Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 19. ágúst 2025 08:30 Um helgina voru stigin risavaxin skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum í Reykjavík. Með verulegri þjónustuaukingu á helstu leiðum Strætó verður sá farafmáti enn hentugri valkosti fyrir fleiri íbúa en nokkru sinni fyrr. Nú býr um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma. Það er meira en tvöfalt fleir en áður var og þessi breyting þýðir að líf tugþúsunda fjölskyldna er aðeins einfaldar en áður. Borgarlínan færist nær Þjónustuaukningin er hluti af Samgöngusáttmálanum, það er þess hluta sem snýr að almenningssamgöngum. Því þó að langtímastefnumótun um bætt leiðakerfi 2031 sé svolítið fjarlægt þá er Reykjavík á fleygiferð að undirbúa, skipulaggja og framkvæma til að svo megi verða. Þessi breyting sýnir okkur svart á hvítu að við erum á réttri leið. Við erum að byggja upp nýtt samgöngukerfi sem stuðlar að meira jafnræði, þar sem fleiri geta treyst á almenningssamgöngur í daglegu lífi sínu. Það er ábyrgð samfélags að fólk komist leiðar sinnar og Stætó er líka einn þeirra staða þar sem íbúar borgarinnar koma saman og það í sjálfu sér skiptir máli líka. Það er lykiláhersla þessa meirihluta í borginni að bæta þjónustu þannig að það sé raunhæfur og skilvirkur kostur að velja Strætó eins og aðra samgöngumáta. Vaxandi borg Stórbættar almenningssamgöngur eru forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti haldið áfram að vaxa og dafna með heilbrigðum og sjálfbærum hætti. Það er einnig hagkvæmt fyrir heimilin að nýta almenningssamgöngur. Kostnaður við rekstur einkabíls er mikill, eldsneyti, viðhald, tryggingar og bílastæði. Með góðu strætókerfi gefst fjölskyldum tækifæri til að spara verulegar fjárhæðir á ári hverju. Um leið sparast tími, því nýjar forgangsakreinar, styttri ferðatímar og lengri þjónustutími munu gera Strætó að áreiðanlegum og fljótlegum ferðamáta. Heilnæmt umhverfi Við megum heldur ekki gleyma umhverfisþættinum. Bættar almenningssamgöngur eru lykill að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka umferðarteppur og bæta loftgæði í borginni. Með því að fjölga þeim sem velja vistvænan ferðamáta getum við skapað grænni og heilbrigðari borg til framtíðar. Þessar breytingar nú eru aðeins upphafið. Með samstilltu átaki Reykjavíkur, annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og ríkisins byggjum við upp framtíðarlausnir sem gera borgina okkar að betri stað til að búa, starfa og ferðast í – greiðari samgöngur fyrir okkur öll. Ég hvet íbúa til að kynna sér nýja leiðakerfið og prófa sjálf hvernig strætó getur auðveldað daglegt líf. Það er líka fjöldi göngu og hjólaleiða um alla borg sem gaman Framtíðin er skýr. Almenningssamgöngur verða burðarás í sjálfbærri og mannvænni borg. Nú tökum við stórt skref í þá átt. Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Reykjavík Strætó Borgarlína Samgöngur Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Um helgina voru stigin risavaxin skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum í Reykjavík. Með verulegri þjónustuaukingu á helstu leiðum Strætó verður sá farafmáti enn hentugri valkosti fyrir fleiri íbúa en nokkru sinni fyrr. Nú býr um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma. Það er meira en tvöfalt fleir en áður var og þessi breyting þýðir að líf tugþúsunda fjölskyldna er aðeins einfaldar en áður. Borgarlínan færist nær Þjónustuaukningin er hluti af Samgöngusáttmálanum, það er þess hluta sem snýr að almenningssamgöngum. Því þó að langtímastefnumótun um bætt leiðakerfi 2031 sé svolítið fjarlægt þá er Reykjavík á fleygiferð að undirbúa, skipulaggja og framkvæma til að svo megi verða. Þessi breyting sýnir okkur svart á hvítu að við erum á réttri leið. Við erum að byggja upp nýtt samgöngukerfi sem stuðlar að meira jafnræði, þar sem fleiri geta treyst á almenningssamgöngur í daglegu lífi sínu. Það er ábyrgð samfélags að fólk komist leiðar sinnar og Stætó er líka einn þeirra staða þar sem íbúar borgarinnar koma saman og það í sjálfu sér skiptir máli líka. Það er lykiláhersla þessa meirihluta í borginni að bæta þjónustu þannig að það sé raunhæfur og skilvirkur kostur að velja Strætó eins og aðra samgöngumáta. Vaxandi borg Stórbættar almenningssamgöngur eru forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti haldið áfram að vaxa og dafna með heilbrigðum og sjálfbærum hætti. Það er einnig hagkvæmt fyrir heimilin að nýta almenningssamgöngur. Kostnaður við rekstur einkabíls er mikill, eldsneyti, viðhald, tryggingar og bílastæði. Með góðu strætókerfi gefst fjölskyldum tækifæri til að spara verulegar fjárhæðir á ári hverju. Um leið sparast tími, því nýjar forgangsakreinar, styttri ferðatímar og lengri þjónustutími munu gera Strætó að áreiðanlegum og fljótlegum ferðamáta. Heilnæmt umhverfi Við megum heldur ekki gleyma umhverfisþættinum. Bættar almenningssamgöngur eru lykill að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka umferðarteppur og bæta loftgæði í borginni. Með því að fjölga þeim sem velja vistvænan ferðamáta getum við skapað grænni og heilbrigðari borg til framtíðar. Þessar breytingar nú eru aðeins upphafið. Með samstilltu átaki Reykjavíkur, annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og ríkisins byggjum við upp framtíðarlausnir sem gera borgina okkar að betri stað til að búa, starfa og ferðast í – greiðari samgöngur fyrir okkur öll. Ég hvet íbúa til að kynna sér nýja leiðakerfið og prófa sjálf hvernig strætó getur auðveldað daglegt líf. Það er líka fjöldi göngu og hjólaleiða um alla borg sem gaman Framtíðin er skýr. Almenningssamgöngur verða burðarás í sjálfbærri og mannvænni borg. Nú tökum við stórt skref í þá átt. Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun