Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar 19. ágúst 2025 12:00 Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum. Það eru ekki mörg söfn á Íslandi sem fá gesti til að staldra við strax í dyrunum og anda aðeins dýpra. Fágætissafnið í Safnahúsinu, vestan við Ráðhúsið í Vestmannaeyjum, er slíkur staður. Þar ríkir andrúmsloft sem minnir á helgidóm – safn sem sameinar íslenskan þjóðararf, listasögu og menningararf Vestmannaeyja með þeim hætti að aðkomumaður finnur strax að hér er ekkert tilviljunum háð. Á efstu hæð hússins er Byggðasafnið með margvíslegum útfærslum á sögu Eyjamanna. Á jarðhæð er Bókasafnið og í kjallaranum er Fágætissafnið. Í stafni stendur Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja frá árinu 2007. Kári er magister í íslenskum fræðum og með B.A. í heimspeki – en það sem stendur ekki á prófskírteinum er einstök einlægni hans og virðing fyrir efninu sem hann vinnur með. Hann er ekki aðeins safnvörður heldur fræðari, sögumaður og varðmaður minninganna. Fingur hans snerta af varfærni blaðsíður margra alda gamalla bóka, og málfar hans er stundum eilítið fornt líkt og gripirnir sem hann sýnir. Hann er sjálfur orðinn hluti af fágætum Eyjanna. Safnið var formlega opnað 18. maí síðastliðinn í glæsilegum nýjum sýningarsal á neðri hæð Safnahússins. Uppsetningin, verk Sigrúnar Örnu Gunnarsdóttur, er sjálf til sýnis – allt frá rakastýringu til lýsingar og skápa, útfært af nákvæmni og smekk. Kjarninn í safninu er ómetanleg bókagjöf Ágústs Einarssonar, fyrrverandi prófessors og rektors, sem gaf um 1.500 sjaldgæfar bækur í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Þar á meðal eru allar íslenskar útgáfur Biblíunnar, allt frá Guðbrandsbiblíu 1584 til nýjustu útgáfna. En bókakosturinn er aðeins hluti sögunnar. Á veggjum hangir eitt stærsta safn verka Jóhannesar Kjarvals. Flest verkin, 37 talsins, komu úr fórum Sigfúsar M. Johnsen, fyrrum bæjarfógeta, og hafa ekki áður verið aðgengileg almenningi. Að frumkvæði Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrverandi skólastjóra, heiðursborgara Vestmannaeyja og hvatamanns að stofnun Byggðasafnsins, ákvað Sigfús að gefa dýrgripi Kjarvals til bæjarins. Í svonefndu átthagarými prýða nokkur málverk Júlíönu Sveinsdóttur veggi. Þar eru einnig varðveitt um tvö þúsund rit og blöð um Eyjarnar, að mestu safnað af Þorsteini sjálfum. Að auki eru þar fágæt Íslandskort, allt frá 16. öld, sem nú má sjá í frumútgáfum. Fágætissafnið er ekki einungis varðveisla fortíðar – það er lifandi vitnisburður um menningarlega sjálfsmynd Eyjanna og þeirra sem hafa lagt sig fram við að varðveita hana. Þegar gengið er aftur út í sjávarloftið, með sögur safna- og sagnameistarans Kára í fersku minni, er líkt og maður hafi siglt í gegnum tíma. Augun eru enn föst við undurfögur málverk Kjarvals og gullbrúnar blaðsíður Guðbrandsbiblíunnar. Og líkast til hugsa margir það sama eftir heimsóknina: að safnið sjálft – og maðurinn sem heldur utan um það – séu fágætir dýrgripir í menningarflóru Íslands. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Söfn Gunnar Salvarsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum. Það eru ekki mörg söfn á Íslandi sem fá gesti til að staldra við strax í dyrunum og anda aðeins dýpra. Fágætissafnið í Safnahúsinu, vestan við Ráðhúsið í Vestmannaeyjum, er slíkur staður. Þar ríkir andrúmsloft sem minnir á helgidóm – safn sem sameinar íslenskan þjóðararf, listasögu og menningararf Vestmannaeyja með þeim hætti að aðkomumaður finnur strax að hér er ekkert tilviljunum háð. Á efstu hæð hússins er Byggðasafnið með margvíslegum útfærslum á sögu Eyjamanna. Á jarðhæð er Bókasafnið og í kjallaranum er Fágætissafnið. Í stafni stendur Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja frá árinu 2007. Kári er magister í íslenskum fræðum og með B.A. í heimspeki – en það sem stendur ekki á prófskírteinum er einstök einlægni hans og virðing fyrir efninu sem hann vinnur með. Hann er ekki aðeins safnvörður heldur fræðari, sögumaður og varðmaður minninganna. Fingur hans snerta af varfærni blaðsíður margra alda gamalla bóka, og málfar hans er stundum eilítið fornt líkt og gripirnir sem hann sýnir. Hann er sjálfur orðinn hluti af fágætum Eyjanna. Safnið var formlega opnað 18. maí síðastliðinn í glæsilegum nýjum sýningarsal á neðri hæð Safnahússins. Uppsetningin, verk Sigrúnar Örnu Gunnarsdóttur, er sjálf til sýnis – allt frá rakastýringu til lýsingar og skápa, útfært af nákvæmni og smekk. Kjarninn í safninu er ómetanleg bókagjöf Ágústs Einarssonar, fyrrverandi prófessors og rektors, sem gaf um 1.500 sjaldgæfar bækur í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Þar á meðal eru allar íslenskar útgáfur Biblíunnar, allt frá Guðbrandsbiblíu 1584 til nýjustu útgáfna. En bókakosturinn er aðeins hluti sögunnar. Á veggjum hangir eitt stærsta safn verka Jóhannesar Kjarvals. Flest verkin, 37 talsins, komu úr fórum Sigfúsar M. Johnsen, fyrrum bæjarfógeta, og hafa ekki áður verið aðgengileg almenningi. Að frumkvæði Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrverandi skólastjóra, heiðursborgara Vestmannaeyja og hvatamanns að stofnun Byggðasafnsins, ákvað Sigfús að gefa dýrgripi Kjarvals til bæjarins. Í svonefndu átthagarými prýða nokkur málverk Júlíönu Sveinsdóttur veggi. Þar eru einnig varðveitt um tvö þúsund rit og blöð um Eyjarnar, að mestu safnað af Þorsteini sjálfum. Að auki eru þar fágæt Íslandskort, allt frá 16. öld, sem nú má sjá í frumútgáfum. Fágætissafnið er ekki einungis varðveisla fortíðar – það er lifandi vitnisburður um menningarlega sjálfsmynd Eyjanna og þeirra sem hafa lagt sig fram við að varðveita hana. Þegar gengið er aftur út í sjávarloftið, með sögur safna- og sagnameistarans Kára í fersku minni, er líkt og maður hafi siglt í gegnum tíma. Augun eru enn föst við undurfögur málverk Kjarvals og gullbrúnar blaðsíður Guðbrandsbiblíunnar. Og líkast til hugsa margir það sama eftir heimsóknina: að safnið sjálft – og maðurinn sem heldur utan um það – séu fágætir dýrgripir í menningarflóru Íslands. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun