Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar 1. maí 2025 11:31 Þegar þetta er skrifað að morgni 1. maí, eru 55 ár síðan ég gekk niður Laugaveg, fram hjá meðal annars stórri styttu af konu og hópi kvenna sem flestar voru á rauðum sokkum. Nokkrar þær yngstu voru í stuttum pilsum eins og var tíska, þannig að betur mætti sjá sokkana. Ég vorkenndi þeim í vorkuldanum, og sá að þessar konur voru hafðar aftast í göngunni, eiginlega fyrir aftan aðalgönguna. Barnið spyr ekki spurninga um svona mál, en þær vöktu athygli. Þær voru ótrúlega róttækar, ekki vegna þess að þær kröfðust jafnréttis kynjanna, því það er eins langt frá róttækni og hægt er að hugsa sér, og eins nálægt því að vera það sem alltaf á að gilda, alls staðar. Sama gildir um jöfnuð fólks eftir húðlit, trú, uppruna og öllu öðru sem ekki hefur neitt með manngildi þeirra að gera. Það er ekki róttækni, heldur grundvallargildi. Róttækni þeirra fólst í því sem þær náðu fram aðeins fimm og hálfu ári síðar, á kvennafrídaginn í október 1975. Þá lögðu konur niður vinnu og fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur. Á aðeins fimm og hálfu ári náðu rauðsokkur og aðrar kvenfrelsiskonur að stíga þetta risaskref, sem breytti þjóðfélaginu. Næstu ár á eftir breyttu miklu í réttindum kvenna, þó að sjálfsögðu hefðu verið stigin stór skref fram að því. Margar raddir sögðu 1975 að jafnrétti væri í raun náð. Ég hef það alltaf í huga þegar ég heyri þessu haldið fram síðan. Hvers vegna lögðu konur niður vinnu 24. október 1975? Fyrir margar þeirra, eins og móður mína, var þetta afar stuttur „frídagur“, í mesta lagi nokkrir tímar til að fara niður í bæ og mótmæla, og svo heim aftur að elda í karlinn og krakkana, og vinna flest heimilisverkin. Við systkinin vorum reyndar alin upp í að taka okkar hluta af þessum verkum, sem gekk misvel, en ætlunin var að vinnan lenti ekki bara á móðurinni, sem vann fulla vinnu og var auk þess að mennta sig til betri starfa. Svarið er að verkfall er oft það eina sem dugir til að fá alla til að taka raunverulega eftir hvað þarf að gera. Í fjölda ára hafði stór hluti Íslendinga haldið því fram að hér væri raunverulegt jafnrétti og tal um aukið jafnrétti væri byggt á vitleysu. 24. október 1975 breyttist það allt. Þetta er allt of oft hlutskipti vinnandi fólks, hvort sem það er í launavinnu eða heimastörfum. Það er ekkert hlustað á mál þeirra fyrr en því er fylgt eftir með verkfalli. Hvort sem okkur þykir það betur eða verr, og málflutningur vinnuveitenda sýnir að þeim þykir það verr, þá er það alltof oft nauðsyn en ekki val. Þessi karl tekur ofan hatt sinn í dag fyrir þeim konum sem stóðu að þessum tveimur viðburðum. Höfundur er upplýsingafræðingur og stjórnsýslufræðingur, og situr í stjórn Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Jafnréttismál Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað að morgni 1. maí, eru 55 ár síðan ég gekk niður Laugaveg, fram hjá meðal annars stórri styttu af konu og hópi kvenna sem flestar voru á rauðum sokkum. Nokkrar þær yngstu voru í stuttum pilsum eins og var tíska, þannig að betur mætti sjá sokkana. Ég vorkenndi þeim í vorkuldanum, og sá að þessar konur voru hafðar aftast í göngunni, eiginlega fyrir aftan aðalgönguna. Barnið spyr ekki spurninga um svona mál, en þær vöktu athygli. Þær voru ótrúlega róttækar, ekki vegna þess að þær kröfðust jafnréttis kynjanna, því það er eins langt frá róttækni og hægt er að hugsa sér, og eins nálægt því að vera það sem alltaf á að gilda, alls staðar. Sama gildir um jöfnuð fólks eftir húðlit, trú, uppruna og öllu öðru sem ekki hefur neitt með manngildi þeirra að gera. Það er ekki róttækni, heldur grundvallargildi. Róttækni þeirra fólst í því sem þær náðu fram aðeins fimm og hálfu ári síðar, á kvennafrídaginn í október 1975. Þá lögðu konur niður vinnu og fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur. Á aðeins fimm og hálfu ári náðu rauðsokkur og aðrar kvenfrelsiskonur að stíga þetta risaskref, sem breytti þjóðfélaginu. Næstu ár á eftir breyttu miklu í réttindum kvenna, þó að sjálfsögðu hefðu verið stigin stór skref fram að því. Margar raddir sögðu 1975 að jafnrétti væri í raun náð. Ég hef það alltaf í huga þegar ég heyri þessu haldið fram síðan. Hvers vegna lögðu konur niður vinnu 24. október 1975? Fyrir margar þeirra, eins og móður mína, var þetta afar stuttur „frídagur“, í mesta lagi nokkrir tímar til að fara niður í bæ og mótmæla, og svo heim aftur að elda í karlinn og krakkana, og vinna flest heimilisverkin. Við systkinin vorum reyndar alin upp í að taka okkar hluta af þessum verkum, sem gekk misvel, en ætlunin var að vinnan lenti ekki bara á móðurinni, sem vann fulla vinnu og var auk þess að mennta sig til betri starfa. Svarið er að verkfall er oft það eina sem dugir til að fá alla til að taka raunverulega eftir hvað þarf að gera. Í fjölda ára hafði stór hluti Íslendinga haldið því fram að hér væri raunverulegt jafnrétti og tal um aukið jafnrétti væri byggt á vitleysu. 24. október 1975 breyttist það allt. Þetta er allt of oft hlutskipti vinnandi fólks, hvort sem það er í launavinnu eða heimastörfum. Það er ekkert hlustað á mál þeirra fyrr en því er fylgt eftir með verkfalli. Hvort sem okkur þykir það betur eða verr, og málflutningur vinnuveitenda sýnir að þeim þykir það verr, þá er það alltof oft nauðsyn en ekki val. Þessi karl tekur ofan hatt sinn í dag fyrir þeim konum sem stóðu að þessum tveimur viðburðum. Höfundur er upplýsingafræðingur og stjórnsýslufræðingur, og situr í stjórn Visku stéttarfélags.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar