Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá. Þar segir að lögregla telji að leikkonan hafi fallið fyrir hendi. Lögreglumenn fóru að heimili hennar eftir að fjölskylda hafði samband, þar sem þau höfðu ekki heyrt frá henni í nokkurn tíma.
Bach-Hasselhof birtist í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Rumble Fish eftir Francis Ford Coppola árið 1983. Hún lék svo í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og er þekktust fyrir hlutverk sitt í Baywatch þar sem hún fór með hlutverk Kaye Morgan í tíu ár.
Hún kynntist David Hasselhoff á setti þáttanna sama ár og giftu þau sig strax þetta ár. Þau skildu svo að borði og sæng árið 2006. Við tóku miklar fjárhagslegar deilur þeirra á milli sem lauk ekki fyrr en árið 2017. Bach-Hasselhof lætur eftir sig tvær dætur, dætur þeirra David Hasselhoff, þær Taylor og Hayler.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.