Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. ágúst 2025 07:02 Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa regnhlífarsamtökin European Movement International unnið ötullega að lokamarkmiðinu með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Regnhlífarsamtökin samanstanda af samtökum frá flestum Evrópuríkjum og þar á meðal frá Íslandi en Evrópuhreyfingin er aðili að þeim líkt og eldri samtök íslenzkra Evrópusambandssinna voru áður. Til að mynda kom þannig fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem markar upphaf Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina yfirþjóðlega stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar Þýzkalands. Hér er einmitt lykilorðið „áframhaldandi þróun“ enda er Evrópusambandið í dag að stóru leyti þegar orðið federalískt og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Þannig eru flestar helztu stofnanir sambandsins federalískar í eðli sínu. Hrein leitun hefur enda verið að forystumönnum Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi. Með öðrum orðum er Evrópuhreyfingin ljóslega samtök íslenzkra sambandsríkissinna sem vilja að Ísland verði hluti evrópsks sambandsríkis. Annars væri hreyfingin varla aðili að regnhlífarsamtökum evrópskra sambandsríkissinna. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er annars lykilatriði þegar rætt er um það hvort rétt væri að Ísland yrði hluti þess. Eins er auðvitað gagnlegt að vita hvers konar félagsskapur Evrópuhreyfingin er í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa regnhlífarsamtökin European Movement International unnið ötullega að lokamarkmiðinu með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Regnhlífarsamtökin samanstanda af samtökum frá flestum Evrópuríkjum og þar á meðal frá Íslandi en Evrópuhreyfingin er aðili að þeim líkt og eldri samtök íslenzkra Evrópusambandssinna voru áður. Til að mynda kom þannig fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem markar upphaf Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina yfirþjóðlega stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar Þýzkalands. Hér er einmitt lykilorðið „áframhaldandi þróun“ enda er Evrópusambandið í dag að stóru leyti þegar orðið federalískt og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Þannig eru flestar helztu stofnanir sambandsins federalískar í eðli sínu. Hrein leitun hefur enda verið að forystumönnum Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi. Með öðrum orðum er Evrópuhreyfingin ljóslega samtök íslenzkra sambandsríkissinna sem vilja að Ísland verði hluti evrópsks sambandsríkis. Annars væri hreyfingin varla aðili að regnhlífarsamtökum evrópskra sambandsríkissinna. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er annars lykilatriði þegar rætt er um það hvort rétt væri að Ísland yrði hluti þess. Eins er auðvitað gagnlegt að vita hvers konar félagsskapur Evrópuhreyfingin er í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar