Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 3. apríl 2025 09:00 Starfsemi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss var með miklum blóma á nýliðnu starfsári. Blóma hvað varðar ótrúlega grósku menningarviðburða, aðsókn og heimsóknir, ráðstefnuhald og fundi og síðast en ekki síst var rekstrarniðurstaðan góð. Skilningur, framsýni og áræðni stjórnvalda til að fjárfesta í Hörpu og standa með starfseminni hefur verið mikið heillaskref fyrir þróun samfélagsins. Það er ekki aðeins vegna þeirra umfangsmiklu samfélags- og menningarlegu verðmæta sem skapast með starfsemi Hörpu heldur eru hagræn áhrif og verðmætasköpun langt umfram það sem lagt er til verkefnisins. Allt þetta staðfestist meðal annars í frábærum árangri í rekstri hússins á síðasta ári, sem kynntur var á aðalfundi Hörpu í vikunni og er sá besti frá upphafi. Eins leiðir nýleg greining sem Rannsóknarsetur skapandi greina vann fyrir Hörpu á hagrænum áhrifum starfseminnar, í ljós vel rökstutt mat á þeim efnahagslegu verðmætum sem Harpa skapar í samfélaginu. Þetta eru áhrif og umfang sem ekki eru sýnileg í ársreikningum félagsins. Sjálfbærni er orðin órjúfanlegur hluti af rekstrarlíkani Hörpu. Árangur í félagslegri sjálfbærni birtist hvað best í auknum fjölda og aukinni þátttöku í opnum viðburðum og viðhorfi almennings til Hörpu. Birtingamynd þessa er sömuleiðis í fjölda samstarfsverkefna og leiða sem ólíkir hópar hafa til þátttöku í viðburðarhaldi í Hörpu. Allir hópar samfélagsins eiga þangað erindi og geta notið góðra stunda í Hörpu óháð efnahag og rík áhersla er sömuleiðis lögð á umhverfismál í allri starfsemi félagsins. Hvað varðar efnahagslega sjálfbærni þá staðfesta niðurstöður greiningar á hagrænum áhrifum að rekstur Hörpu er sannarlega efnahagslega sjálfbær þar sem áætlað er að árleg bein, óbein og afleidd verðmætasköpun, eða virðisauki, sé í kringum 10 milljarðar króna á ári hverju og heildarskatttekjur séu 9 milljarðar, sem er rúmlega 15 sinnum hærra en hið sérstaka rekstrarframlag sem eigendur leggja til Hörpu. Einnig kemur fram að um 650 störf megi rekja með samsvarandihætti til starfseminnar í Hörpu. Verðmætasköpun er hornsteinn hvers samfélags og stendur undir hagvexti og lífsgæðum. Menningarstarfsemin sjálf og viðburðarhald ýmiskonar stuðlar sannarlega að atvinnusköpun. Listamenn, hönnuðir, sýningarstjórar, kvikmyndagerðarfólk og fjölmargir aðrir skapa störf og tækifæri í kringum menningartengda starfsemi. Menningartengd ferðaþjónusta byggir meðal annars á tónlistarviðburðum, sýningum og hátíðum sem laða að fólk og virkja samfélagið á skapandi hátt. Þar með skapar menning verðmæti bæði á félagslegum og efnahagslegum forsendum. Svo eru það ráðstefnur, fundir og hvataferðir þar sem oftar en ekki skapast vettvangur þekkingarmiðlunar, skoðanaskipta og viðskiptatengsla með tilheyrandi verðmætasköpun. Við vitum að þegar samfélag fjárfestir í menningu er það í raun að auka lífsgæði, styrkja samkennd og efla getu okkar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Harpa er því góður „bissness“ í öllu tilliti. Hún er samfélagslega verðmæt og það er sannarlega ástæða til að fagna því að eigendur og samfélagið allt hafi frá upphafi verið tilbúið til að fjárfesta í Hörpu og starfseminni þar. Harpa mun halda áfram að vaxa og þroskast, anda með samfélaginu, skapa verðmæti og auka lífsgæði samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss var með miklum blóma á nýliðnu starfsári. Blóma hvað varðar ótrúlega grósku menningarviðburða, aðsókn og heimsóknir, ráðstefnuhald og fundi og síðast en ekki síst var rekstrarniðurstaðan góð. Skilningur, framsýni og áræðni stjórnvalda til að fjárfesta í Hörpu og standa með starfseminni hefur verið mikið heillaskref fyrir þróun samfélagsins. Það er ekki aðeins vegna þeirra umfangsmiklu samfélags- og menningarlegu verðmæta sem skapast með starfsemi Hörpu heldur eru hagræn áhrif og verðmætasköpun langt umfram það sem lagt er til verkefnisins. Allt þetta staðfestist meðal annars í frábærum árangri í rekstri hússins á síðasta ári, sem kynntur var á aðalfundi Hörpu í vikunni og er sá besti frá upphafi. Eins leiðir nýleg greining sem Rannsóknarsetur skapandi greina vann fyrir Hörpu á hagrænum áhrifum starfseminnar, í ljós vel rökstutt mat á þeim efnahagslegu verðmætum sem Harpa skapar í samfélaginu. Þetta eru áhrif og umfang sem ekki eru sýnileg í ársreikningum félagsins. Sjálfbærni er orðin órjúfanlegur hluti af rekstrarlíkani Hörpu. Árangur í félagslegri sjálfbærni birtist hvað best í auknum fjölda og aukinni þátttöku í opnum viðburðum og viðhorfi almennings til Hörpu. Birtingamynd þessa er sömuleiðis í fjölda samstarfsverkefna og leiða sem ólíkir hópar hafa til þátttöku í viðburðarhaldi í Hörpu. Allir hópar samfélagsins eiga þangað erindi og geta notið góðra stunda í Hörpu óháð efnahag og rík áhersla er sömuleiðis lögð á umhverfismál í allri starfsemi félagsins. Hvað varðar efnahagslega sjálfbærni þá staðfesta niðurstöður greiningar á hagrænum áhrifum að rekstur Hörpu er sannarlega efnahagslega sjálfbær þar sem áætlað er að árleg bein, óbein og afleidd verðmætasköpun, eða virðisauki, sé í kringum 10 milljarðar króna á ári hverju og heildarskatttekjur séu 9 milljarðar, sem er rúmlega 15 sinnum hærra en hið sérstaka rekstrarframlag sem eigendur leggja til Hörpu. Einnig kemur fram að um 650 störf megi rekja með samsvarandihætti til starfseminnar í Hörpu. Verðmætasköpun er hornsteinn hvers samfélags og stendur undir hagvexti og lífsgæðum. Menningarstarfsemin sjálf og viðburðarhald ýmiskonar stuðlar sannarlega að atvinnusköpun. Listamenn, hönnuðir, sýningarstjórar, kvikmyndagerðarfólk og fjölmargir aðrir skapa störf og tækifæri í kringum menningartengda starfsemi. Menningartengd ferðaþjónusta byggir meðal annars á tónlistarviðburðum, sýningum og hátíðum sem laða að fólk og virkja samfélagið á skapandi hátt. Þar með skapar menning verðmæti bæði á félagslegum og efnahagslegum forsendum. Svo eru það ráðstefnur, fundir og hvataferðir þar sem oftar en ekki skapast vettvangur þekkingarmiðlunar, skoðanaskipta og viðskiptatengsla með tilheyrandi verðmætasköpun. Við vitum að þegar samfélag fjárfestir í menningu er það í raun að auka lífsgæði, styrkja samkennd og efla getu okkar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Harpa er því góður „bissness“ í öllu tilliti. Hún er samfélagslega verðmæt og það er sannarlega ástæða til að fagna því að eigendur og samfélagið allt hafi frá upphafi verið tilbúið til að fjárfesta í Hörpu og starfseminni þar. Harpa mun halda áfram að vaxa og þroskast, anda með samfélaginu, skapa verðmæti og auka lífsgæði samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun