Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar 3. febrúar 2025 07:00 Ein vinsælasta fréttin í íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið lítil leðurblaka sem fannst á förnum vegi í Reykjavík. Allsendis óljóst er hvernig leðurblakan laumaði sér til landsins, en lögregla var kölluð á staðinn. Leðurblakan náði að sleppa undan löggæslumönnum þann daginn en fannst að lokum af dýraþjónustunni tveim dögum seinna, var fönguð í net og svæfð svefninum langa. Annar laumufarþegi, lítill froskur frá Kólumbíu, fannst í lítilli blómabúð í Sheffield í norður Englandi eftir að hafa tekið sér far með afskornum blómum yfir hálfan hnöttinn. Froskurinn varð kveikja að rannsóknarverkefni um ágengar tegundir og áhættum þeim tengdum í tengslum við umhverfi, líffræðilega fjölbreytni og lífvarnir í innflutningslandi. Það er vel þekkt að óæskilegir puttalingar af ýmsu tagi ferðast með varningi og farartækjum um allan heim, þetta geta verið sjúkdómar í plöntum og dýrum, dýr með tvo, fjóra, sex, átta eða fleiri fætur, eða jafnvel enga fætur, með eða án vængja, sem síðan koma sér fyrir í nýjum heimkynnum og valda þar miklum usla. Með loftslagsbreytingum mun útbreiðsla margra skaðvalda aukast og færast norður í átt til heimskautanna að mati IPPC – milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Margir þessir skaðvaldar taka sér fram með plöntum og plöntuafurðum. Í Bretlandi eru nýleg dæmi um sjúkdóm í askartrjám (e. ash dieback) og vesputegund frá Asíu (e. asian hornet) sem hafa numið land og gert mönnum, öðrum dýrum og plöntum lífið leitt. Á Íslandi eru, með breyttu veðurfari og auknum ferðamannastraumi, að myndast tækifæri fyrir ýmsar tegundir sem slæðast með fólki og varningi til landsins að setjast að og nýta sér kjöraðstæður fyrir innrás í ný heimkynni. Ólíklegt er að stöku leðurblaka valdi miklum usla í íslensku umhverfi, en hins vegar herja birkikemba og birkiþéla, líklegir puttalingar í innfluttri mold, í auknu mæli á íslenska birkið með slæmum afleiðingum. Gulrótarflugan sem gæti hafa borist til landsins með innfluttu grænmeti er einnig farin að valda usla. Í þessu sem svo mörgu öðru er betra að birgja brunninn áður en lúsmýið dettur í hann. Þegar ágeng tegund hefur numið land og dreift sér er erfitt eða nær ómögulegt að losna við hana. Í fyrrnefndri rannsókn á innflutningi blóma til Hollands og Bretlands kom í ljós að þó utanumhald yfir skráningar væri ábótavant fundust 459 tegundir laumufarþega í Hollandi árið 2017. Á vefsíðu Defra, Umhverfis- og landbúnaðarráðuneytis Breta, eru skaðvaldar sem stöðvaðir eru í plöntusendingum skráðir vikulega og bara á einum mánuði í janúar 2025 fundust þeir í 28 sendingum. Í báðum þessum löndum voru skordýrategundir í miklum meirihluta af þeim skaðvöldum sem fundust. Matvælastofnun ber ábyrgð á eftirliti planta og plöntuafurða til Íslands. Í landsbundinni eftirlitsáætlun segir að eftirlit með innflutningi fari fram með skjalaskoðun á gögnum sem fylgja sendingum og að almennt sé ekki gerð vöruskoðun. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2000 er áætlað að einungis 4-5% plöntusendinga til Íslands séu skoðaðar. Engar uppýsingar eru aðgengilegar opinberlega um hversu oft laumufarþegar finnast eða eru stöðvaðir í sendingum og hvaða þjálfun starfsfólk fær í því að þekkja mismundandi áhættutegundir sem oft ferðast sem egg, eru falin í mold eða öðru undirlagi, eða liggja jafnvel í leyni í raufum og þarf þekkingu til að koma auga á. Í fyrrgreindri skýrslu sem er að verða 25 ára gömul segir að plönturæktendum hafi verið gert að annast og borga fyrir útrýmingu nýrra skaðvalda. Skýrslan setti fram tillögur um úrbætur á reglugerðum, betri upplýsingagjöf til almennings og ferðamanna um innflutningsreglur, aukna tíðni vöruskoðana og fé til útrýmingaraðgerða. Ekki er ljóst hvernig leðurblakan kom til landsins, en það að hún komst inn til miðborgar Reykjavíkur vekur spurningar um eftirlit á landamærum og hvort næg áhersla sé lögð á að stöðva skaðvalda sem koma til landsins sem laumufarþegar í bátum, bílum eða flugleiðis. Það þyrfti sannarlega að fjölga í liði lögreglu og dýraþjónustu landsins ef viðbrögð væru svipuð við tilkynningu um nýja skordýrategund sem væri 3 millimetrar að stærð, fjölgar sér um 20-30 einstaklinga á viku og flýgur á milli staða. Betri upplýsingagjöf af hálfu eftirlitsaðila til almennings, innflutningsfyrirtækja og ferðamanna um reglur, sem og uppfærðar fréttir af skaðvöldum sem stöðvaðir hafa verið, myndi auka meðvitund og minnka áhættu á innflutningi og landnámi ágengra tegunda. Höfundur er skordýrafræðingur og ráðgjafi í rannsóknum og nýsköpun í landbúnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Ein vinsælasta fréttin í íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið lítil leðurblaka sem fannst á förnum vegi í Reykjavík. Allsendis óljóst er hvernig leðurblakan laumaði sér til landsins, en lögregla var kölluð á staðinn. Leðurblakan náði að sleppa undan löggæslumönnum þann daginn en fannst að lokum af dýraþjónustunni tveim dögum seinna, var fönguð í net og svæfð svefninum langa. Annar laumufarþegi, lítill froskur frá Kólumbíu, fannst í lítilli blómabúð í Sheffield í norður Englandi eftir að hafa tekið sér far með afskornum blómum yfir hálfan hnöttinn. Froskurinn varð kveikja að rannsóknarverkefni um ágengar tegundir og áhættum þeim tengdum í tengslum við umhverfi, líffræðilega fjölbreytni og lífvarnir í innflutningslandi. Það er vel þekkt að óæskilegir puttalingar af ýmsu tagi ferðast með varningi og farartækjum um allan heim, þetta geta verið sjúkdómar í plöntum og dýrum, dýr með tvo, fjóra, sex, átta eða fleiri fætur, eða jafnvel enga fætur, með eða án vængja, sem síðan koma sér fyrir í nýjum heimkynnum og valda þar miklum usla. Með loftslagsbreytingum mun útbreiðsla margra skaðvalda aukast og færast norður í átt til heimskautanna að mati IPPC – milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Margir þessir skaðvaldar taka sér fram með plöntum og plöntuafurðum. Í Bretlandi eru nýleg dæmi um sjúkdóm í askartrjám (e. ash dieback) og vesputegund frá Asíu (e. asian hornet) sem hafa numið land og gert mönnum, öðrum dýrum og plöntum lífið leitt. Á Íslandi eru, með breyttu veðurfari og auknum ferðamannastraumi, að myndast tækifæri fyrir ýmsar tegundir sem slæðast með fólki og varningi til landsins að setjast að og nýta sér kjöraðstæður fyrir innrás í ný heimkynni. Ólíklegt er að stöku leðurblaka valdi miklum usla í íslensku umhverfi, en hins vegar herja birkikemba og birkiþéla, líklegir puttalingar í innfluttri mold, í auknu mæli á íslenska birkið með slæmum afleiðingum. Gulrótarflugan sem gæti hafa borist til landsins með innfluttu grænmeti er einnig farin að valda usla. Í þessu sem svo mörgu öðru er betra að birgja brunninn áður en lúsmýið dettur í hann. Þegar ágeng tegund hefur numið land og dreift sér er erfitt eða nær ómögulegt að losna við hana. Í fyrrnefndri rannsókn á innflutningi blóma til Hollands og Bretlands kom í ljós að þó utanumhald yfir skráningar væri ábótavant fundust 459 tegundir laumufarþega í Hollandi árið 2017. Á vefsíðu Defra, Umhverfis- og landbúnaðarráðuneytis Breta, eru skaðvaldar sem stöðvaðir eru í plöntusendingum skráðir vikulega og bara á einum mánuði í janúar 2025 fundust þeir í 28 sendingum. Í báðum þessum löndum voru skordýrategundir í miklum meirihluta af þeim skaðvöldum sem fundust. Matvælastofnun ber ábyrgð á eftirliti planta og plöntuafurða til Íslands. Í landsbundinni eftirlitsáætlun segir að eftirlit með innflutningi fari fram með skjalaskoðun á gögnum sem fylgja sendingum og að almennt sé ekki gerð vöruskoðun. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2000 er áætlað að einungis 4-5% plöntusendinga til Íslands séu skoðaðar. Engar uppýsingar eru aðgengilegar opinberlega um hversu oft laumufarþegar finnast eða eru stöðvaðir í sendingum og hvaða þjálfun starfsfólk fær í því að þekkja mismundandi áhættutegundir sem oft ferðast sem egg, eru falin í mold eða öðru undirlagi, eða liggja jafnvel í leyni í raufum og þarf þekkingu til að koma auga á. Í fyrrgreindri skýrslu sem er að verða 25 ára gömul segir að plönturæktendum hafi verið gert að annast og borga fyrir útrýmingu nýrra skaðvalda. Skýrslan setti fram tillögur um úrbætur á reglugerðum, betri upplýsingagjöf til almennings og ferðamanna um innflutningsreglur, aukna tíðni vöruskoðana og fé til útrýmingaraðgerða. Ekki er ljóst hvernig leðurblakan kom til landsins, en það að hún komst inn til miðborgar Reykjavíkur vekur spurningar um eftirlit á landamærum og hvort næg áhersla sé lögð á að stöðva skaðvalda sem koma til landsins sem laumufarþegar í bátum, bílum eða flugleiðis. Það þyrfti sannarlega að fjölga í liði lögreglu og dýraþjónustu landsins ef viðbrögð væru svipuð við tilkynningu um nýja skordýrategund sem væri 3 millimetrar að stærð, fjölgar sér um 20-30 einstaklinga á viku og flýgur á milli staða. Betri upplýsingagjöf af hálfu eftirlitsaðila til almennings, innflutningsfyrirtækja og ferðamanna um reglur, sem og uppfærðar fréttir af skaðvöldum sem stöðvaðir hafa verið, myndi auka meðvitund og minnka áhættu á innflutningi og landnámi ágengra tegunda. Höfundur er skordýrafræðingur og ráðgjafi í rannsóknum og nýsköpun í landbúnaði
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar