Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 21:00 Guðný S. Bjarnadóttir lenti sjálf í því fyrir nokkrum árum að máli hennar var flett upp í LÖKE hjá þremur lögregluembættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. Vísir/Bjarni Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu Mál tveggja lögreglumanna, sem eru ákærðir fyrir brot í starfi, voru þingfest í byrjun vikunnar í héraðsdómi Reykjaness. Annar þeirra er grunaður um að hafa flett upp sex málum í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, sem tengdust nákomnum vandamönnum hans án þess að það tengdist starfi lögreglumannsins. „Ég hugsa fyrst og fremst um öryggi þeirra sem leita til lögreglunnar, öryggi brotaþola og rannsóknarhagsmuni. Ég set stórt spurningamerki við það að lögreglumenn hafi þetta greitt aðgengi að viðkvæmum upplýsingum,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Óþægileg tilfinning Í kerfinu eru einnig skráðar niður tilkynningar til lögreglu. Guðný lenti í því sjálf árið 2021 eftir að hún leitaði til neyðarmóttöku kynferðisbrota og tilkynnti nauðgun til lögreglu að máli hennar var flett upp af þremur mismunandi embættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. „Þetta er mjög óþægileg tilfinning vegna þess að við almenningur, eigum ekki rétt á því hver er að fletta okkur upp eða í hvaða tilgangi.“ Brotaþolar hafi áhyggjur af því að folk sem það þekkir og starfar innan kerfisins geti flett þeim upp. „Það hefur komið upp mál þar sem viðkomandi sem skrifar upp á niðurfellingarbréf tengdist sakborningi í kynferðisbrotamáli. Þetta er auðvitað eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir Guðný. Verði að hefta aðgengið Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sagði í vikunni að uppflettingarmálið komi á óvart. Oftast væru lögreglumenn áminntir fyrir brot sem þetta eða málin enduðu með lögreglustjórasátt, sem Guðný segir ekki til þess fallið að leysa vandann. „Það verður að hefta aðgengi að svona viðkvæmum upplýsingum og það þarf að vera miklu betra eftirlit með störfum lögreglu. Við þurfum að fara að skoða hvernig við getum verndað rétt brotaþola og þeirra sem leita til lögreglunnar.“ Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00 Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Mál tveggja lögreglumanna, sem eru ákærðir fyrir brot í starfi, voru þingfest í byrjun vikunnar í héraðsdómi Reykjaness. Annar þeirra er grunaður um að hafa flett upp sex málum í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, sem tengdust nákomnum vandamönnum hans án þess að það tengdist starfi lögreglumannsins. „Ég hugsa fyrst og fremst um öryggi þeirra sem leita til lögreglunnar, öryggi brotaþola og rannsóknarhagsmuni. Ég set stórt spurningamerki við það að lögreglumenn hafi þetta greitt aðgengi að viðkvæmum upplýsingum,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Óþægileg tilfinning Í kerfinu eru einnig skráðar niður tilkynningar til lögreglu. Guðný lenti í því sjálf árið 2021 eftir að hún leitaði til neyðarmóttöku kynferðisbrota og tilkynnti nauðgun til lögreglu að máli hennar var flett upp af þremur mismunandi embættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. „Þetta er mjög óþægileg tilfinning vegna þess að við almenningur, eigum ekki rétt á því hver er að fletta okkur upp eða í hvaða tilgangi.“ Brotaþolar hafi áhyggjur af því að folk sem það þekkir og starfar innan kerfisins geti flett þeim upp. „Það hefur komið upp mál þar sem viðkomandi sem skrifar upp á niðurfellingarbréf tengdist sakborningi í kynferðisbrotamáli. Þetta er auðvitað eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir Guðný. Verði að hefta aðgengið Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sagði í vikunni að uppflettingarmálið komi á óvart. Oftast væru lögreglumenn áminntir fyrir brot sem þetta eða málin enduðu með lögreglustjórasátt, sem Guðný segir ekki til þess fallið að leysa vandann. „Það verður að hefta aðgengi að svona viðkvæmum upplýsingum og það þarf að vera miklu betra eftirlit með störfum lögreglu. Við þurfum að fara að skoða hvernig við getum verndað rétt brotaþola og þeirra sem leita til lögreglunnar.“
Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00 Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00
Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45
„Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01