Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar 19. ágúst 2025 07:30 „Ég klæddi mig í rauða vestið og fór á staðinn þar sem sprengjan sprakk. Enginn var mættur til að aðstoða. Ég var með skyndihjálpartösku og veitti særðum fyrstu hjálp. Þegar bráðaliðar komu á vettvang hélt ég áfram að veita aðstoð.“ Þannig lýsir Nima Ahmadi, sjálfboðaliði Rauða hálfmánans, því er hann fór á vettvang í hverfinu sínu um leið og átök blossuðu upp í Íran í júní. Þau stóðu í tólf langa daga og Nima var að störfum allan þann tíma. Þegar neyðarástand skapast, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, eru sjálfboðaliðar eins og Nima og starfsfólk Rauða krossins og Rauða hálfmánans oft fyrst á vettvang. Þangað mæta þau til að hlúa að slösuðum, særðum og hræddum. Þau bera engin vopn heldur hjálpargögn og von fyrir manneskjur í nauðum. Þau eiga að njóta verndar. Þau eru ekki skotmörk. En hinn ískaldi veruleiki er hins vegar sá að í fyrra létust 32 þeirra við störf sín. Nær öll voru drepin. Í ár hafa sautján þeirra hlotið sömu örlög. Það stefnir því í að árið 2025 verði það hættulegasta frá upphafi fyrir þau sem starfa við að veita öðrum aðstoð á hættusvæðum. Fyrir þau sem koma til hjálpar á meðan aðrir flýja. Og það er með öllu óásættanlegt. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna, en þessi dagur var valinn því fyrir 22 árum síðan létust 19 hjálparstarfsmenn þegar sprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í Baghdad. Í því tilefni heiðrum við sérstaklega þær milljónir hjálparstarfsmanna um allan heim sem starfa í þágu mannúðar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans og annara hjálparstofnanna. Ofbeldi gegn þessum kollegum okkar, sem virðist vera að færast í aukana, verður að linna. Það kann að hljóma undarlega í einhverra eyru en meira að segja í stríði gilda ákveðnar reglur sem ríki heims hafa sammælst um. Sem þau hafa skuldbundið sig til að fylgja. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum á mannúðarstarfsfólk að njóta virðingar og verndar, rétt eins og heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús og allir almennir borgarar. Að sjálfsögðu fá allir sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem og starfsmenn félaganna ítarlega þjálfun sem á að tryggja öryggi þeirra á hættusvæðum eftir fremsta megni. En þegar átök geisa þarf að treysta á að þeir sem aðild að þeim eiga, þeir sem bera og beita vopnum, fylgi lögum sem gilda í stríði. Að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ekki þá hópa sem njóta skulu verndar. Árið 2024 og það sem af er árinu 2025 hefur fólk klætt rauðum vestum með merkjum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans verið drepið á Gaza, í Íran, Súdan, Austur-Kongó, Alsír, Sýrlandi og Eþíópíu. Langflestir hafa fallið á Gaza, 25 manneskjur þegar þetta er skrifað. Fimm létust í Íran á meðan átökin stóðu þar yfir í júní. Þegar fleiri voru komnir til aðstoðar særðum í hverfinu hans Nima fór hann í næsta hverfi. Þar fann hann þrjú börn liggjandi á götunni, þakin ryki. „Ég var einn. Ég hjálpaði þeim og hélt svo áfram á næsta stað. Ég hætti ekki.“ Við megum ekki heldur hætta. Við megum ekki hætta að veita fólki í nauðum aðstoð og við megum ekki hætta að krefjast þess að þau sem hlaupa í átt að hættunni en ekki frá henni njóti sannarlega verndar. Að þeir sem beri ábyrgð á beitingu vopna standi við skuldbindingar sínar. Það er ekki nóg að heiðra sjálfboðaliða og mannúðarstarfsfólk. Við verðum að standa með þeim þegar þau þurfa mest á okkur að halda. Sem er akkúrat núna. Við getum þetta ekki ein. Við biðjum þig að vera í liði með mannúðinni. Því saman er rödd okkar sterkari. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Hjálparstarf Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Ég klæddi mig í rauða vestið og fór á staðinn þar sem sprengjan sprakk. Enginn var mættur til að aðstoða. Ég var með skyndihjálpartösku og veitti særðum fyrstu hjálp. Þegar bráðaliðar komu á vettvang hélt ég áfram að veita aðstoð.“ Þannig lýsir Nima Ahmadi, sjálfboðaliði Rauða hálfmánans, því er hann fór á vettvang í hverfinu sínu um leið og átök blossuðu upp í Íran í júní. Þau stóðu í tólf langa daga og Nima var að störfum allan þann tíma. Þegar neyðarástand skapast, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, eru sjálfboðaliðar eins og Nima og starfsfólk Rauða krossins og Rauða hálfmánans oft fyrst á vettvang. Þangað mæta þau til að hlúa að slösuðum, særðum og hræddum. Þau bera engin vopn heldur hjálpargögn og von fyrir manneskjur í nauðum. Þau eiga að njóta verndar. Þau eru ekki skotmörk. En hinn ískaldi veruleiki er hins vegar sá að í fyrra létust 32 þeirra við störf sín. Nær öll voru drepin. Í ár hafa sautján þeirra hlotið sömu örlög. Það stefnir því í að árið 2025 verði það hættulegasta frá upphafi fyrir þau sem starfa við að veita öðrum aðstoð á hættusvæðum. Fyrir þau sem koma til hjálpar á meðan aðrir flýja. Og það er með öllu óásættanlegt. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna, en þessi dagur var valinn því fyrir 22 árum síðan létust 19 hjálparstarfsmenn þegar sprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í Baghdad. Í því tilefni heiðrum við sérstaklega þær milljónir hjálparstarfsmanna um allan heim sem starfa í þágu mannúðar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans og annara hjálparstofnanna. Ofbeldi gegn þessum kollegum okkar, sem virðist vera að færast í aukana, verður að linna. Það kann að hljóma undarlega í einhverra eyru en meira að segja í stríði gilda ákveðnar reglur sem ríki heims hafa sammælst um. Sem þau hafa skuldbundið sig til að fylgja. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum á mannúðarstarfsfólk að njóta virðingar og verndar, rétt eins og heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús og allir almennir borgarar. Að sjálfsögðu fá allir sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem og starfsmenn félaganna ítarlega þjálfun sem á að tryggja öryggi þeirra á hættusvæðum eftir fremsta megni. En þegar átök geisa þarf að treysta á að þeir sem aðild að þeim eiga, þeir sem bera og beita vopnum, fylgi lögum sem gilda í stríði. Að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ekki þá hópa sem njóta skulu verndar. Árið 2024 og það sem af er árinu 2025 hefur fólk klætt rauðum vestum með merkjum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans verið drepið á Gaza, í Íran, Súdan, Austur-Kongó, Alsír, Sýrlandi og Eþíópíu. Langflestir hafa fallið á Gaza, 25 manneskjur þegar þetta er skrifað. Fimm létust í Íran á meðan átökin stóðu þar yfir í júní. Þegar fleiri voru komnir til aðstoðar særðum í hverfinu hans Nima fór hann í næsta hverfi. Þar fann hann þrjú börn liggjandi á götunni, þakin ryki. „Ég var einn. Ég hjálpaði þeim og hélt svo áfram á næsta stað. Ég hætti ekki.“ Við megum ekki heldur hætta. Við megum ekki hætta að veita fólki í nauðum aðstoð og við megum ekki hætta að krefjast þess að þau sem hlaupa í átt að hættunni en ekki frá henni njóti sannarlega verndar. Að þeir sem beri ábyrgð á beitingu vopna standi við skuldbindingar sínar. Það er ekki nóg að heiðra sjálfboðaliða og mannúðarstarfsfólk. Við verðum að standa með þeim þegar þau þurfa mest á okkur að halda. Sem er akkúrat núna. Við getum þetta ekki ein. Við biðjum þig að vera í liði með mannúðinni. Því saman er rödd okkar sterkari. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun