Mikilvægur fundur með Íran framundan Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 21:58 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. Trump og Netanjahú ræddu til að mynda tollgjöld sem Trump hefur sett á og átökin á milli Ísrael og Gasa á fundinum sem stóð í um tvær klukkustundir. Eftir fundinn var nokkrum útvöldum blaðamönnum boðið á skrifstofu forsetans til að spyrja spurninga. Til stóð að halda fjölmennan blaðamannafund en honum var aflýst. Í staðinn var fundurinn færður á skrifstofuna þar sem mun færri blaðamenn komust fyrir. Trump sagði einnig á fundinum í skrifstofunni sinni að fulltrúar Bandaríkjanna ættu „stóran fund“ bókaðan með fulltrúum frá Íran. Mikil spenna er nú þegar á milli Bandaríkjanna og klerkastjórnarinnar í Íran en þeir standa við bakið á Hútum í Jemen. Trump vill koma í veg fyrir að Íranir eigi kjarnorkuvopn og hefur einnig sagt Íran að hætta að styðja Húta. Bandaríkjamenn hafa ítrekað ráðist á Húta og sagði forsetinn að bandaríski herinn hefði ollið miklum skaða í röðum Húta. Herinn muni ekki hætta árásum sínum á Húta fyrr en þeir hætti að ráðast á bandarísk skip í Rauðahafinu. Trump svaraði einnig spurningum um tollgjöldin sem hann lagði á fyrir fjórum dögum. Markaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu brugðust illa við. Hann segir fulltrúa margra landa vilja búa til einhvers konar samninga vegna tollgjaldanna og nefnir Japan sem dæmi. Þá endurtók hann fullyrðinguna frá því fyrr í dag að ef Kínverjar dragi ekki til baka mótaðgerðir við tollgjöldunum hans muni Trump leggja fimmtíu prósenta viðbótartoll á kínverskar vörur. Trump forðaðist þá að svara hvort að hann myndi afnema tollgjöldin á Ísrael, sem nema sautján prósetnum. „Við gefum Ísrael milljónir dollara ár hvert,“ sagði hann. „Við sjáum um vini okkar.“ Samkvæmt umfjöllun BBC hvatti forsetinn einnig lönd í Evrópu til að kaupa orku af Bandaríkjunum og hélt því fram að Bandaríkin ættu meiri orku en allir aðrir. Forsætisráðherrann hefur áhyggjur af Sýrlandi Átökin á milli Ísrael og Hamas voru einnig til umræðu en Ísraelar bundu enda á vopnahlé milli fylkinganna í síðasta mánuði. Á fundinum sagði Netanjahú að hann og forsetinn væru að vinna að sýn Trumps um hvernig Gasa ströndin yrði eftir stríðið. Trump hefur áður sagt að hann ætli að flytja alla íbúa Gasastrandarinnar burt, til að mynda til Egyptalands, og reisa þar í staðinn glæsibaðströnd. Hann deildi meðal annars myndbandi á samfélagsmiðlunum sínum búið til að gervigreind í lok febrúar um hvernig „Gasa Trumps“ ætti að vera. Þar mátti til dæmis sjá stóra gullstyttu af honum sjálfum. Á fundinum vísaði Trump í Gasaströndina sem „eign við sjóinn“ og sagði að flytja ætti íbúa Gasa til annarra landi. Það væri þá gott ef að Bandaríkin myndu stjórna svæðinu þar sem það væri „mikilvæg fasteign.“ Netanjahú sagðist hafa áhyggjur af því að önnur ríki myndu nýta sér Sýrland til að ráðast inn í Ísrael og minntist sérstaklega á Tyrki. Þá sagði hann Bandaríkin og Tyrkland vera góða vini. Trump segir að hann og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, séu góðir vinir svo þeir geti fundið út úr öllum vandamálum sem varða Tyrkland, Sýrland og Ísrael. Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Íran Jemen Sýrland Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Trump og Netanjahú ræddu til að mynda tollgjöld sem Trump hefur sett á og átökin á milli Ísrael og Gasa á fundinum sem stóð í um tvær klukkustundir. Eftir fundinn var nokkrum útvöldum blaðamönnum boðið á skrifstofu forsetans til að spyrja spurninga. Til stóð að halda fjölmennan blaðamannafund en honum var aflýst. Í staðinn var fundurinn færður á skrifstofuna þar sem mun færri blaðamenn komust fyrir. Trump sagði einnig á fundinum í skrifstofunni sinni að fulltrúar Bandaríkjanna ættu „stóran fund“ bókaðan með fulltrúum frá Íran. Mikil spenna er nú þegar á milli Bandaríkjanna og klerkastjórnarinnar í Íran en þeir standa við bakið á Hútum í Jemen. Trump vill koma í veg fyrir að Íranir eigi kjarnorkuvopn og hefur einnig sagt Íran að hætta að styðja Húta. Bandaríkjamenn hafa ítrekað ráðist á Húta og sagði forsetinn að bandaríski herinn hefði ollið miklum skaða í röðum Húta. Herinn muni ekki hætta árásum sínum á Húta fyrr en þeir hætti að ráðast á bandarísk skip í Rauðahafinu. Trump svaraði einnig spurningum um tollgjöldin sem hann lagði á fyrir fjórum dögum. Markaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu brugðust illa við. Hann segir fulltrúa margra landa vilja búa til einhvers konar samninga vegna tollgjaldanna og nefnir Japan sem dæmi. Þá endurtók hann fullyrðinguna frá því fyrr í dag að ef Kínverjar dragi ekki til baka mótaðgerðir við tollgjöldunum hans muni Trump leggja fimmtíu prósenta viðbótartoll á kínverskar vörur. Trump forðaðist þá að svara hvort að hann myndi afnema tollgjöldin á Ísrael, sem nema sautján prósetnum. „Við gefum Ísrael milljónir dollara ár hvert,“ sagði hann. „Við sjáum um vini okkar.“ Samkvæmt umfjöllun BBC hvatti forsetinn einnig lönd í Evrópu til að kaupa orku af Bandaríkjunum og hélt því fram að Bandaríkin ættu meiri orku en allir aðrir. Forsætisráðherrann hefur áhyggjur af Sýrlandi Átökin á milli Ísrael og Hamas voru einnig til umræðu en Ísraelar bundu enda á vopnahlé milli fylkinganna í síðasta mánuði. Á fundinum sagði Netanjahú að hann og forsetinn væru að vinna að sýn Trumps um hvernig Gasa ströndin yrði eftir stríðið. Trump hefur áður sagt að hann ætli að flytja alla íbúa Gasastrandarinnar burt, til að mynda til Egyptalands, og reisa þar í staðinn glæsibaðströnd. Hann deildi meðal annars myndbandi á samfélagsmiðlunum sínum búið til að gervigreind í lok febrúar um hvernig „Gasa Trumps“ ætti að vera. Þar mátti til dæmis sjá stóra gullstyttu af honum sjálfum. Á fundinum vísaði Trump í Gasaströndina sem „eign við sjóinn“ og sagði að flytja ætti íbúa Gasa til annarra landi. Það væri þá gott ef að Bandaríkin myndu stjórna svæðinu þar sem það væri „mikilvæg fasteign.“ Netanjahú sagðist hafa áhyggjur af því að önnur ríki myndu nýta sér Sýrland til að ráðast inn í Ísrael og minntist sérstaklega á Tyrki. Þá sagði hann Bandaríkin og Tyrkland vera góða vini. Trump segir að hann og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, séu góðir vinir svo þeir geti fundið út úr öllum vandamálum sem varða Tyrkland, Sýrland og Ísrael.
Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Íran Jemen Sýrland Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“