Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2025 07:01 Við fjölskyldan fluttum til Þýskalands í október 2023 og fluttum aftur heim nú í janúar á þessu ári. Fram að flutningum okkar út höfum við borgað okkar skatta og skyldur hér á landi og myndi ég nú segja að ekki færi mikið fyrir okkur í „kerfinu“. Í Þýskalandi var hagkvæmara fyrir okkur að sjúkratryggja okkur hjá einkaaðila heldur en opinberum aðila og því vorum við ekki í þýska almannatryggingakerfinu. Ekki óraði okkur fyrir því að sú ákvörðun myndi hafa þau áhrif að þegar heim væri komið aftur þyrftum við að bíða í sex mánuði eftir að verða aftur sjúkratryggð í okkar heimalandi. Enda fengum við þær upplýsingar áður en við fluttumst út að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af þessu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við myndum skrá okkur aftur inn í landið, það voru þær upplýsingar sem við fengum frá Sjúkratryggingum Íslands. Við hringdum í Sjúkratryggingar Íslands áður en við fluttum erlendis til að kanna hvort við þyrftum að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir svo við yrðum áfram sjúkratryggð þegar heim væri komið og var tjáð að svo væri ekki. Þýska skipulagssemin náði að einhverju leiti að smitast í okkur á meðan dvölinni stóð og 29. nóvember 2024 kl 09:57 hringjum við aftur í Sjúkratryggingar Íslands til þess að kanna hvað skyldi gera svo við yrðum sjúkratryggð þegar við kæmum heim. Enda þá orðið ljóst að það færi að styttast í heimför. Svörin voru eins og áður, við þyrftum engar áhyggjur að hafa af málinu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við skráðum okkur inn í landið. Það kom okkur því algjörlega í opna skjöldu þegar niðurstaða Sjúkratrygginga Íslands lá fyrir, varðandi það að við yrðum tryggð strax við heimkomu, svarið var „synjun“. Við hjónin erum bæði íslenskir ríkisborgarar og höfum alla tíð verið búsett og greitt okkar skatta og skyldur á Íslandi, að undanskildum þeim nýliðnu 16 mánuðum þar sem við vorum í Þýskalandi. Þess má geta að tilgangur flutninga okkar til Þýskalands var að opna starfsemi Tixly, íslensks hugbúnaðarfyrirtækis í nýju landi, og þar með auka tekjur og greidda skatta íslenska móðurfélagsins! Í lögum um sjúkratryggingar er nefninlega heimilt að veita undanþágu vegna slíkra aðstæðna, en það virðist ekki duga til. Í stefnu Sjúkratrygginga segir „Hjarta Sjúkratrygginga felst í þjónustunni sem við bjóðum og léttir fólki lífið. Þjónusta okkar knýr gangverk heilbrigðiskerfisins. Við sinnum ekki einungis skyldum okkar, heldur leitumst við að skilja aðstæður þeirra sem við mætum, af alúð og skilningi á þörfum ólíkra hópa.“ Það virðist því miður algjörlega búið að snúa þessu á haus. Í staðinn fyrir að Sjúkratryggingar Íslands séu til í þessu landi til að þjónusta íbúana, erum við hjónin núna til í landinu til að „þjónusta“ eða berjast við Sjúkratryggingar Íslands. Eftir endalausar bréfaskriftir, ótal árangurslausar tilraunir í síma og nú nýjast kærumeðferð hjá úrskurðarnefnd velferðarmála erum við fjölskyldan ósjúkratryggð á Íslandi, höfum verið það síðustu 2 mánuði og verðum það eitthvað áfram. Það að við séum með þrjú ung börn og þar af eitt barn sem enn ætti að vera í ungbarnavernd, virðist bara nákvæmlega engu máli skipta. Ég get ekki annað en velt þeirri spurningu fyrir mér; fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands ef ekki fyrir 5 manna íslenska fjölskyldu sem alla sína tíð hefur búið á Íslandi en flyst erlendis tímabundið í 16 mánuði með það eina markmið að fara í útrás með íslenskt fyrirtæki og auka skattgreiðslur til Íslands? Höfundur er íslensk móðir þriggja barna á aldrinum 1-10 ára sem öll eru ósjúkratryggð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Sjúkratryggingar Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fluttum til Þýskalands í október 2023 og fluttum aftur heim nú í janúar á þessu ári. Fram að flutningum okkar út höfum við borgað okkar skatta og skyldur hér á landi og myndi ég nú segja að ekki færi mikið fyrir okkur í „kerfinu“. Í Þýskalandi var hagkvæmara fyrir okkur að sjúkratryggja okkur hjá einkaaðila heldur en opinberum aðila og því vorum við ekki í þýska almannatryggingakerfinu. Ekki óraði okkur fyrir því að sú ákvörðun myndi hafa þau áhrif að þegar heim væri komið aftur þyrftum við að bíða í sex mánuði eftir að verða aftur sjúkratryggð í okkar heimalandi. Enda fengum við þær upplýsingar áður en við fluttumst út að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af þessu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við myndum skrá okkur aftur inn í landið, það voru þær upplýsingar sem við fengum frá Sjúkratryggingum Íslands. Við hringdum í Sjúkratryggingar Íslands áður en við fluttum erlendis til að kanna hvort við þyrftum að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir svo við yrðum áfram sjúkratryggð þegar heim væri komið og var tjáð að svo væri ekki. Þýska skipulagssemin náði að einhverju leiti að smitast í okkur á meðan dvölinni stóð og 29. nóvember 2024 kl 09:57 hringjum við aftur í Sjúkratryggingar Íslands til þess að kanna hvað skyldi gera svo við yrðum sjúkratryggð þegar við kæmum heim. Enda þá orðið ljóst að það færi að styttast í heimför. Svörin voru eins og áður, við þyrftum engar áhyggjur að hafa af málinu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við skráðum okkur inn í landið. Það kom okkur því algjörlega í opna skjöldu þegar niðurstaða Sjúkratrygginga Íslands lá fyrir, varðandi það að við yrðum tryggð strax við heimkomu, svarið var „synjun“. Við hjónin erum bæði íslenskir ríkisborgarar og höfum alla tíð verið búsett og greitt okkar skatta og skyldur á Íslandi, að undanskildum þeim nýliðnu 16 mánuðum þar sem við vorum í Þýskalandi. Þess má geta að tilgangur flutninga okkar til Þýskalands var að opna starfsemi Tixly, íslensks hugbúnaðarfyrirtækis í nýju landi, og þar með auka tekjur og greidda skatta íslenska móðurfélagsins! Í lögum um sjúkratryggingar er nefninlega heimilt að veita undanþágu vegna slíkra aðstæðna, en það virðist ekki duga til. Í stefnu Sjúkratrygginga segir „Hjarta Sjúkratrygginga felst í þjónustunni sem við bjóðum og léttir fólki lífið. Þjónusta okkar knýr gangverk heilbrigðiskerfisins. Við sinnum ekki einungis skyldum okkar, heldur leitumst við að skilja aðstæður þeirra sem við mætum, af alúð og skilningi á þörfum ólíkra hópa.“ Það virðist því miður algjörlega búið að snúa þessu á haus. Í staðinn fyrir að Sjúkratryggingar Íslands séu til í þessu landi til að þjónusta íbúana, erum við hjónin núna til í landinu til að „þjónusta“ eða berjast við Sjúkratryggingar Íslands. Eftir endalausar bréfaskriftir, ótal árangurslausar tilraunir í síma og nú nýjast kærumeðferð hjá úrskurðarnefnd velferðarmála erum við fjölskyldan ósjúkratryggð á Íslandi, höfum verið það síðustu 2 mánuði og verðum það eitthvað áfram. Það að við séum með þrjú ung börn og þar af eitt barn sem enn ætti að vera í ungbarnavernd, virðist bara nákvæmlega engu máli skipta. Ég get ekki annað en velt þeirri spurningu fyrir mér; fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands ef ekki fyrir 5 manna íslenska fjölskyldu sem alla sína tíð hefur búið á Íslandi en flyst erlendis tímabundið í 16 mánuði með það eina markmið að fara í útrás með íslenskt fyrirtæki og auka skattgreiðslur til Íslands? Höfundur er íslensk móðir þriggja barna á aldrinum 1-10 ára sem öll eru ósjúkratryggð á Íslandi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun