Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 11. mars 2025 17:00 Minningarnar renna í gegnum hugann þessa daganna þegar horft er á átök Bandaríkjanna við Evrópu. Upplifunin núna er ekki ósvipuð því að horfa uppá fall Berlínarmúrsins (1989) og litlu síðar hrun Sovétríkjanna (1991) sem brotnaði í framhaldinu upp 15 mismunandi sjálfstæð ríki. Óraunverulegir atburðir sem raungerðust á ótrúlega skömmum tíma. Það virðast vera breytingar í farvatninu á alþjóðakerfinu en í þetta sinn er birtingarmyndin innri átök bandamanna, þó óhætt sé að segja að innrás Rússlands í Úkraínu fyrir 3 árum sé mikill vendipunktur í því ferli sem farið er af stað. Það má halda því fram með rökum að NATO þjóðirnar hafi verið værukærar frá lokum kalda stríðsins og takmarkað sinnt innri uppbyggingu né tekist á við innbyggða togstreitu í rekstri NATO. Sterkustu vísbendingarnar um þessa stöðu birtast í afstöðu Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO ríkjum sem er að raungerast þessar vikurnar í beinni útsendingu. Stjórn Trumps 2016-2020 hótaði oftar en einu sinni að standa ekki við sínar skuldbindingar gagnvart öðrum NATO ríkjum ef ríkin myndu ekki hækka sín fjárframlög. Innrás Rússlands í Úkraínu jók síðan enn frekar á innri togstreitu NATO. Vinskapur og tengsl Trump og Pútíns hafa heldur ekki bætt úr skák og virðist sem Trump hafi takmarkaðan skilning á því að Evrópa sé með Rússland í bakgarðinum. Í þessum sama bakgarði er ekki bara Rússland heldur einnig 14 sjálfstæð ríki sem voru hluti af sovétríkjunum sálugu, ríki sem fæst geta um frjálst höfuð strokið og eru enn á ný komin undir radar Rússlands þar sem Putín dreymir stóra drauma um nýtt Sovét. Deilt er um hvort Pútín lætur næst til skara skríða gegn Moldóvu eða Eistlandi. Það er ekki að ástæðulausu að Finnland og Svíþjóð tóku ákvörðun í þessu ástandi að ganga í NATO. Nýjustu vendingar Bandaríkjastjórnar felast í hótunum við Úkraínu, gagnrýni á NATO og Evrópusambandið. Trump stjórnin hefur einnig verið í miklum samskiptum og fundahöldum við Rússa án aðkomu Evrópu, NATO og Úkraínu. Staða sem hefði verið óhugsandi ef litið er til fortíðar og sögu NATÓ og samskipta Bandaríkjanna og Evrópu frá fyrri heimsstyrjöld. Vance varaforsteti hefur hæðst að Evrópusambandinu opinberlega og reynt að hafa áhrif á kosningar í einstökum ríkjum. Trump hefur sett fram þá falskenningu að Evrópusambandið hafi verið sérstaklega stofnað til höfuðs Bandaríkjunum og Vance sagt að þau beiti sér gegn mál- og skoðanafrelsi og sagt einstök ríki sambandsins haga sér einsog einræðisríki. Ótti Evrópu er því raunverulegur um að Bandaríkjastjórn reyni að koma á friðarsamningum sem Úkraína og Evrópa eiga ekki aðkomu að. Evrópa og Evrópusambandið eru að átta sig á að ekki er lengur á vísan að róa með stuðning Bandaríkjanna hvorki innan NATO eða sem bandamann í alþjóðakerfinu, bandalag sem hefur haldið frá seinni heimstyrjöld. Nýlegt dæmi á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna undirstrikar þessa stöðu í atkvæðagreiðslu þar sem Bandaríkin greiddu atkvæði með Rússlandi, Norður Kóreu og Íran um að fordæma ekki innrás rússa í Úkraínu. Evrópusambandið hefur þegar brugðist við með auknum fjármunum til öryggis- og varnarmála (ReArm Europe Plan, 2025) með það að markmiði að styrkja varnir sambandsins til að fylla í skarið sem Bandaríkjamenn hugsanlega skilja eftir sig í Evrópu. Þar með er fyrsta stóra skrefið stigið í þá átt að undirbúa Evrópu fyrir þann raunveruleika að geta varið sig án aðstoðar Bandaríkjanna. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt alþjóðaviðskipti, evrópufræði, stefnumótun og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Minningarnar renna í gegnum hugann þessa daganna þegar horft er á átök Bandaríkjanna við Evrópu. Upplifunin núna er ekki ósvipuð því að horfa uppá fall Berlínarmúrsins (1989) og litlu síðar hrun Sovétríkjanna (1991) sem brotnaði í framhaldinu upp 15 mismunandi sjálfstæð ríki. Óraunverulegir atburðir sem raungerðust á ótrúlega skömmum tíma. Það virðast vera breytingar í farvatninu á alþjóðakerfinu en í þetta sinn er birtingarmyndin innri átök bandamanna, þó óhætt sé að segja að innrás Rússlands í Úkraínu fyrir 3 árum sé mikill vendipunktur í því ferli sem farið er af stað. Það má halda því fram með rökum að NATO þjóðirnar hafi verið værukærar frá lokum kalda stríðsins og takmarkað sinnt innri uppbyggingu né tekist á við innbyggða togstreitu í rekstri NATO. Sterkustu vísbendingarnar um þessa stöðu birtast í afstöðu Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO ríkjum sem er að raungerast þessar vikurnar í beinni útsendingu. Stjórn Trumps 2016-2020 hótaði oftar en einu sinni að standa ekki við sínar skuldbindingar gagnvart öðrum NATO ríkjum ef ríkin myndu ekki hækka sín fjárframlög. Innrás Rússlands í Úkraínu jók síðan enn frekar á innri togstreitu NATO. Vinskapur og tengsl Trump og Pútíns hafa heldur ekki bætt úr skák og virðist sem Trump hafi takmarkaðan skilning á því að Evrópa sé með Rússland í bakgarðinum. Í þessum sama bakgarði er ekki bara Rússland heldur einnig 14 sjálfstæð ríki sem voru hluti af sovétríkjunum sálugu, ríki sem fæst geta um frjálst höfuð strokið og eru enn á ný komin undir radar Rússlands þar sem Putín dreymir stóra drauma um nýtt Sovét. Deilt er um hvort Pútín lætur næst til skara skríða gegn Moldóvu eða Eistlandi. Það er ekki að ástæðulausu að Finnland og Svíþjóð tóku ákvörðun í þessu ástandi að ganga í NATO. Nýjustu vendingar Bandaríkjastjórnar felast í hótunum við Úkraínu, gagnrýni á NATO og Evrópusambandið. Trump stjórnin hefur einnig verið í miklum samskiptum og fundahöldum við Rússa án aðkomu Evrópu, NATO og Úkraínu. Staða sem hefði verið óhugsandi ef litið er til fortíðar og sögu NATÓ og samskipta Bandaríkjanna og Evrópu frá fyrri heimsstyrjöld. Vance varaforsteti hefur hæðst að Evrópusambandinu opinberlega og reynt að hafa áhrif á kosningar í einstökum ríkjum. Trump hefur sett fram þá falskenningu að Evrópusambandið hafi verið sérstaklega stofnað til höfuðs Bandaríkjunum og Vance sagt að þau beiti sér gegn mál- og skoðanafrelsi og sagt einstök ríki sambandsins haga sér einsog einræðisríki. Ótti Evrópu er því raunverulegur um að Bandaríkjastjórn reyni að koma á friðarsamningum sem Úkraína og Evrópa eiga ekki aðkomu að. Evrópa og Evrópusambandið eru að átta sig á að ekki er lengur á vísan að róa með stuðning Bandaríkjanna hvorki innan NATO eða sem bandamann í alþjóðakerfinu, bandalag sem hefur haldið frá seinni heimstyrjöld. Nýlegt dæmi á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna undirstrikar þessa stöðu í atkvæðagreiðslu þar sem Bandaríkin greiddu atkvæði með Rússlandi, Norður Kóreu og Íran um að fordæma ekki innrás rússa í Úkraínu. Evrópusambandið hefur þegar brugðist við með auknum fjármunum til öryggis- og varnarmála (ReArm Europe Plan, 2025) með það að markmiði að styrkja varnir sambandsins til að fylla í skarið sem Bandaríkjamenn hugsanlega skilja eftir sig í Evrópu. Þar með er fyrsta stóra skrefið stigið í þá átt að undirbúa Evrópu fyrir þann raunveruleika að geta varið sig án aðstoðar Bandaríkjanna. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt alþjóðaviðskipti, evrópufræði, stefnumótun og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun