Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 3. apríl 2025 09:00 Starfsemi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss var með miklum blóma á nýliðnu starfsári. Blóma hvað varðar ótrúlega grósku menningarviðburða, aðsókn og heimsóknir, ráðstefnuhald og fundi og síðast en ekki síst var rekstrarniðurstaðan góð. Skilningur, framsýni og áræðni stjórnvalda til að fjárfesta í Hörpu og standa með starfseminni hefur verið mikið heillaskref fyrir þróun samfélagsins. Það er ekki aðeins vegna þeirra umfangsmiklu samfélags- og menningarlegu verðmæta sem skapast með starfsemi Hörpu heldur eru hagræn áhrif og verðmætasköpun langt umfram það sem lagt er til verkefnisins. Allt þetta staðfestist meðal annars í frábærum árangri í rekstri hússins á síðasta ári, sem kynntur var á aðalfundi Hörpu í vikunni og er sá besti frá upphafi. Eins leiðir nýleg greining sem Rannsóknarsetur skapandi greina vann fyrir Hörpu á hagrænum áhrifum starfseminnar, í ljós vel rökstutt mat á þeim efnahagslegu verðmætum sem Harpa skapar í samfélaginu. Þetta eru áhrif og umfang sem ekki eru sýnileg í ársreikningum félagsins. Sjálfbærni er orðin órjúfanlegur hluti af rekstrarlíkani Hörpu. Árangur í félagslegri sjálfbærni birtist hvað best í auknum fjölda og aukinni þátttöku í opnum viðburðum og viðhorfi almennings til Hörpu. Birtingamynd þessa er sömuleiðis í fjölda samstarfsverkefna og leiða sem ólíkir hópar hafa til þátttöku í viðburðarhaldi í Hörpu. Allir hópar samfélagsins eiga þangað erindi og geta notið góðra stunda í Hörpu óháð efnahag og rík áhersla er sömuleiðis lögð á umhverfismál í allri starfsemi félagsins. Hvað varðar efnahagslega sjálfbærni þá staðfesta niðurstöður greiningar á hagrænum áhrifum að rekstur Hörpu er sannarlega efnahagslega sjálfbær þar sem áætlað er að árleg bein, óbein og afleidd verðmætasköpun, eða virðisauki, sé í kringum 10 milljarðar króna á ári hverju og heildarskatttekjur séu 9 milljarðar, sem er rúmlega 15 sinnum hærra en hið sérstaka rekstrarframlag sem eigendur leggja til Hörpu. Einnig kemur fram að um 650 störf megi rekja með samsvarandihætti til starfseminnar í Hörpu. Verðmætasköpun er hornsteinn hvers samfélags og stendur undir hagvexti og lífsgæðum. Menningarstarfsemin sjálf og viðburðarhald ýmiskonar stuðlar sannarlega að atvinnusköpun. Listamenn, hönnuðir, sýningarstjórar, kvikmyndagerðarfólk og fjölmargir aðrir skapa störf og tækifæri í kringum menningartengda starfsemi. Menningartengd ferðaþjónusta byggir meðal annars á tónlistarviðburðum, sýningum og hátíðum sem laða að fólk og virkja samfélagið á skapandi hátt. Þar með skapar menning verðmæti bæði á félagslegum og efnahagslegum forsendum. Svo eru það ráðstefnur, fundir og hvataferðir þar sem oftar en ekki skapast vettvangur þekkingarmiðlunar, skoðanaskipta og viðskiptatengsla með tilheyrandi verðmætasköpun. Við vitum að þegar samfélag fjárfestir í menningu er það í raun að auka lífsgæði, styrkja samkennd og efla getu okkar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Harpa er því góður „bissness“ í öllu tilliti. Hún er samfélagslega verðmæt og það er sannarlega ástæða til að fagna því að eigendur og samfélagið allt hafi frá upphafi verið tilbúið til að fjárfesta í Hörpu og starfseminni þar. Harpa mun halda áfram að vaxa og þroskast, anda með samfélaginu, skapa verðmæti og auka lífsgæði samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Starfsemi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss var með miklum blóma á nýliðnu starfsári. Blóma hvað varðar ótrúlega grósku menningarviðburða, aðsókn og heimsóknir, ráðstefnuhald og fundi og síðast en ekki síst var rekstrarniðurstaðan góð. Skilningur, framsýni og áræðni stjórnvalda til að fjárfesta í Hörpu og standa með starfseminni hefur verið mikið heillaskref fyrir þróun samfélagsins. Það er ekki aðeins vegna þeirra umfangsmiklu samfélags- og menningarlegu verðmæta sem skapast með starfsemi Hörpu heldur eru hagræn áhrif og verðmætasköpun langt umfram það sem lagt er til verkefnisins. Allt þetta staðfestist meðal annars í frábærum árangri í rekstri hússins á síðasta ári, sem kynntur var á aðalfundi Hörpu í vikunni og er sá besti frá upphafi. Eins leiðir nýleg greining sem Rannsóknarsetur skapandi greina vann fyrir Hörpu á hagrænum áhrifum starfseminnar, í ljós vel rökstutt mat á þeim efnahagslegu verðmætum sem Harpa skapar í samfélaginu. Þetta eru áhrif og umfang sem ekki eru sýnileg í ársreikningum félagsins. Sjálfbærni er orðin órjúfanlegur hluti af rekstrarlíkani Hörpu. Árangur í félagslegri sjálfbærni birtist hvað best í auknum fjölda og aukinni þátttöku í opnum viðburðum og viðhorfi almennings til Hörpu. Birtingamynd þessa er sömuleiðis í fjölda samstarfsverkefna og leiða sem ólíkir hópar hafa til þátttöku í viðburðarhaldi í Hörpu. Allir hópar samfélagsins eiga þangað erindi og geta notið góðra stunda í Hörpu óháð efnahag og rík áhersla er sömuleiðis lögð á umhverfismál í allri starfsemi félagsins. Hvað varðar efnahagslega sjálfbærni þá staðfesta niðurstöður greiningar á hagrænum áhrifum að rekstur Hörpu er sannarlega efnahagslega sjálfbær þar sem áætlað er að árleg bein, óbein og afleidd verðmætasköpun, eða virðisauki, sé í kringum 10 milljarðar króna á ári hverju og heildarskatttekjur séu 9 milljarðar, sem er rúmlega 15 sinnum hærra en hið sérstaka rekstrarframlag sem eigendur leggja til Hörpu. Einnig kemur fram að um 650 störf megi rekja með samsvarandihætti til starfseminnar í Hörpu. Verðmætasköpun er hornsteinn hvers samfélags og stendur undir hagvexti og lífsgæðum. Menningarstarfsemin sjálf og viðburðarhald ýmiskonar stuðlar sannarlega að atvinnusköpun. Listamenn, hönnuðir, sýningarstjórar, kvikmyndagerðarfólk og fjölmargir aðrir skapa störf og tækifæri í kringum menningartengda starfsemi. Menningartengd ferðaþjónusta byggir meðal annars á tónlistarviðburðum, sýningum og hátíðum sem laða að fólk og virkja samfélagið á skapandi hátt. Þar með skapar menning verðmæti bæði á félagslegum og efnahagslegum forsendum. Svo eru það ráðstefnur, fundir og hvataferðir þar sem oftar en ekki skapast vettvangur þekkingarmiðlunar, skoðanaskipta og viðskiptatengsla með tilheyrandi verðmætasköpun. Við vitum að þegar samfélag fjárfestir í menningu er það í raun að auka lífsgæði, styrkja samkennd og efla getu okkar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Harpa er því góður „bissness“ í öllu tilliti. Hún er samfélagslega verðmæt og það er sannarlega ástæða til að fagna því að eigendur og samfélagið allt hafi frá upphafi verið tilbúið til að fjárfesta í Hörpu og starfseminni þar. Harpa mun halda áfram að vaxa og þroskast, anda með samfélaginu, skapa verðmæti og auka lífsgæði samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun