Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 19:02 Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. Vísir Bændasamtökin telja þjóðar- og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Framkvæmdastjóri þeirra segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Fjárfestar séu að stórum hluta á höttunum eftir vatnsauðlindum á bújörðum. Hefðbundinn landbúnaður er aðeins stundaður á ríflega fjórðungi lögbýla hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Næstum fjórar af hverjum tíu slíkum jörðum eru ekki í neinni notkun. Þá hefur búfjáreigendum fækkað um 25 til 30 prósent frá árinu 2010. Spákaupmennska fjárfesta komi í veg fyrir búskap Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta grafalvarlega þróun. Vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið of erfitt fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. „Þessi innlenda og erlenda samkeppni í uppkaupum á jörðum á uppsprengdu verði hefur þau áhrif að fólk sem vill stunda búrekstur kemst ekki að. Hvar ætlum við þá að standa?“ spyr Margrét. Hún segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti sé fæðuöryggi stefnt í voða. „Þá mun framleiðsla á landbúnaðarvörum dragast saman sem mun hafa alvarleg áhrif. Það verður erfitt að mæta þeirri fólksfjölgun sem spáð er hér á landi næstu áratugina. Þetta skapar mikla hættu fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er því ákveðið þjóðaröryggismál að hafa fæðu- og matvælaöryggi í landinu í lagi,“ segir Margrét. Fjárfestar ásælist vatnsréttindi Formaður Samtaka ungra bænda vekur einnig athygli á málinu á MBL í dag. Þar kemur fram það fjársterk öfl ásælist jarðir í sífellt meira mæli. Fjárfestar banki jafnvel uppá hjá bændum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2021 kemur fram að frá 2018 til febrúar 2021 hafi næstum þrjú hundruð jarðir skipt um eigendur. Viðskiptablaðið vakti athygli á því sama ár að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefði fjárfest í 39 bújörðum hér á landi fyrir 63 milljarða. Erfitt er að nálgast nýjustu upplýsingar um jarðakaup hér á landi. Margrét segist sjá mikinn áhuga erlendra spákaupmanna á vatnsréttindum á bújörðum. „Bændasamtökin fóru í ferð kringum landið nú í haust. Við heimsóttum m.a. bændur í Húnavatnssýslu. Í samtölum okkar þar kom fram að erlendir fjárfestar væru að sækjast eftir því að kaupa allt að tuttugu jarðir í sveitinni. Þeir gáfu upp að það væri vegna vatnsréttinda á jörðunum. Þeir buðu fúlgur fjár fyrir bújarðirnar. Fasteignaauglýsingum var líka beint að erlendum markaði,“ segir Margrét. Hún bendir á að sama þróun sé í gangi erlendis. Þetta rímar líka algjörlega við það að vatnið er gull 21. aldarinnar. Stjórnvöld sofið á verðinum Margrét segir að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir því að fólk hér á landi geti í auknum mæli stundað landbúnað. Þá þurfi að koma í veg fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar kaupi jarðir hér á landi í þeim eina tilgangi að græða á komandi kynslóðum. „Þetta er ákveðið fullveldismál. Ætlum við að vakna árið 2044 við að landið er komið í eigu erlenda aðila? Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessum málum af nægilegri festu. Það er verkefni sveitastjórna og nýrrar ríkisstjórnar að taka málið í sínar hendur,“ segir Margrét. Vatn Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Öryggis- og varnarmál Jarðakaup útlendinga Jarða- og lóðamál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hefðbundinn landbúnaður er aðeins stundaður á ríflega fjórðungi lögbýla hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Næstum fjórar af hverjum tíu slíkum jörðum eru ekki í neinni notkun. Þá hefur búfjáreigendum fækkað um 25 til 30 prósent frá árinu 2010. Spákaupmennska fjárfesta komi í veg fyrir búskap Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta grafalvarlega þróun. Vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið of erfitt fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. „Þessi innlenda og erlenda samkeppni í uppkaupum á jörðum á uppsprengdu verði hefur þau áhrif að fólk sem vill stunda búrekstur kemst ekki að. Hvar ætlum við þá að standa?“ spyr Margrét. Hún segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti sé fæðuöryggi stefnt í voða. „Þá mun framleiðsla á landbúnaðarvörum dragast saman sem mun hafa alvarleg áhrif. Það verður erfitt að mæta þeirri fólksfjölgun sem spáð er hér á landi næstu áratugina. Þetta skapar mikla hættu fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er því ákveðið þjóðaröryggismál að hafa fæðu- og matvælaöryggi í landinu í lagi,“ segir Margrét. Fjárfestar ásælist vatnsréttindi Formaður Samtaka ungra bænda vekur einnig athygli á málinu á MBL í dag. Þar kemur fram það fjársterk öfl ásælist jarðir í sífellt meira mæli. Fjárfestar banki jafnvel uppá hjá bændum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2021 kemur fram að frá 2018 til febrúar 2021 hafi næstum þrjú hundruð jarðir skipt um eigendur. Viðskiptablaðið vakti athygli á því sama ár að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefði fjárfest í 39 bújörðum hér á landi fyrir 63 milljarða. Erfitt er að nálgast nýjustu upplýsingar um jarðakaup hér á landi. Margrét segist sjá mikinn áhuga erlendra spákaupmanna á vatnsréttindum á bújörðum. „Bændasamtökin fóru í ferð kringum landið nú í haust. Við heimsóttum m.a. bændur í Húnavatnssýslu. Í samtölum okkar þar kom fram að erlendir fjárfestar væru að sækjast eftir því að kaupa allt að tuttugu jarðir í sveitinni. Þeir gáfu upp að það væri vegna vatnsréttinda á jörðunum. Þeir buðu fúlgur fjár fyrir bújarðirnar. Fasteignaauglýsingum var líka beint að erlendum markaði,“ segir Margrét. Hún bendir á að sama þróun sé í gangi erlendis. Þetta rímar líka algjörlega við það að vatnið er gull 21. aldarinnar. Stjórnvöld sofið á verðinum Margrét segir að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir því að fólk hér á landi geti í auknum mæli stundað landbúnað. Þá þurfi að koma í veg fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar kaupi jarðir hér á landi í þeim eina tilgangi að græða á komandi kynslóðum. „Þetta er ákveðið fullveldismál. Ætlum við að vakna árið 2044 við að landið er komið í eigu erlenda aðila? Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessum málum af nægilegri festu. Það er verkefni sveitastjórna og nýrrar ríkisstjórnar að taka málið í sínar hendur,“ segir Margrét.
Vatn Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Öryggis- og varnarmál Jarðakaup útlendinga Jarða- og lóðamál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira