BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2024 11:19 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM. Vísir/Vilhelm BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. „Slík ráðstöfun gengur gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði, þar sem það er launafólkið sjálft sem stofnar sín stéttarfélög,“ segir í tilkynningunni. Þar er auk þess bent á að þegar séu í gildi kjarasamningar um öll störf á veitingahúsum. Þar sé að finna ákvæði um kjör og réttindi sem hafi náðst með áratugalangri baráttu launafólks. „Það er ámælisvert að stéttarfélag fyrirtækja á veitingamarkaði skuli hafa samið slík réttindi burt með einu pennastriki til hagsbóta fyrir atvinnurekendur. Þar er meðal annars um að ræða verri launakjör, lakari orlofsrétt og uppsagnarrétt,“ segir í tilkynningunni og birt mynd sem tekin ef saman af Einingu-Iðju. Samanburður réttindum félagsfólks í Virðingu og Einingu-iðju. Samanburðurinn er tekinn saman af starfsmönnum Einingar-Iðju.Eining-Iðja Þá segir í tilkynningunni að félagsgjaldið í Virðingu sé sambærilegt félagsgjöldum í önnur stéttarfélög en engu að síður virðist félagsfólk ekki ávinna sér sambærileg réttindi í sjúkrasjóði eða rétt til fræðslustyrkja eða annarra styrkja. „Það er forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks í eiginhagsmunaskyni. Slíkt hefur ekki bara neikvæð áhrif á réttindi launafólks heldur rýrir einnig stöðu atvinnurekenda sem vilja standa heiðarlega að rekstri fyrirtækja sinna. Starfsfólk á veitingahúsum er að stórum hluta ungt fólk og fólk af erlendum uppruna, sem mikilvægt er að eigi málssvara í öflugu stéttarfélagi sem hefur burði til að standa vörð um réttindi þess,“ segir að lokum í tilkynningunni. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08 Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru 9 klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
„Slík ráðstöfun gengur gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði, þar sem það er launafólkið sjálft sem stofnar sín stéttarfélög,“ segir í tilkynningunni. Þar er auk þess bent á að þegar séu í gildi kjarasamningar um öll störf á veitingahúsum. Þar sé að finna ákvæði um kjör og réttindi sem hafi náðst með áratugalangri baráttu launafólks. „Það er ámælisvert að stéttarfélag fyrirtækja á veitingamarkaði skuli hafa samið slík réttindi burt með einu pennastriki til hagsbóta fyrir atvinnurekendur. Þar er meðal annars um að ræða verri launakjör, lakari orlofsrétt og uppsagnarrétt,“ segir í tilkynningunni og birt mynd sem tekin ef saman af Einingu-Iðju. Samanburður réttindum félagsfólks í Virðingu og Einingu-iðju. Samanburðurinn er tekinn saman af starfsmönnum Einingar-Iðju.Eining-Iðja Þá segir í tilkynningunni að félagsgjaldið í Virðingu sé sambærilegt félagsgjöldum í önnur stéttarfélög en engu að síður virðist félagsfólk ekki ávinna sér sambærileg réttindi í sjúkrasjóði eða rétt til fræðslustyrkja eða annarra styrkja. „Það er forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks í eiginhagsmunaskyni. Slíkt hefur ekki bara neikvæð áhrif á réttindi launafólks heldur rýrir einnig stöðu atvinnurekenda sem vilja standa heiðarlega að rekstri fyrirtækja sinna. Starfsfólk á veitingahúsum er að stórum hluta ungt fólk og fólk af erlendum uppruna, sem mikilvægt er að eigi málssvara í öflugu stéttarfélagi sem hefur burði til að standa vörð um réttindi þess,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08 Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru 9 klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08
Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57