Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 19:02 Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. Vísir Bændasamtökin telja þjóðar- og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Framkvæmdastjóri þeirra segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Fjárfestar séu að stórum hluta á höttunum eftir vatnsauðlindum á bújörðum. Hefðbundinn landbúnaður er aðeins stundaður á ríflega fjórðungi lögbýla hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Næstum fjórar af hverjum tíu slíkum jörðum eru ekki í neinni notkun. Þá hefur búfjáreigendum fækkað um 25 til 30 prósent frá árinu 2010. Spákaupmennska fjárfesta komi í veg fyrir búskap Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta grafalvarlega þróun. Vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið of erfitt fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. „Þessi innlenda og erlenda samkeppni í uppkaupum á jörðum á uppsprengdu verði hefur þau áhrif að fólk sem vill stunda búrekstur kemst ekki að. Hvar ætlum við þá að standa?“ spyr Margrét. Hún segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti sé fæðuöryggi stefnt í voða. „Þá mun framleiðsla á landbúnaðarvörum dragast saman sem mun hafa alvarleg áhrif. Það verður erfitt að mæta þeirri fólksfjölgun sem spáð er hér á landi næstu áratugina. Þetta skapar mikla hættu fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er því ákveðið þjóðaröryggismál að hafa fæðu- og matvælaöryggi í landinu í lagi,“ segir Margrét. Fjárfestar ásælist vatnsréttindi Formaður Samtaka ungra bænda vekur einnig athygli á málinu á MBL í dag. Þar kemur fram það fjársterk öfl ásælist jarðir í sífellt meira mæli. Fjárfestar banki jafnvel uppá hjá bændum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2021 kemur fram að frá 2018 til febrúar 2021 hafi næstum þrjú hundruð jarðir skipt um eigendur. Viðskiptablaðið vakti athygli á því sama ár að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefði fjárfest í 39 bújörðum hér á landi fyrir 63 milljarða. Erfitt er að nálgast nýjustu upplýsingar um jarðakaup hér á landi. Margrét segist sjá mikinn áhuga erlendra spákaupmanna á vatnsréttindum á bújörðum. „Bændasamtökin fóru í ferð kringum landið nú í haust. Við heimsóttum m.a. bændur í Húnavatnssýslu. Í samtölum okkar þar kom fram að erlendir fjárfestar væru að sækjast eftir því að kaupa allt að tuttugu jarðir í sveitinni. Þeir gáfu upp að það væri vegna vatnsréttinda á jörðunum. Þeir buðu fúlgur fjár fyrir bújarðirnar. Fasteignaauglýsingum var líka beint að erlendum markaði,“ segir Margrét. Hún bendir á að sama þróun sé í gangi erlendis. Þetta rímar líka algjörlega við það að vatnið er gull 21. aldarinnar. Stjórnvöld sofið á verðinum Margrét segir að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir því að fólk hér á landi geti í auknum mæli stundað landbúnað. Þá þurfi að koma í veg fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar kaupi jarðir hér á landi í þeim eina tilgangi að græða á komandi kynslóðum. „Þetta er ákveðið fullveldismál. Ætlum við að vakna árið 2044 við að landið er komið í eigu erlenda aðila? Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessum málum af nægilegri festu. Það er verkefni sveitastjórna og nýrrar ríkisstjórnar að taka málið í sínar hendur,“ segir Margrét. Vatn Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Öryggis- og varnarmál Jarðakaup útlendinga Jarða- og lóðamál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Hefðbundinn landbúnaður er aðeins stundaður á ríflega fjórðungi lögbýla hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Næstum fjórar af hverjum tíu slíkum jörðum eru ekki í neinni notkun. Þá hefur búfjáreigendum fækkað um 25 til 30 prósent frá árinu 2010. Spákaupmennska fjárfesta komi í veg fyrir búskap Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta grafalvarlega þróun. Vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið of erfitt fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. „Þessi innlenda og erlenda samkeppni í uppkaupum á jörðum á uppsprengdu verði hefur þau áhrif að fólk sem vill stunda búrekstur kemst ekki að. Hvar ætlum við þá að standa?“ spyr Margrét. Hún segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti sé fæðuöryggi stefnt í voða. „Þá mun framleiðsla á landbúnaðarvörum dragast saman sem mun hafa alvarleg áhrif. Það verður erfitt að mæta þeirri fólksfjölgun sem spáð er hér á landi næstu áratugina. Þetta skapar mikla hættu fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er því ákveðið þjóðaröryggismál að hafa fæðu- og matvælaöryggi í landinu í lagi,“ segir Margrét. Fjárfestar ásælist vatnsréttindi Formaður Samtaka ungra bænda vekur einnig athygli á málinu á MBL í dag. Þar kemur fram það fjársterk öfl ásælist jarðir í sífellt meira mæli. Fjárfestar banki jafnvel uppá hjá bændum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2021 kemur fram að frá 2018 til febrúar 2021 hafi næstum þrjú hundruð jarðir skipt um eigendur. Viðskiptablaðið vakti athygli á því sama ár að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefði fjárfest í 39 bújörðum hér á landi fyrir 63 milljarða. Erfitt er að nálgast nýjustu upplýsingar um jarðakaup hér á landi. Margrét segist sjá mikinn áhuga erlendra spákaupmanna á vatnsréttindum á bújörðum. „Bændasamtökin fóru í ferð kringum landið nú í haust. Við heimsóttum m.a. bændur í Húnavatnssýslu. Í samtölum okkar þar kom fram að erlendir fjárfestar væru að sækjast eftir því að kaupa allt að tuttugu jarðir í sveitinni. Þeir gáfu upp að það væri vegna vatnsréttinda á jörðunum. Þeir buðu fúlgur fjár fyrir bújarðirnar. Fasteignaauglýsingum var líka beint að erlendum markaði,“ segir Margrét. Hún bendir á að sama þróun sé í gangi erlendis. Þetta rímar líka algjörlega við það að vatnið er gull 21. aldarinnar. Stjórnvöld sofið á verðinum Margrét segir að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir því að fólk hér á landi geti í auknum mæli stundað landbúnað. Þá þurfi að koma í veg fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar kaupi jarðir hér á landi í þeim eina tilgangi að græða á komandi kynslóðum. „Þetta er ákveðið fullveldismál. Ætlum við að vakna árið 2044 við að landið er komið í eigu erlenda aðila? Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessum málum af nægilegri festu. Það er verkefni sveitastjórna og nýrrar ríkisstjórnar að taka málið í sínar hendur,“ segir Margrét.
Vatn Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Öryggis- og varnarmál Jarðakaup útlendinga Jarða- og lóðamál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira