Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar 19. ágúst 2025 07:30 „Ég klæddi mig í rauða vestið og fór á staðinn þar sem sprengjan sprakk. Enginn var mættur til að aðstoða. Ég var með skyndihjálpartösku og veitti særðum fyrstu hjálp. Þegar bráðaliðar komu á vettvang hélt ég áfram að veita aðstoð.“ Þannig lýsir Nima Ahmadi, sjálfboðaliði Rauða hálfmánans, því er hann fór á vettvang í hverfinu sínu um leið og átök blossuðu upp í Íran í júní. Þau stóðu í tólf langa daga og Nima var að störfum allan þann tíma. Þegar neyðarástand skapast, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, eru sjálfboðaliðar eins og Nima og starfsfólk Rauða krossins og Rauða hálfmánans oft fyrst á vettvang. Þangað mæta þau til að hlúa að slösuðum, særðum og hræddum. Þau bera engin vopn heldur hjálpargögn og von fyrir manneskjur í nauðum. Þau eiga að njóta verndar. Þau eru ekki skotmörk. En hinn ískaldi veruleiki er hins vegar sá að í fyrra létust 32 þeirra við störf sín. Nær öll voru drepin. Í ár hafa sautján þeirra hlotið sömu örlög. Það stefnir því í að árið 2025 verði það hættulegasta frá upphafi fyrir þau sem starfa við að veita öðrum aðstoð á hættusvæðum. Fyrir þau sem koma til hjálpar á meðan aðrir flýja. Og það er með öllu óásættanlegt. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna, en þessi dagur var valinn því fyrir 22 árum síðan létust 19 hjálparstarfsmenn þegar sprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í Baghdad. Í því tilefni heiðrum við sérstaklega þær milljónir hjálparstarfsmanna um allan heim sem starfa í þágu mannúðar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans og annara hjálparstofnanna. Ofbeldi gegn þessum kollegum okkar, sem virðist vera að færast í aukana, verður að linna. Það kann að hljóma undarlega í einhverra eyru en meira að segja í stríði gilda ákveðnar reglur sem ríki heims hafa sammælst um. Sem þau hafa skuldbundið sig til að fylgja. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum á mannúðarstarfsfólk að njóta virðingar og verndar, rétt eins og heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús og allir almennir borgarar. Að sjálfsögðu fá allir sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem og starfsmenn félaganna ítarlega þjálfun sem á að tryggja öryggi þeirra á hættusvæðum eftir fremsta megni. En þegar átök geisa þarf að treysta á að þeir sem aðild að þeim eiga, þeir sem bera og beita vopnum, fylgi lögum sem gilda í stríði. Að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ekki þá hópa sem njóta skulu verndar. Árið 2024 og það sem af er árinu 2025 hefur fólk klætt rauðum vestum með merkjum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans verið drepið á Gaza, í Íran, Súdan, Austur-Kongó, Alsír, Sýrlandi og Eþíópíu. Langflestir hafa fallið á Gaza, 25 manneskjur þegar þetta er skrifað. Fimm létust í Íran á meðan átökin stóðu þar yfir í júní. Þegar fleiri voru komnir til aðstoðar særðum í hverfinu hans Nima fór hann í næsta hverfi. Þar fann hann þrjú börn liggjandi á götunni, þakin ryki. „Ég var einn. Ég hjálpaði þeim og hélt svo áfram á næsta stað. Ég hætti ekki.“ Við megum ekki heldur hætta. Við megum ekki hætta að veita fólki í nauðum aðstoð og við megum ekki hætta að krefjast þess að þau sem hlaupa í átt að hættunni en ekki frá henni njóti sannarlega verndar. Að þeir sem beri ábyrgð á beitingu vopna standi við skuldbindingar sínar. Það er ekki nóg að heiðra sjálfboðaliða og mannúðarstarfsfólk. Við verðum að standa með þeim þegar þau þurfa mest á okkur að halda. Sem er akkúrat núna. Við getum þetta ekki ein. Við biðjum þig að vera í liði með mannúðinni. Því saman er rödd okkar sterkari. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Hjálparstarf Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
„Ég klæddi mig í rauða vestið og fór á staðinn þar sem sprengjan sprakk. Enginn var mættur til að aðstoða. Ég var með skyndihjálpartösku og veitti særðum fyrstu hjálp. Þegar bráðaliðar komu á vettvang hélt ég áfram að veita aðstoð.“ Þannig lýsir Nima Ahmadi, sjálfboðaliði Rauða hálfmánans, því er hann fór á vettvang í hverfinu sínu um leið og átök blossuðu upp í Íran í júní. Þau stóðu í tólf langa daga og Nima var að störfum allan þann tíma. Þegar neyðarástand skapast, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, eru sjálfboðaliðar eins og Nima og starfsfólk Rauða krossins og Rauða hálfmánans oft fyrst á vettvang. Þangað mæta þau til að hlúa að slösuðum, særðum og hræddum. Þau bera engin vopn heldur hjálpargögn og von fyrir manneskjur í nauðum. Þau eiga að njóta verndar. Þau eru ekki skotmörk. En hinn ískaldi veruleiki er hins vegar sá að í fyrra létust 32 þeirra við störf sín. Nær öll voru drepin. Í ár hafa sautján þeirra hlotið sömu örlög. Það stefnir því í að árið 2025 verði það hættulegasta frá upphafi fyrir þau sem starfa við að veita öðrum aðstoð á hættusvæðum. Fyrir þau sem koma til hjálpar á meðan aðrir flýja. Og það er með öllu óásættanlegt. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna, en þessi dagur var valinn því fyrir 22 árum síðan létust 19 hjálparstarfsmenn þegar sprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í Baghdad. Í því tilefni heiðrum við sérstaklega þær milljónir hjálparstarfsmanna um allan heim sem starfa í þágu mannúðar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans og annara hjálparstofnanna. Ofbeldi gegn þessum kollegum okkar, sem virðist vera að færast í aukana, verður að linna. Það kann að hljóma undarlega í einhverra eyru en meira að segja í stríði gilda ákveðnar reglur sem ríki heims hafa sammælst um. Sem þau hafa skuldbundið sig til að fylgja. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum á mannúðarstarfsfólk að njóta virðingar og verndar, rétt eins og heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús og allir almennir borgarar. Að sjálfsögðu fá allir sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem og starfsmenn félaganna ítarlega þjálfun sem á að tryggja öryggi þeirra á hættusvæðum eftir fremsta megni. En þegar átök geisa þarf að treysta á að þeir sem aðild að þeim eiga, þeir sem bera og beita vopnum, fylgi lögum sem gilda í stríði. Að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ekki þá hópa sem njóta skulu verndar. Árið 2024 og það sem af er árinu 2025 hefur fólk klætt rauðum vestum með merkjum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans verið drepið á Gaza, í Íran, Súdan, Austur-Kongó, Alsír, Sýrlandi og Eþíópíu. Langflestir hafa fallið á Gaza, 25 manneskjur þegar þetta er skrifað. Fimm létust í Íran á meðan átökin stóðu þar yfir í júní. Þegar fleiri voru komnir til aðstoðar særðum í hverfinu hans Nima fór hann í næsta hverfi. Þar fann hann þrjú börn liggjandi á götunni, þakin ryki. „Ég var einn. Ég hjálpaði þeim og hélt svo áfram á næsta stað. Ég hætti ekki.“ Við megum ekki heldur hætta. Við megum ekki hætta að veita fólki í nauðum aðstoð og við megum ekki hætta að krefjast þess að þau sem hlaupa í átt að hættunni en ekki frá henni njóti sannarlega verndar. Að þeir sem beri ábyrgð á beitingu vopna standi við skuldbindingar sínar. Það er ekki nóg að heiðra sjálfboðaliða og mannúðarstarfsfólk. Við verðum að standa með þeim þegar þau þurfa mest á okkur að halda. Sem er akkúrat núna. Við getum þetta ekki ein. Við biðjum þig að vera í liði með mannúðinni. Því saman er rödd okkar sterkari. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun