Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar 6. maí 2025 21:31 Inngangur Sjávarútvegur hefur um aldir verið burðarás í íslensku efnahagslífi og samfélagi. Hann hefur skilað gríðarlegum verðmætum inn í þjóðarbúið og skapað fjölda starfa, bæði beint og óbeint, víðs vegar um landið. Þannig hefur myndast keðjuverkun – margföldunaráhrif – þar sem vöxtur og velgengni í sjávarútvegi hefur smitað út frá sér til annarra atvinnugreina og samfélagshluta. Í gegnum árin hafa fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði stór og smá, byggst upp, þróast og stutt við samfélögin í kringum sig. Þetta hefur gert mörgum kleift að skapa sér og sínum betri framtíð og tryggari lífsskilyrði. Því er mikilvægt að við sem þjóð tökum ekki slíkt framlag sem sjálfsagt, heldur kunnum að meta það sem vel hefur gengið. Frá niðursveiflu til nýsköpunar Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna tímabil þar sem sjávarútvegur var rekin með miklum tapi. Útgerðin var nánast á núlli – í besta falli. Á þeim tíma þurfti ríkið oft að greiða með greininni, meðal annars í formi styrkja og stuðningsaðgerða. Hagnaður var ekki talinn æskilegur, og útgerð var jafnvel fordæmd ef hún sýndi jákvæða afkomu. En nú er öldin önnur. Eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafa loksins getað ráðist í endurskipulagningu og uppbyggingu, fjárfest í nýjum skipum, tækni og nýsköpun. Þetta hefur fært greininni aukna sjálfbærni og virðingu á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð í heiminum í dag með vinnslubúnað og tækni sem þróuð er og framleidd á Íslandi. Starfsfólk sjávarútvegsins og fjölskyldur þeirra eru hjartað í þessari starfsemi, og velferð þeirra ræðst af árangri fyrirtækjanna. Ábyrgð og neikvæð umræða Það er ekki öllum gefið að standa í atvinnurekstri – að axla ábyrgð á rekstri, fjárfestingum og lífsviðurværi fjölda annarra. Það krefst hugrekkis, þekkingar og staðfestu. Því ber að virða þá sem leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri og byggja upp verðmæti fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir þetta hefur umræðan um sjávarútveg á Íslandi lengi verið lituð af tortryggni og jafnvel hatri. Í meira en þrjátíu ár hafa einstaklingar í greininni mátt þola uppnefni á borð við „sægreifar“, „glæpamenn“ og „ræningjar“. Slík orðræða, sem kemur bæði úr röðum stjórnmálamanna og almennings, hefur staðið yfir linnulaust í rúm 30 ár og er afar ósanngjörn. Þetta hefur haft djúpstæð áhrif á ímynd greinarinnar og jafnvel á líf þeirra sem í henni starfa. Alþingismenn setja reglurnar sem fyrirtæki í atvinnurekstri ber að fara eftir og þannig er það með kvótakerfið. Niðurstaða Við verðum að spyrja okkur: Hverjar eru afleiðingarnar ef við áfram vanmetum, fyrirlíum og tölum niður þá sem skapa verðmæti? Er skynsamlegt að ýta atvinnugreinum sem skila arði úr landi með neikvæðri umræðu og fjandskap? Nú á að drepa niður sjávarútveginn með ofurskattheimtu, viðbótarskatti og það virðist hlakka í sumum þingmönnum og maður spyr sig hvert þessir þingmenn séu yfirhöfuð færir um að axla ábyrgð á sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stað þess að tortryggja árangur ættum við að hvetja til ábyrgðar, umbóta og uppbyggingar – því á endanum nýtur samfélagið allt góðs af öflugum og heilbrigðum sjávarútvegi. Höfundur er áhugasamur um sjávarútveg á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Inngangur Sjávarútvegur hefur um aldir verið burðarás í íslensku efnahagslífi og samfélagi. Hann hefur skilað gríðarlegum verðmætum inn í þjóðarbúið og skapað fjölda starfa, bæði beint og óbeint, víðs vegar um landið. Þannig hefur myndast keðjuverkun – margföldunaráhrif – þar sem vöxtur og velgengni í sjávarútvegi hefur smitað út frá sér til annarra atvinnugreina og samfélagshluta. Í gegnum árin hafa fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði stór og smá, byggst upp, þróast og stutt við samfélögin í kringum sig. Þetta hefur gert mörgum kleift að skapa sér og sínum betri framtíð og tryggari lífsskilyrði. Því er mikilvægt að við sem þjóð tökum ekki slíkt framlag sem sjálfsagt, heldur kunnum að meta það sem vel hefur gengið. Frá niðursveiflu til nýsköpunar Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna tímabil þar sem sjávarútvegur var rekin með miklum tapi. Útgerðin var nánast á núlli – í besta falli. Á þeim tíma þurfti ríkið oft að greiða með greininni, meðal annars í formi styrkja og stuðningsaðgerða. Hagnaður var ekki talinn æskilegur, og útgerð var jafnvel fordæmd ef hún sýndi jákvæða afkomu. En nú er öldin önnur. Eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafa loksins getað ráðist í endurskipulagningu og uppbyggingu, fjárfest í nýjum skipum, tækni og nýsköpun. Þetta hefur fært greininni aukna sjálfbærni og virðingu á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð í heiminum í dag með vinnslubúnað og tækni sem þróuð er og framleidd á Íslandi. Starfsfólk sjávarútvegsins og fjölskyldur þeirra eru hjartað í þessari starfsemi, og velferð þeirra ræðst af árangri fyrirtækjanna. Ábyrgð og neikvæð umræða Það er ekki öllum gefið að standa í atvinnurekstri – að axla ábyrgð á rekstri, fjárfestingum og lífsviðurværi fjölda annarra. Það krefst hugrekkis, þekkingar og staðfestu. Því ber að virða þá sem leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri og byggja upp verðmæti fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir þetta hefur umræðan um sjávarútveg á Íslandi lengi verið lituð af tortryggni og jafnvel hatri. Í meira en þrjátíu ár hafa einstaklingar í greininni mátt þola uppnefni á borð við „sægreifar“, „glæpamenn“ og „ræningjar“. Slík orðræða, sem kemur bæði úr röðum stjórnmálamanna og almennings, hefur staðið yfir linnulaust í rúm 30 ár og er afar ósanngjörn. Þetta hefur haft djúpstæð áhrif á ímynd greinarinnar og jafnvel á líf þeirra sem í henni starfa. Alþingismenn setja reglurnar sem fyrirtæki í atvinnurekstri ber að fara eftir og þannig er það með kvótakerfið. Niðurstaða Við verðum að spyrja okkur: Hverjar eru afleiðingarnar ef við áfram vanmetum, fyrirlíum og tölum niður þá sem skapa verðmæti? Er skynsamlegt að ýta atvinnugreinum sem skila arði úr landi með neikvæðri umræðu og fjandskap? Nú á að drepa niður sjávarútveginn með ofurskattheimtu, viðbótarskatti og það virðist hlakka í sumum þingmönnum og maður spyr sig hvert þessir þingmenn séu yfirhöfuð færir um að axla ábyrgð á sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stað þess að tortryggja árangur ættum við að hvetja til ábyrgðar, umbóta og uppbyggingar – því á endanum nýtur samfélagið allt góðs af öflugum og heilbrigðum sjávarútvegi. Höfundur er áhugasamur um sjávarútveg á Íslandi
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun