Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar 21. ágúst 2025 08:00 Hlutverk grunnskóla er skýrt: að kenna börnum að lesa, reikna og hugsa. Að undirbúa þau til þátttöku í lýðræðissamfélagi þar sem þau geta gagnrýnt og myndað sér upplýstar skoðanir og viðhorf til hinna ýmsu mála. Börn og foreldrar verða að geta fylgst með hvernig gengur að tileinka sér þá þekkingu sem lestur og reikningur krefjast. Börn og foreldrar verða að skilja þá endurgjöf sem skólinn veitir, hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Fáir tengja við eða skilja einkunnir grunnskólanna enda viðurkenna margir kennarar að þeim finnst matskerfið flókið og ógegnsætt. Ríkisstjórnin ræðir menntamál svo gott sem ekkert en það sem komið hefur fram hjá ráðherra er að honum ,,finnist kerfið fínt“ sem, Samfylkingin vill engu breyta og Viðreisn bara þegir. Þessi viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru í raun viðurkenning að þau skilja hvorki vandann né vilja ræða hann enda börn í aftursætinu hjá þessu fólki. Staðan er grafalvarleg þegar 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám en samt útskrifast meginþorri nemenda með einkunnina B. Hér fara ekki saman hljóð og mynd og forystumenn menntamála forðast allar mælingar eins og heitan eldinn - sem gerir það nær ómögulegt fyrir foreldra og samfélagið að átta sig á alvöru stöðunni enda fær meginþorri nemenda einkunnina B/grænan sem fáir skilja. Þetta er ekki aðeins vanræksla – þetta eru svik við börnin okkar. Við erum með kerfi sem skilar ekki árangri, er með óskiljanlegt námsmat og bregst þeim sem mest þurfa á að halda: með kennsluaðferðum sem virka ekki matskerfi sem fáir skilja ónýtri aðalnámskrá ótta við mælingar áherslu á tískuhugtök í stað raunfærni slakt 5 ára kennaranám Þessi staða grunnskólans er ekki einkamál valdamanna. Lífsgæði barna eru í húfi og framleiðni landsins getur minnkað á næstu misserum um 250-500 milljarða árlega skv. OECD. Lífsgæði okkar verða aldrei verðlögð en það er stórundarlegt að þessar tölur kalli ekki á almenn viðbrögð í samfélaginu og fjölmiðlum. Efri mörkin jafngilda rekstri allra leik- og grunnskólum landsins sem og öllu heilbrigðiskerfinu. Það er löngu orðið tímabært að íslenskt samfélag setji börn og lífsgæði þeirra í fyrsta sæti og farið verði af þeirri braut sem sekkur börnum okkar og samfélagi dýpra og dýpra í ólæsi, vangetu í stærðfræði og hundruð milljarða kostnað. Á meðan sitja þeir sem eiga að bera ábyrgðina og segja við foreldra og börn ,,að víst sé þetta allt gott“, þau bara skilji þetta ekki. Þessir sömu aðilar hafa svo ekki hugmynd um hvernig snúa skuli skipinu við með hag barna og samfélagsins alls að leiðarljósi. Það er lágmarkskrafa að börnin okkar kunni að lesa og reikna eftir grunnskólann. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hlutverk grunnskóla er skýrt: að kenna börnum að lesa, reikna og hugsa. Að undirbúa þau til þátttöku í lýðræðissamfélagi þar sem þau geta gagnrýnt og myndað sér upplýstar skoðanir og viðhorf til hinna ýmsu mála. Börn og foreldrar verða að geta fylgst með hvernig gengur að tileinka sér þá þekkingu sem lestur og reikningur krefjast. Börn og foreldrar verða að skilja þá endurgjöf sem skólinn veitir, hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Fáir tengja við eða skilja einkunnir grunnskólanna enda viðurkenna margir kennarar að þeim finnst matskerfið flókið og ógegnsætt. Ríkisstjórnin ræðir menntamál svo gott sem ekkert en það sem komið hefur fram hjá ráðherra er að honum ,,finnist kerfið fínt“ sem, Samfylkingin vill engu breyta og Viðreisn bara þegir. Þessi viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru í raun viðurkenning að þau skilja hvorki vandann né vilja ræða hann enda börn í aftursætinu hjá þessu fólki. Staðan er grafalvarleg þegar 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám en samt útskrifast meginþorri nemenda með einkunnina B. Hér fara ekki saman hljóð og mynd og forystumenn menntamála forðast allar mælingar eins og heitan eldinn - sem gerir það nær ómögulegt fyrir foreldra og samfélagið að átta sig á alvöru stöðunni enda fær meginþorri nemenda einkunnina B/grænan sem fáir skilja. Þetta er ekki aðeins vanræksla – þetta eru svik við börnin okkar. Við erum með kerfi sem skilar ekki árangri, er með óskiljanlegt námsmat og bregst þeim sem mest þurfa á að halda: með kennsluaðferðum sem virka ekki matskerfi sem fáir skilja ónýtri aðalnámskrá ótta við mælingar áherslu á tískuhugtök í stað raunfærni slakt 5 ára kennaranám Þessi staða grunnskólans er ekki einkamál valdamanna. Lífsgæði barna eru í húfi og framleiðni landsins getur minnkað á næstu misserum um 250-500 milljarða árlega skv. OECD. Lífsgæði okkar verða aldrei verðlögð en það er stórundarlegt að þessar tölur kalli ekki á almenn viðbrögð í samfélaginu og fjölmiðlum. Efri mörkin jafngilda rekstri allra leik- og grunnskólum landsins sem og öllu heilbrigðiskerfinu. Það er löngu orðið tímabært að íslenskt samfélag setji börn og lífsgæði þeirra í fyrsta sæti og farið verði af þeirri braut sem sekkur börnum okkar og samfélagi dýpra og dýpra í ólæsi, vangetu í stærðfræði og hundruð milljarða kostnað. Á meðan sitja þeir sem eiga að bera ábyrgðina og segja við foreldra og börn ,,að víst sé þetta allt gott“, þau bara skilji þetta ekki. Þessir sömu aðilar hafa svo ekki hugmynd um hvernig snúa skuli skipinu við með hag barna og samfélagsins alls að leiðarljósi. Það er lágmarkskrafa að börnin okkar kunni að lesa og reikna eftir grunnskólann. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun