Innlent

Ó­skiljan­leg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Hagfræðingur segir ný lánaviðmið Seðlabankans nánast óskiljanleg og ekki til þess fallin að minnka óvissu á lánamarkaði. Hann segir óvíst að bankanum takist ætlunarverk sitt. Fjallað verður um málið í hádegisfrettum. 

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. 

Íslenska tónlistarkonan Laufey hefur verið tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir breiðskífuna A Matter of Time. Poppfræðingur segir hana með þessu stimpla sig á stjörnuhimininn.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 8. nóvember 2025

Það er nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni og stórleikur framundan í dag. Við heyrum í Ólafi Ólafssyni, fyrirliða karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, en liðið stendur mjög sterkt í Bónus-deildinni. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×