Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 13:02 Kristinn Albertsson, formaður KKÍ, endurvakti goðsögnina um indverska rottuhlaupið. Vísir/sigurjón & getty Indverskt rottuhlaup hefur átt endurkomu í íslenska fjölmiðla þökk sé nýkjörnum formanni KKÍ, Kristni Albertssyni. Eftir að hafa fengið glæsilega kosningu í formannskjöri KKÍ eyddi hann drjúgum tíma í sigurræðu sinni í að ræða hluti sem voru ræddir í matsal ÍSÍ fyrir 30 árum síðan. Þar sagðist Kristinn reglulega hafa hent því framan í handknattleiksforystuna að indverskt rottuhlaup væri vinsælla en handbolti. Það gerði hann til þess að lækka rostann í starfsmönnum HSÍ. „Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú. Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér. Þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup,“ sagði Kristinn í furðulegri ræðu sinni. Ofanritaður er kominn vel á miðjan aldur og man ágætlega eftir þessum skotum á sínum tíma. Þetta var saga sem svo sannarlega festi rætur hér á landi. Saga sem náði líka til þeirra sem fylgjast lítið með íþróttum. Henni var svo hent reglulega framan í handboltaunnendur er þurfti að gera lítið úr íþróttinni. Það má finna þrjár greinar á timarit.is þar sem greinarhöfundar tala um þetta fræga indverska rottuhlaup og gera lítið úr handboltanum í leiðinni. Kristján Hjálmarsson, fyrrum fréttastjóri Fréttablaðsins, reið á vaðið í pistli um barnaefni árið 2001. Þar vitnar hann í þessa frægu vinsældakosningu. Eða eigum við að segja meintu vinsældakosningu. Bókmenntaunnandinn Egill Helgason fór mikinn í pistli á DV árið 2004 þar sem hann vitnar einnig í rottuhlaupið. Egill hneykslast í leiðinni á þjóðinni fyrir áhugann á handboltalandsliðinu. Sá síðasti til að halda goðsögninni gangandi í fjölmiðlum var rokkarinn Biggi í Maus. Það gerði hann í Fréttablaðinu er þjóðin var að missa sig yfir silfri strákanna okkar á ÓL árið 2008. Eftir nokkra yfirlegu á alnetinu er ekki hægt að sjá að það sé til nein íþrótt sem heitir indverskt rottuhlaup. Það má vel vera að einhverjir Indverjar leiki sér að því í frístundum að láta rottur hlaupa en þessi „íþrótt“ er ekki til. Hvað þá síður eru nokkur sönnunargögn um að þessi frægi vinsældalisti íþrótta hafi nokkurn tímann verið til. Þessi listi er goðsögn! Einhver bjó til þessa sögu og fór að dreifa henni. Slúðurþjóðin Ísland virðist hafa gripið hana á lofti með slíkum tilþrifum að enn er talað um þennan meinta lista árið 2025. Í sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ. KKÍ HSÍ Handbolti Körfubolti Utan vallar Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Eftir að hafa fengið glæsilega kosningu í formannskjöri KKÍ eyddi hann drjúgum tíma í sigurræðu sinni í að ræða hluti sem voru ræddir í matsal ÍSÍ fyrir 30 árum síðan. Þar sagðist Kristinn reglulega hafa hent því framan í handknattleiksforystuna að indverskt rottuhlaup væri vinsælla en handbolti. Það gerði hann til þess að lækka rostann í starfsmönnum HSÍ. „Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú. Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér. Þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup,“ sagði Kristinn í furðulegri ræðu sinni. Ofanritaður er kominn vel á miðjan aldur og man ágætlega eftir þessum skotum á sínum tíma. Þetta var saga sem svo sannarlega festi rætur hér á landi. Saga sem náði líka til þeirra sem fylgjast lítið með íþróttum. Henni var svo hent reglulega framan í handboltaunnendur er þurfti að gera lítið úr íþróttinni. Það má finna þrjár greinar á timarit.is þar sem greinarhöfundar tala um þetta fræga indverska rottuhlaup og gera lítið úr handboltanum í leiðinni. Kristján Hjálmarsson, fyrrum fréttastjóri Fréttablaðsins, reið á vaðið í pistli um barnaefni árið 2001. Þar vitnar hann í þessa frægu vinsældakosningu. Eða eigum við að segja meintu vinsældakosningu. Bókmenntaunnandinn Egill Helgason fór mikinn í pistli á DV árið 2004 þar sem hann vitnar einnig í rottuhlaupið. Egill hneykslast í leiðinni á þjóðinni fyrir áhugann á handboltalandsliðinu. Sá síðasti til að halda goðsögninni gangandi í fjölmiðlum var rokkarinn Biggi í Maus. Það gerði hann í Fréttablaðinu er þjóðin var að missa sig yfir silfri strákanna okkar á ÓL árið 2008. Eftir nokkra yfirlegu á alnetinu er ekki hægt að sjá að það sé til nein íþrótt sem heitir indverskt rottuhlaup. Það má vel vera að einhverjir Indverjar leiki sér að því í frístundum að láta rottur hlaupa en þessi „íþrótt“ er ekki til. Hvað þá síður eru nokkur sönnunargögn um að þessi frægi vinsældalisti íþrótta hafi nokkurn tímann verið til. Þessi listi er goðsögn! Einhver bjó til þessa sögu og fór að dreifa henni. Slúðurþjóðin Ísland virðist hafa gripið hana á lofti með slíkum tilþrifum að enn er talað um þennan meinta lista árið 2025. Í sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ.
KKÍ HSÍ Handbolti Körfubolti Utan vallar Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira