Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 13:02 Kristinn Albertsson, formaður KKÍ, endurvakti goðsögnina um indverska rottuhlaupið. Vísir/sigurjón & getty Indverskt rottuhlaup hefur átt endurkomu í íslenska fjölmiðla þökk sé nýkjörnum formanni KKÍ, Kristni Albertssyni. Eftir að hafa fengið glæsilega kosningu í formannskjöri KKÍ eyddi hann drjúgum tíma í sigurræðu sinni í að ræða hluti sem voru ræddir í matsal ÍSÍ fyrir 30 árum síðan. Þar sagðist Kristinn reglulega hafa hent því framan í handknattleiksforystuna að indverskt rottuhlaup væri vinsælla en handbolti. Það gerði hann til þess að lækka rostann í starfsmönnum HSÍ. „Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú. Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér. Þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup,“ sagði Kristinn í furðulegri ræðu sinni. Ofanritaður er kominn vel á miðjan aldur og man ágætlega eftir þessum skotum á sínum tíma. Þetta var saga sem svo sannarlega festi rætur hér á landi. Saga sem náði líka til þeirra sem fylgjast lítið með íþróttum. Henni var svo hent reglulega framan í handboltaunnendur er þurfti að gera lítið úr íþróttinni. Það má finna þrjár greinar á timarit.is þar sem greinarhöfundar tala um þetta fræga indverska rottuhlaup og gera lítið úr handboltanum í leiðinni. Kristján Hjálmarsson, fyrrum fréttastjóri Fréttablaðsins, reið á vaðið í pistli um barnaefni árið 2001. Þar vitnar hann í þessa frægu vinsældakosningu. Eða eigum við að segja meintu vinsældakosningu. Bókmenntaunnandinn Egill Helgason fór mikinn í pistli á DV árið 2004 þar sem hann vitnar einnig í rottuhlaupið. Egill hneykslast í leiðinni á þjóðinni fyrir áhugann á handboltalandsliðinu. Sá síðasti til að halda goðsögninni gangandi í fjölmiðlum var rokkarinn Biggi í Maus. Það gerði hann í Fréttablaðinu er þjóðin var að missa sig yfir silfri strákanna okkar á ÓL árið 2008. Eftir nokkra yfirlegu á alnetinu er ekki hægt að sjá að það sé til nein íþrótt sem heitir indverskt rottuhlaup. Það má vel vera að einhverjir Indverjar leiki sér að því í frístundum að láta rottur hlaupa en þessi „íþrótt“ er ekki til. Hvað þá síður eru nokkur sönnunargögn um að þessi frægi vinsældalisti íþrótta hafi nokkurn tímann verið til. Þessi listi er goðsögn! Einhver bjó til þessa sögu og fór að dreifa henni. Slúðurþjóðin Ísland virðist hafa gripið hana á lofti með slíkum tilþrifum að enn er talað um þennan meinta lista árið 2025. Í sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ. KKÍ HSÍ Handbolti Körfubolti Utan vallar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Sjá meira
Eftir að hafa fengið glæsilega kosningu í formannskjöri KKÍ eyddi hann drjúgum tíma í sigurræðu sinni í að ræða hluti sem voru ræddir í matsal ÍSÍ fyrir 30 árum síðan. Þar sagðist Kristinn reglulega hafa hent því framan í handknattleiksforystuna að indverskt rottuhlaup væri vinsælla en handbolti. Það gerði hann til þess að lækka rostann í starfsmönnum HSÍ. „Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú. Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér. Þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup,“ sagði Kristinn í furðulegri ræðu sinni. Ofanritaður er kominn vel á miðjan aldur og man ágætlega eftir þessum skotum á sínum tíma. Þetta var saga sem svo sannarlega festi rætur hér á landi. Saga sem náði líka til þeirra sem fylgjast lítið með íþróttum. Henni var svo hent reglulega framan í handboltaunnendur er þurfti að gera lítið úr íþróttinni. Það má finna þrjár greinar á timarit.is þar sem greinarhöfundar tala um þetta fræga indverska rottuhlaup og gera lítið úr handboltanum í leiðinni. Kristján Hjálmarsson, fyrrum fréttastjóri Fréttablaðsins, reið á vaðið í pistli um barnaefni árið 2001. Þar vitnar hann í þessa frægu vinsældakosningu. Eða eigum við að segja meintu vinsældakosningu. Bókmenntaunnandinn Egill Helgason fór mikinn í pistli á DV árið 2004 þar sem hann vitnar einnig í rottuhlaupið. Egill hneykslast í leiðinni á þjóðinni fyrir áhugann á handboltalandsliðinu. Sá síðasti til að halda goðsögninni gangandi í fjölmiðlum var rokkarinn Biggi í Maus. Það gerði hann í Fréttablaðinu er þjóðin var að missa sig yfir silfri strákanna okkar á ÓL árið 2008. Eftir nokkra yfirlegu á alnetinu er ekki hægt að sjá að það sé til nein íþrótt sem heitir indverskt rottuhlaup. Það má vel vera að einhverjir Indverjar leiki sér að því í frístundum að láta rottur hlaupa en þessi „íþrótt“ er ekki til. Hvað þá síður eru nokkur sönnunargögn um að þessi frægi vinsældalisti íþrótta hafi nokkurn tímann verið til. Þessi listi er goðsögn! Einhver bjó til þessa sögu og fór að dreifa henni. Slúðurþjóðin Ísland virðist hafa gripið hana á lofti með slíkum tilþrifum að enn er talað um þennan meinta lista árið 2025. Í sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ.
KKÍ HSÍ Handbolti Körfubolti Utan vallar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Sjá meira