Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 22. nóvember 2024 11:00 Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Ekki má gleyma að þrátt fyrir nýlegar vaxtalækkanir eru stýrivextir óásættanlega háir, 8,5% og raunvaxtastig með því hæsta í Evrópu. Það var ekki sjálfgefið að ná hóflegum samningum í mikilli verðbólgu og við hátt vaxtastig. Launakröfur félagsmanna voru í upphafi mun hærri en samið var um. Samningarnir náðust þó á grundvelli þess að ríkið veitti stuðning með sértækum aðgerðum (t.d. hækkun barnabóta, aðgerðum á húsnæðismarkaði og gjaldfrjálsum skólamáltíðum) og vegna þess að fyrirtækin skuldbundu sig til að styðja við markmið samningsins. Með öðrum orðum, fyrirtæki áttu að gefa afslátt af sínum kröfum, þ.e. um verðhækkanir og arðsemi. Með hógværum hækkunum og innspýtingu ríkisins í velferðarkerfin halda flestir hópar innan ASÍ kaupmætti sínum út samningstímann. Launakröfur launafólks eru sambærilegar við arðsemiskröfu fjármagnsins. Hvað varð um lækkun bankaskattsins? Markaður með bankaþjónustu á Íslandi er fákeppnismarkaður. Gjaldtaka bankanna er ógagnsæ og neytendum er gert erfitt fyrir að bera saman verð á vörum og færa viðskipti á milli aðila. Bankarnir geta í krafti fákeppni viðhaldið háum gjöldum, t.d. gengisálagi eða kostnaði við greiðslumiðlun sem kostaði almenning 47 milljarða króna árið 2021. Þegar bankaskattur var lækkaður af núverandi ríkisstjórn var meginrökstuðningur sá að þetta leiddi til hárra vaxta fyrir almenning. Fæstir aðrir en stjórnvöld trúðu þessum rökum bankanna. Á endanum hefur niðurstaðan verið sú að aukin hagkvæmni í rekstri banka og lækkun bankaskatts hefur einungis skilað sér í aukinni arðsemi eigenda en ekki í minni vaxtamun og þar með ábata neytenda. Í fákeppnisumhverfi var þetta fyrirsjáanlegt. Enginn afsláttur gefinn af græðginni Lántakendur sem trúðu stjórnmálamönnunum og tóku lán á grundvelli loforða um efnahagslegan stöðugleika og lágt vaxtastig standa nú frammi fyrir því að fastir vextir eru að losna. Flest heimilin hafa fáa aðra valkosti en að endurfjármagna lánin með verðtryggðum lánum. Það voru mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Íslandsbanka við stýrivaxtalækkuninni. Óverðtryggðir vextir voru lækkaðir en verðtryggðir vextir hækkaðir. Það er ekki að sjá að Íslandsbanki ætli sér að taka þátt í þeirri vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hófu með undirritun Stöðugleikasamningana. Enginn afsláttur er gefinn af verð- og vaxtahækkunum þar sem bankinn heldur fast í arðsemiskröfu sína. Þetta er ólíkt þeirri ábyrgð sem launafólk sýndi. Krafa okkar er að bankar og aðrir fésýsluaðilar dragi úr sinni arðsemiskröfu og taki þátt í að jafna kjör þeirra sem skulda og þeirra sem eiga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár. Ekki má gleyma að þrátt fyrir nýlegar vaxtalækkanir eru stýrivextir óásættanlega háir, 8,5% og raunvaxtastig með því hæsta í Evrópu. Það var ekki sjálfgefið að ná hóflegum samningum í mikilli verðbólgu og við hátt vaxtastig. Launakröfur félagsmanna voru í upphafi mun hærri en samið var um. Samningarnir náðust þó á grundvelli þess að ríkið veitti stuðning með sértækum aðgerðum (t.d. hækkun barnabóta, aðgerðum á húsnæðismarkaði og gjaldfrjálsum skólamáltíðum) og vegna þess að fyrirtækin skuldbundu sig til að styðja við markmið samningsins. Með öðrum orðum, fyrirtæki áttu að gefa afslátt af sínum kröfum, þ.e. um verðhækkanir og arðsemi. Með hógværum hækkunum og innspýtingu ríkisins í velferðarkerfin halda flestir hópar innan ASÍ kaupmætti sínum út samningstímann. Launakröfur launafólks eru sambærilegar við arðsemiskröfu fjármagnsins. Hvað varð um lækkun bankaskattsins? Markaður með bankaþjónustu á Íslandi er fákeppnismarkaður. Gjaldtaka bankanna er ógagnsæ og neytendum er gert erfitt fyrir að bera saman verð á vörum og færa viðskipti á milli aðila. Bankarnir geta í krafti fákeppni viðhaldið háum gjöldum, t.d. gengisálagi eða kostnaði við greiðslumiðlun sem kostaði almenning 47 milljarða króna árið 2021. Þegar bankaskattur var lækkaður af núverandi ríkisstjórn var meginrökstuðningur sá að þetta leiddi til hárra vaxta fyrir almenning. Fæstir aðrir en stjórnvöld trúðu þessum rökum bankanna. Á endanum hefur niðurstaðan verið sú að aukin hagkvæmni í rekstri banka og lækkun bankaskatts hefur einungis skilað sér í aukinni arðsemi eigenda en ekki í minni vaxtamun og þar með ábata neytenda. Í fákeppnisumhverfi var þetta fyrirsjáanlegt. Enginn afsláttur gefinn af græðginni Lántakendur sem trúðu stjórnmálamönnunum og tóku lán á grundvelli loforða um efnahagslegan stöðugleika og lágt vaxtastig standa nú frammi fyrir því að fastir vextir eru að losna. Flest heimilin hafa fáa aðra valkosti en að endurfjármagna lánin með verðtryggðum lánum. Það voru mikil vonbrigði að sjá viðbrögð Íslandsbanka við stýrivaxtalækkuninni. Óverðtryggðir vextir voru lækkaðir en verðtryggðir vextir hækkaðir. Það er ekki að sjá að Íslandsbanki ætli sér að taka þátt í þeirri vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins hófu með undirritun Stöðugleikasamningana. Enginn afsláttur er gefinn af verð- og vaxtahækkunum þar sem bankinn heldur fast í arðsemiskröfu sína. Þetta er ólíkt þeirri ábyrgð sem launafólk sýndi. Krafa okkar er að bankar og aðrir fésýsluaðilar dragi úr sinni arðsemiskröfu og taki þátt í að jafna kjör þeirra sem skulda og þeirra sem eiga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun