Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar 21. ágúst 2025 08:30 Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða. Góðu fréttirnar eru þær að lausnirnar eru til staðar og nú þurfum við einfaldlega að láta hendur standa fram úr ermum; virkja styrk samfélagsins, sameina krafta atvinnulífs og stjórnvalda og efla þannig samvinnu sem skilar raunverulegum aðgerðum. Hér á Íslandi höfum við öll tækifæri til að gera þetta. Forskot í nýtingu auðlinda, orkuskipti, græn iðnbylting, íslenskt hugvit á sviði loftslagslausna og markvisst samstarf atvinnulífs og stjórnvalda. Þetta eru ekki bara hugmyndir á blaði heldur raunverulegir möguleikar sem Ísland getur nýtt sér. Allt eru þetta atriði sem skilað hafa vel launuðum störfum, stuðlað að samkeppnishæfi og auknum lífsgæðum á Íslandi. Næsta skref er að tengja saman loftslags- og atvinnustefnu stjórnvalda við verkfærakistu atvinnulífsins og hrinda áætlunum í framkvæmd. Erlendis má finna innblástur. Danir hafa til að mynda, með NEKST-samstarfinu, sýnt hvernig markviss samvinna stjórnvalda og atvinnulífs skilar raunverulegum niðurstöðum fyrir umhverfi, samfélag og efnahag. Samtarf til framtíðar - öflugt Ísland Við getum lært af öðrum en jafnframt byggt á okkar eigin styrkleikum og þeim árangri sem náðst hefur hérlendis. Þar má nefna verkefnið Byggjum á grænni framtíð, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila í byggingariðnaðinum um vistvænni mannvirkjagerð og aðgerðir í loftslagmálum. Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 hefur þegar skilað 40 árangursríkum aðgerðum af þeim 74 sem upphaflega voru settar fram, og nýlega voru kynntar 16 nýjar aðgerðir. Verkefnið er fyrirmyndarverkefni þegar kemur að framkvæmd stefnu í loftslagsmálum og gott dæmi um það hvernig samstarf stjórnvalda og atvinnulífs skilar áþreifanlegum árangri á þessu sviði. Á ársfundi Grænvangs, Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Á fundinum munum við flétta skapandi hugsun við hagnýtar lausnir og vera hvert öðru innblástur til að takast í sameiningu á við áskoranir morgundagsins. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs,samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsmál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða. Góðu fréttirnar eru þær að lausnirnar eru til staðar og nú þurfum við einfaldlega að láta hendur standa fram úr ermum; virkja styrk samfélagsins, sameina krafta atvinnulífs og stjórnvalda og efla þannig samvinnu sem skilar raunverulegum aðgerðum. Hér á Íslandi höfum við öll tækifæri til að gera þetta. Forskot í nýtingu auðlinda, orkuskipti, græn iðnbylting, íslenskt hugvit á sviði loftslagslausna og markvisst samstarf atvinnulífs og stjórnvalda. Þetta eru ekki bara hugmyndir á blaði heldur raunverulegir möguleikar sem Ísland getur nýtt sér. Allt eru þetta atriði sem skilað hafa vel launuðum störfum, stuðlað að samkeppnishæfi og auknum lífsgæðum á Íslandi. Næsta skref er að tengja saman loftslags- og atvinnustefnu stjórnvalda við verkfærakistu atvinnulífsins og hrinda áætlunum í framkvæmd. Erlendis má finna innblástur. Danir hafa til að mynda, með NEKST-samstarfinu, sýnt hvernig markviss samvinna stjórnvalda og atvinnulífs skilar raunverulegum niðurstöðum fyrir umhverfi, samfélag og efnahag. Samtarf til framtíðar - öflugt Ísland Við getum lært af öðrum en jafnframt byggt á okkar eigin styrkleikum og þeim árangri sem náðst hefur hérlendis. Þar má nefna verkefnið Byggjum á grænni framtíð, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila í byggingariðnaðinum um vistvænni mannvirkjagerð og aðgerðir í loftslagmálum. Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 hefur þegar skilað 40 árangursríkum aðgerðum af þeim 74 sem upphaflega voru settar fram, og nýlega voru kynntar 16 nýjar aðgerðir. Verkefnið er fyrirmyndarverkefni þegar kemur að framkvæmd stefnu í loftslagsmálum og gott dæmi um það hvernig samstarf stjórnvalda og atvinnulífs skilar áþreifanlegum árangri á þessu sviði. Á ársfundi Grænvangs, Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Á fundinum munum við flétta skapandi hugsun við hagnýtar lausnir og vera hvert öðru innblástur til að takast í sameiningu á við áskoranir morgundagsins. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs,samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun