Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar 20. ágúst 2025 15:00 Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni. Afleiðingin er þung óvissa fyrir íslensk heimili og svartar horfur á húsnæðismarkaði. Fjölskyldur um allt land líða fyrir ráðaleysið; halda að sér höndum, komast hvergi inn á húsnæðismarkað og enda sumar á að flytja jafnvel úr landi. Aðrar fjölskyldur fresta frekari barneignum vegna vonleysis um að komast í stærra húsnæði. Þetta síðastnefnda heyri ég æ meira og er sannkölluð rauð viðvörun fyrir stjórnmálastétt sem ætti að hafa hugann við framtíð þjóðarinnar. Við erum með plan, sagði Samfylkingin fyrir kosningar. En hvergi heyrist af plani til þess að taka á rót vandans; stjórnleysi í ríkisfjármálum, stjórnleysi í innflytjendamálum og stjórnleysi á húsnæðismarkaði. Við getum því ekki farið í saumana á þeim plönum hér. Við getum hins vegar velt fyrir okkur öðru plani, sem sannarlega hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Það er Evrópuplanið, sem var reyndar, ólíkt öðrum plönum, ekki kynnt með sama hætti fyrir kosningar. Öllu heldur sagði Kristrún Frostadóttir orðrétt í hlaðvarpsviðtali að þetta væri ekki rétti tíminn til að fara í þá vegferð og lét þar svo um mælt: „Forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem við getum ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs.“ Eftir kosningar hefur þessi forgangsröðun Samfylkingarinnar snúist við. Óljóst er hvort Samfylkingin hafi því stundað blekkingar fyrir kosningar eða misst stjórn á málaflokknum í hendur Viðreisnar. Í öllu falli er ljóst hvaða plan skiptir mestu í augum Viðreisnar. Rifja má upp þegar þingflokksformaður Viðreisnar glímdi við blendnar tilfinningar í samfélagsmiðlafærslu þegar stýrivextir voru síðast lækkaðir í febrúar. Þar samþykkti Sigmar Guðmundsson svo sem stýrivaxtalækkunina en virtist hafa áhyggjur af því að fólk gæti misst sjónar á mikilvægari málum, s.s. ESB-aðild: „Mikið fagnaðarefni að stýrivextir hafi lækkað talsvert. [...] En auðvitað er það sturluð staðreynd að eftir þrjár lækkanir í röð séu stýrivextir samt átta prósentustig. [...] Vonandi tekst okkur með tíð og tíma að komast út úr þessu galna umhverfi.“ Við þetta tilefni lýsti ég áhyggjum af því að áherslan á ESB kynni að skyggja á verkgleði stjórnarinnar til þess að bæta kjör landsmanna með þegar tiltækum ráðum. Hætt væri við að hörðustu Evrópusinnar færu hreinlega að leita huggunar í lögmáli sem Kristrún Frostadóttir sjálf lýsti einmitt sjálf svo vel í fyrrnefndu hlaðvarpsviðtali: „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið, er að þegar það gengur illa, þegar það koma háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í ESB.” Í ljósi nýjustu tíðinda er rétt að minna ríkisstjórnina á að Evrópuplön eiga aldrei nokkurn tímann að ganga framar öðrum mun mikilvægari plönum. Rétt er að minna Kristrúnu á að forgangur íslenskra stjórnvalda eigi að vera aðgerðir sem við getum sjálf ráðist í strax í dag, en ekki lausnir í formi alþjóðlegs samstarfs, rétt eins og hún sagði sjálf. Að lokum er rétt að minna Kristrúnu á aðra eftirminnilega yfirlýsingu sem hún lét falla í sömu andrá um Evrópusambandið: „Það er bannað að plata. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni. Afleiðingin er þung óvissa fyrir íslensk heimili og svartar horfur á húsnæðismarkaði. Fjölskyldur um allt land líða fyrir ráðaleysið; halda að sér höndum, komast hvergi inn á húsnæðismarkað og enda sumar á að flytja jafnvel úr landi. Aðrar fjölskyldur fresta frekari barneignum vegna vonleysis um að komast í stærra húsnæði. Þetta síðastnefnda heyri ég æ meira og er sannkölluð rauð viðvörun fyrir stjórnmálastétt sem ætti að hafa hugann við framtíð þjóðarinnar. Við erum með plan, sagði Samfylkingin fyrir kosningar. En hvergi heyrist af plani til þess að taka á rót vandans; stjórnleysi í ríkisfjármálum, stjórnleysi í innflytjendamálum og stjórnleysi á húsnæðismarkaði. Við getum því ekki farið í saumana á þeim plönum hér. Við getum hins vegar velt fyrir okkur öðru plani, sem sannarlega hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Það er Evrópuplanið, sem var reyndar, ólíkt öðrum plönum, ekki kynnt með sama hætti fyrir kosningar. Öllu heldur sagði Kristrún Frostadóttir orðrétt í hlaðvarpsviðtali að þetta væri ekki rétti tíminn til að fara í þá vegferð og lét þar svo um mælt: „Forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem við getum ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs.“ Eftir kosningar hefur þessi forgangsröðun Samfylkingarinnar snúist við. Óljóst er hvort Samfylkingin hafi því stundað blekkingar fyrir kosningar eða misst stjórn á málaflokknum í hendur Viðreisnar. Í öllu falli er ljóst hvaða plan skiptir mestu í augum Viðreisnar. Rifja má upp þegar þingflokksformaður Viðreisnar glímdi við blendnar tilfinningar í samfélagsmiðlafærslu þegar stýrivextir voru síðast lækkaðir í febrúar. Þar samþykkti Sigmar Guðmundsson svo sem stýrivaxtalækkunina en virtist hafa áhyggjur af því að fólk gæti misst sjónar á mikilvægari málum, s.s. ESB-aðild: „Mikið fagnaðarefni að stýrivextir hafi lækkað talsvert. [...] En auðvitað er það sturluð staðreynd að eftir þrjár lækkanir í röð séu stýrivextir samt átta prósentustig. [...] Vonandi tekst okkur með tíð og tíma að komast út úr þessu galna umhverfi.“ Við þetta tilefni lýsti ég áhyggjum af því að áherslan á ESB kynni að skyggja á verkgleði stjórnarinnar til þess að bæta kjör landsmanna með þegar tiltækum ráðum. Hætt væri við að hörðustu Evrópusinnar færu hreinlega að leita huggunar í lögmáli sem Kristrún Frostadóttir sjálf lýsti einmitt sjálf svo vel í fyrrnefndu hlaðvarpsviðtali: „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið, er að þegar það gengur illa, þegar það koma háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í ESB.” Í ljósi nýjustu tíðinda er rétt að minna ríkisstjórnina á að Evrópuplön eiga aldrei nokkurn tímann að ganga framar öðrum mun mikilvægari plönum. Rétt er að minna Kristrúnu á að forgangur íslenskra stjórnvalda eigi að vera aðgerðir sem við getum sjálf ráðist í strax í dag, en ekki lausnir í formi alþjóðlegs samstarfs, rétt eins og hún sagði sjálf. Að lokum er rétt að minna Kristrúnu á aðra eftirminnilega yfirlýsingu sem hún lét falla í sömu andrá um Evrópusambandið: „Það er bannað að plata. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun