhæfing hefur starfað í rúm 26 ár og veitt samþætta, einstaklingsmiðaða þjónustu sem sameinar heilbrigðis-, mennta- og velferðarsvið í þágu einstaklingsins. Þeir sem þekkja starfsemina best — fagfólk, notendur og aðstandendur — hafa lýst þeirri miklu óvissu og ógn sem steðjar að nú þegar ekki liggja fyrir neinar skýrar tillögur eða hugmyndir um hvað taki við. Yfir 3.000 manns hafa lýst yfir stuðningi við áframhaldandi starfsemi, sem og fjölmörg fagfélög og sérfræðingar. Leitun er að þeim sem geta útskýrt hvers vegna leggja eigi starfsemina niður. Að standa við gefin loforð Ríkisstjórnin hefur ítrekað lagt áherslu á að efla geðheilbrigðisþjónustu og tryggja jafnt aðgengi að úrræðum — sérstaklega fyrir ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Þessi þingsályktun er í fullu samræmi við þær áherslur og býður upp á raunhæfar aðgerðir sem hægt er að hrinda í framkvæmd án tafar: bráðabirgðasamning við Janus endurhæfingu, virkt samráð við fag- og notendahópa, og að unnið sé markvisst að heildstæðri framtíðarsýn. Það er ósk mín að tillagan verði grunnur fyrir ríkisstjórnina til að sýna pólitískan vilja, hugrekki og ábyrgð. Það verður því áhugavert að sjá hversu margir þingmenn stjórnarflokkanna standa með tillögunni — en þegar þessi grein er rituð hef ég fengið fjölmarga tölvupósta með staðfestingu um stuðning þingmanna stjórnarandstöðuflokka. Á sama tíma hafa engin viðbrögð borist frá stjórnarþingmönnum. Ekki einum. Þetta mikilvæga málefni á ekki að snúast um pólitík eða hvort við styðjum einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eður ei. Þetta snýst um viðkvæma einstaklinga sem þurfa á þjónustu á borð við Janus endurhæfingu að halda. Þetta er líflínan þeirra! Við getum valið að grípa inn í Aðgerðarleysi í þessu máli er aðgerð í sjálfu sér — og slík aðgerð bitnar á fólki sem getur engan veginn brugðist við. Með þessari tillögu vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa brú yfir það óhuggulega bil sem nú blasir við og hefja vinnu að nýrri lausn sem nýtur trausts notenda, fagfólks og samfélagsins alls. Ungt fólk með fjölþættan vanda á ekki að falla á milli kerfa. Það er okkar að grípa það og útvega þjónustuúrræði við hæfi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Einhverfa Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda. Markmið tillögunnar er skýrt: Að tryggja að einn viðkvæmasti hópur samfélagsins — ungt jaðarsett fólk með fjölþætt geðræn vandamál og félagslegan vanda — fái áfram þá þjónustu sem reynst hefur vel, meðan unnið er að heildstæðri framtíðarsýn um fyrirkomulag þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Janus endurhæfing hefur starfað í rúm 26 ár og veitt samþætta, einstaklingsmiðaða þjónustu sem sameinar heilbrigðis-, mennta- og velferðarsvið í þágu einstaklingsins. Þeir sem þekkja starfsemina best — fagfólk, notendur og aðstandendur — hafa lýst þeirri miklu óvissu og ógn sem steðjar að nú þegar ekki liggja fyrir neinar skýrar tillögur eða hugmyndir um hvað taki við. Yfir 3.000 manns hafa lýst yfir stuðningi við áframhaldandi starfsemi, sem og fjölmörg fagfélög og sérfræðingar. Leitun er að þeim sem geta útskýrt hvers vegna leggja eigi starfsemina niður. Að standa við gefin loforð Ríkisstjórnin hefur ítrekað lagt áherslu á að efla geðheilbrigðisþjónustu og tryggja jafnt aðgengi að úrræðum — sérstaklega fyrir ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Þessi þingsályktun er í fullu samræmi við þær áherslur og býður upp á raunhæfar aðgerðir sem hægt er að hrinda í framkvæmd án tafar: bráðabirgðasamning við Janus endurhæfingu, virkt samráð við fag- og notendahópa, og að unnið sé markvisst að heildstæðri framtíðarsýn. Það er ósk mín að tillagan verði grunnur fyrir ríkisstjórnina til að sýna pólitískan vilja, hugrekki og ábyrgð. Það verður því áhugavert að sjá hversu margir þingmenn stjórnarflokkanna standa með tillögunni — en þegar þessi grein er rituð hef ég fengið fjölmarga tölvupósta með staðfestingu um stuðning þingmanna stjórnarandstöðuflokka. Á sama tíma hafa engin viðbrögð borist frá stjórnarþingmönnum. Ekki einum. Þetta mikilvæga málefni á ekki að snúast um pólitík eða hvort við styðjum einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eður ei. Þetta snýst um viðkvæma einstaklinga sem þurfa á þjónustu á borð við Janus endurhæfingu að halda. Þetta er líflínan þeirra! Við getum valið að grípa inn í Aðgerðarleysi í þessu máli er aðgerð í sjálfu sér — og slík aðgerð bitnar á fólki sem getur engan veginn brugðist við. Með þessari tillögu vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa brú yfir það óhuggulega bil sem nú blasir við og hefja vinnu að nýrri lausn sem nýtur trausts notenda, fagfólks og samfélagsins alls. Ungt fólk með fjölþættan vanda á ekki að falla á milli kerfa. Það er okkar að grípa það og útvega þjónustuúrræði við hæfi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun