Lífið

Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jennifer Lawrence og eiginmaður hennar Cooke Maroney hafa enn ekki tilkynnt opinberlega um fæðingu barnsins.
Jennifer Lawrence og eiginmaður hennar Cooke Maroney hafa enn ekki tilkynnt opinberlega um fæðingu barnsins. Getty

Bandaríska leikkonan Jennifer Lawrence og eiginmaður hennar Cooke Maroney eignuðust sitt annað barn saman nýverið. Enn er ekki vitað um fæðingardag, kyn né nafn barnsins.

Í október í fyrra tilkynnti Lawrence í færslu á Instagram að þau ættu von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga hjónin einn dreng, Cy, sem er þriggja ára. 

Samkvæmt tímaritinu People sást til hjónanna á göngu um götur New York borgar þann 31. mars síðastliðinn þar sem var ljóst að barnið væri komið í heiminn. People náði ekki tali af heimildamanni fjölskyldunnar.

Lawrence hefur reynt að halda einkalífi sínu fjarri fjölmiðlum og verið mjög varfærin í því sem hún deilir með almenningi. Hún sagði meðal annars í viðtali við tímaritið Vanity Fair árið 2022, þegar hún gekk með frumburðinn, að hún vildi verna einkalíf barnsins. 

„Hvert einasta innsæi í líkamanum mínum vill vernda einkalíf barnsins það sem eftir er lífs þeirra, eins mikið og ég get. Ég vil ekki að neinum finnist hann velkominn í tilveru barnsins. Ég finn að það byrjar með því að ég haldi því fyrir utan þennan part af starfinu mínu,“ sagði Lawrence meðal annars í viðtalinu.

Lawrence og Maroney byrjuðu saman árið 2018 og giftu sig við litla athöfn árið 2019.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.