Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar 21. ágúst 2025 08:00 Hlutverk grunnskóla er skýrt: að kenna börnum að lesa, reikna og hugsa. Að undirbúa þau til þátttöku í lýðræðissamfélagi þar sem þau geta gagnrýnt og myndað sér upplýstar skoðanir og viðhorf til hinna ýmsu mála. Börn og foreldrar verða að geta fylgst með hvernig gengur að tileinka sér þá þekkingu sem lestur og reikningur krefjast. Börn og foreldrar verða að skilja þá endurgjöf sem skólinn veitir, hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Fáir tengja við eða skilja einkunnir grunnskólanna enda viðurkenna margir kennarar að þeim finnst matskerfið flókið og ógegnsætt. Ríkisstjórnin ræðir menntamál svo gott sem ekkert en það sem komið hefur fram hjá ráðherra er að honum ,,finnist kerfið fínt“ sem, Samfylkingin vill engu breyta og Viðreisn bara þegir. Þessi viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru í raun viðurkenning að þau skilja hvorki vandann né vilja ræða hann enda börn í aftursætinu hjá þessu fólki. Staðan er grafalvarleg þegar 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám en samt útskrifast meginþorri nemenda með einkunnina B. Hér fara ekki saman hljóð og mynd og forystumenn menntamála forðast allar mælingar eins og heitan eldinn - sem gerir það nær ómögulegt fyrir foreldra og samfélagið að átta sig á alvöru stöðunni enda fær meginþorri nemenda einkunnina B/grænan sem fáir skilja. Þetta er ekki aðeins vanræksla – þetta eru svik við börnin okkar. Við erum með kerfi sem skilar ekki árangri, er með óskiljanlegt námsmat og bregst þeim sem mest þurfa á að halda: með kennsluaðferðum sem virka ekki matskerfi sem fáir skilja ónýtri aðalnámskrá ótta við mælingar áherslu á tískuhugtök í stað raunfærni slakt 5 ára kennaranám Þessi staða grunnskólans er ekki einkamál valdamanna. Lífsgæði barna eru í húfi og framleiðni landsins getur minnkað á næstu misserum um 250-500 milljarða árlega skv. OECD. Lífsgæði okkar verða aldrei verðlögð en það er stórundarlegt að þessar tölur kalli ekki á almenn viðbrögð í samfélaginu og fjölmiðlum. Efri mörkin jafngilda rekstri allra leik- og grunnskólum landsins sem og öllu heilbrigðiskerfinu. Það er löngu orðið tímabært að íslenskt samfélag setji börn og lífsgæði þeirra í fyrsta sæti og farið verði af þeirri braut sem sekkur börnum okkar og samfélagi dýpra og dýpra í ólæsi, vangetu í stærðfræði og hundruð milljarða kostnað. Á meðan sitja þeir sem eiga að bera ábyrgðina og segja við foreldra og börn ,,að víst sé þetta allt gott“, þau bara skilji þetta ekki. Þessir sömu aðilar hafa svo ekki hugmynd um hvernig snúa skuli skipinu við með hag barna og samfélagsins alls að leiðarljósi. Það er lágmarkskrafa að börnin okkar kunni að lesa og reikna eftir grunnskólann. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hlutverk grunnskóla er skýrt: að kenna börnum að lesa, reikna og hugsa. Að undirbúa þau til þátttöku í lýðræðissamfélagi þar sem þau geta gagnrýnt og myndað sér upplýstar skoðanir og viðhorf til hinna ýmsu mála. Börn og foreldrar verða að geta fylgst með hvernig gengur að tileinka sér þá þekkingu sem lestur og reikningur krefjast. Börn og foreldrar verða að skilja þá endurgjöf sem skólinn veitir, hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Fáir tengja við eða skilja einkunnir grunnskólanna enda viðurkenna margir kennarar að þeim finnst matskerfið flókið og ógegnsætt. Ríkisstjórnin ræðir menntamál svo gott sem ekkert en það sem komið hefur fram hjá ráðherra er að honum ,,finnist kerfið fínt“ sem, Samfylkingin vill engu breyta og Viðreisn bara þegir. Þessi viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru í raun viðurkenning að þau skilja hvorki vandann né vilja ræða hann enda börn í aftursætinu hjá þessu fólki. Staðan er grafalvarleg þegar 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám en samt útskrifast meginþorri nemenda með einkunnina B. Hér fara ekki saman hljóð og mynd og forystumenn menntamála forðast allar mælingar eins og heitan eldinn - sem gerir það nær ómögulegt fyrir foreldra og samfélagið að átta sig á alvöru stöðunni enda fær meginþorri nemenda einkunnina B/grænan sem fáir skilja. Þetta er ekki aðeins vanræksla – þetta eru svik við börnin okkar. Við erum með kerfi sem skilar ekki árangri, er með óskiljanlegt námsmat og bregst þeim sem mest þurfa á að halda: með kennsluaðferðum sem virka ekki matskerfi sem fáir skilja ónýtri aðalnámskrá ótta við mælingar áherslu á tískuhugtök í stað raunfærni slakt 5 ára kennaranám Þessi staða grunnskólans er ekki einkamál valdamanna. Lífsgæði barna eru í húfi og framleiðni landsins getur minnkað á næstu misserum um 250-500 milljarða árlega skv. OECD. Lífsgæði okkar verða aldrei verðlögð en það er stórundarlegt að þessar tölur kalli ekki á almenn viðbrögð í samfélaginu og fjölmiðlum. Efri mörkin jafngilda rekstri allra leik- og grunnskólum landsins sem og öllu heilbrigðiskerfinu. Það er löngu orðið tímabært að íslenskt samfélag setji börn og lífsgæði þeirra í fyrsta sæti og farið verði af þeirri braut sem sekkur börnum okkar og samfélagi dýpra og dýpra í ólæsi, vangetu í stærðfræði og hundruð milljarða kostnað. Á meðan sitja þeir sem eiga að bera ábyrgðina og segja við foreldra og börn ,,að víst sé þetta allt gott“, þau bara skilji þetta ekki. Þessir sömu aðilar hafa svo ekki hugmynd um hvernig snúa skuli skipinu við með hag barna og samfélagsins alls að leiðarljósi. Það er lágmarkskrafa að börnin okkar kunni að lesa og reikna eftir grunnskólann. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun